Fréttir forsíða

Fyrirsagnalisti

K2 - tækni- og vísindaleið - undirritun

29.2.2016 : Tækni- og vísindaleið

Tækniskólinn mun frá og með næsta hausti bjóða nemendum sem útskrifast úr grunnskóla upp á nýja leið til stúdentsprófsK2 tækni- og vísindaleið.
Sérhannað nám fyrir nemendur sem vilja góðan undirbúning fyrir háskólanám í tækni- og vísindagreinum.

Lesa meira
Útskriftarsýning hársnyrtinema vor 2016.

29.2.2016 : Útskriftarsýning hársnyrtinema 4. mars

Sýningin verður með spennandi nýjungum - yfirskrift og þema verður Oscar/Gali. 
Frítt inn á sýninguna sem er föstudaginn 4. mars í Vörðuskóla kl. 20:00-21:30 og allir velkomnir.

Lesa meira
Mynd með viðtali við Atefeh í Fréttatímanum.

26.2.2016 : Verð betri í íslensku og þá líður mér betur

Í Fréttatímanum er skemmtilegt viðtal við Atefeh sem hefur verið í skólanum í þrjú ár, fyrst á nýbúabrautinni en stundar nú nám í hársnyrtingu. Í viðtalinu lýsir hún æsku og erfiðum tímum í Afganistan en ánægju með að búa á Íslandi þar sem henni líður betur eftir því sem hún lærir meiri íslensku.

Lesa meira
Nemendur og kennarar á nýbúabraut.

23.2.2016 : Morgunverðarveisla í nýbúadeild

Nemendur og kennarar slógu upp veislu, gæddu sér á góðum morgunverði, spjölluðu og höfðu það verulega notalegt.

Lesa meira
Merki Forritunarkeppni grunnskólanna

22.2.2016 : Forkeppni forritunarkeppninnar er hafin

Forkeppnin fyrir forritunarkeppni grunnskólanemenda, sem Tækniskólinn heldur, hófst 22. febrúar, kl. 15:00 en þá opnuðust dæmin í forkeppninni hér: keppni.kodun.is. Forkeppnin stendur til 28. febrúar.

Lesa meira

22.2.2016 : Önnur staðlota meistaraskólans vor 2016

Önnur staðlota Meistaraskólans á vorönn fer fram á Skólavörðuholti 29. febrúar og 1. mars. Stundataflan er inni í fréttinni og á prentvænu formi hér.  

Lesa meira
Mentor Hornið Raftækniskólinn

19.2.2016 : Mentor Raftækniskólans fer í gang aftur

Mentorhorn Raftækniskólans verður í sal Raftækniskólans á Skólavörðholti á vorönn. Nemendur eru hvattir til að nýta sér þetta sem mest. Stundatafla er í fréttinni.

Lesa meira
Merki Tækniskólans á húsinu.

17.2.2016 : Kennarar fyrir nýja tækni- og vísindaleið

Gert ráð fyrir að kennsla hefjist á haustönn 2016 á nýrri stúdentsbraut. Brautin ber heitið K2, tækni og vísindaleið og er ætluð afburðarnemendum. Tækniskólinn er að leita að kennurum til kennslu við nýju brautina og er leitin hafin innanhúss.

Lesa meira
Frétt úr Fjarðarpóstinum um kennsluaðstöðu í pípulögnum.

12.2.2016 : Pípulagningar - betrumbætt kennsluaðstaða

Fjarðarpóstur sagði frá því í frétt  að nemendur Tækniskólans í pípulögnum hefðu fengið betri aðstöðu. Nýir básar voru teknir í notkun í desember sem betrumbæta alla aðstöðu til kennslu svo mikið um munar. 

Lesa meira
Snapchat - hár V2016

8.2.2016 : Útskriftarsýning í undirbúningi

Útskriftarnemar á hársnyrtibraut eru að undirbúa sýningu og langar þá að sýna þér aðeins á bak við tjöldin. Addaðu þeim á Snapchat utskrifthar2016 og fylgstu með!

Lesa meira
Bjarni Freyr Þórðarson með viðurkenningu í rafvirkjun.

8.2.2016 : Nýsveinar Tækniskólans fá viðurkenningar IMFR

Á verðlaunahátíð Iðnaðarmannafélags Reykjavíkur hlutu nýsveinar og fyrrum nemendur Tækniskólans, fjölda viðurkenninga fyrir afburðavel unnin sveinsprófsverkefni. Á hátíðinni voru 23 nýsveinar úr 13 löggildum iðngreinum, frá sex verkmenntaskólum á landsvísu heiðraðir. 

Lesa meira
Svipmynd frá UTmessu 2016 - kynning Tækniskólans.

8.2.2016 : Tækniskólinn - glæsilegur á UT|Messu

Tækniskólinn var að sjálfsögðu á UTmessunni og voru kennarar, jafnt sem nemendur, frá Upplýsingatækniskólanum, Margmiðlunarskólanum og Vefþróun með glæsilega kynningu á námi við skólann. Myndband frá messunni í frétt. 

Lesa meira
Merki UT-messunnar 2016

3.2.2016 : Tækniskólinn á UT|Messunni

UT|Messan verður 5. og 6. febrúar í Hörpunni. Tækniskólinn verður með líflega kynningu á námsbrautum skólans. Nemendur á tölvubraut verða með róbóta sem þeir hafa smíðað og forritað, einnig verður „retro“ spilakassi sem tveir nemendur hafa smíðað. Gestum er velkomið að koma við og prófa.
Allir velkomnir -  frítt inn á laugardag.

Lesa meira
Merki Tækniskólans á húsi hans Skólavörðuholti.

2.2.2016 : Símkerfi Tækniskólans liggur niðri

Vegna bilunar liggur símkerfi Tækniskólans niðri.
Benda má á gsm-númer sem starfsmenn hafa skráð á heimasíðunni. 
Verið er að vinna að lægfæringum til að símkerfið komist aftur á hið fyrsta.

Lesa meira
Tækniskólinn Skólavörðuholti.

1.2.2016 : Umfjöllun um nýja braut

Fjallað er um nýja væntanlega braut, Tækni og vísindabraut, í Tækniskólanum, á mbl.is og í Morgunblaði dagsins. Hulda Birna verkefnisstjóri nýju brautarinnar er að vinna hörðum höndum í samstarfi við Háskólann í Reykjavík við að koma brautinni af stað haustið 2016.

Lesa meira
Lífshlaupið 2016 - merkið

1.2.2016 : Lífshlaupið er hafið - allir vera með!

Lífshlaupið gengur út á það að skrá alla hreyfingu niður ef hún nær minnst 30 mínútum samtals á dag.
Skráning fer fram á http://lifshlaupid.is/, þar stofnar þáttakandi aðgang.
Áfram Tækniskólinn - Allir með!

Lesa meira