Fréttir forsíða

Fyrirsagnalisti

Frá afhendingu sáttmála um eflingu vinnustaðanáms.

28.1.2016 : Sáttmáli um eflingu vinnustaðanáms

Á menntadegi atvinnulífsins var undirritaður Sáttmáli um vinnustaðanám. Þar lýsir fjöldi fyrirtækja yfir einlægum vilja til að auka aðgengi nemenda að vinnustaðanámi í fyrirtækjum. 
Jón B. Stefánsson skólameistari Tækniskólans, skóla atvinnulífsins, tók við sáttmálanum fyrir hönd allra iðn- og verknámsskóla í landinu.

Lesa meira
Merki Forritunarkeppni grunnskólanna

27.1.2016 : Forritunarkeppni grunnskólanemenda

Tækniskólinn heldur forritunarkeppni grunnskólanemenda 1.- 2. apríl næstkomandi.
Keppnin er opin öllum grunnskólanemendum sem hafa áhuga á forritun.
Nánari upplýsingar og skráning á kodun.is

Lesa meira
Merki Iðunnar fræðsluseturs

27.1.2016 : Vinnustaðanám - námssamningar

Á mörgum brautum Tækniskólans skiptist námið í vinnustaðanám eða námssamning og nám í skólanum. Til að standast sveinspróf er nauðsynlegt að hafa lokið námssamningi.
Iðan - fræðslusetur er að fara í gang með talsvert átak til að efla þennan þátt í iðn- og verknámi. Atvinnulífstengill Tækniskólans aðstoðar einnig nemendur við að komast á námssamning.

Lesa meira
Aukatímar í stærðfræði á laugardögum.

25.1.2016 : Aukatímar í stærðfræði og jafningjafræðsla

Laugardaga kl. 10:30 til 12:30 í stofu 303 á Skólavörðuholti er hægt að fá aukakennslu í öllum áföngum dagskóla og dreifnáms.

Jafningjafræðsla er í boði í námsverinu Skólavörðuholti á miðvikudögum kl. 9 - 12:30.

Lesa meira
Sjana Rut sigurvegari söngkeppni NST 2016

21.1.2016 : Sjana Rut vann undankeppni Tækniskólans

Undankeppni Tækniskólans, fyrir Söngkeppni framhaldsskólanna, fór fram í Gamla Bíó þann 19.janúar. Alls voru tólf keppendur sem að tóku þátt og var gríðarlega góð stemming í salnum. Sjana Rut vann og verður hún flottur fulltrúi Tækniskólans í Söngkeppni framhaldsskólanna árið 2016

Lesa meira
Nýársball 2016 - auglýsing

15.1.2016 : Söngkeppni og nýársball

Þann 19. janúar næstkomandi stendur Nemendasamband Tækniskólans fyrir söngkeppni í Gamla bíó. Húsið opnar kl. 20:00 og keppnin hefst 20:30. Keppnin þetta árið verður mun stærri í allri umgjörð en undanfarin ár. 
Þann 20. janúar verður haldið ball til að fagna nýju ári. Skráning og nánari upplýsingar á vef NST . . . . . .

Lesa meira
Everest - kvikmyndin.

15.1.2016 : Fyrrum nemar Margmiðlunarskólans tilnefndir

Fyrrum nemandi Margmiðlunarskólans Kjartan Harðarson er tilnefndur ásamt öðrum hjá RVX - eftirvinnslufyrirtæki, fyrir vinnu við Everest mynd Baltasars Kórmáks. Visual Effects Society - VES hefur tilkynnt um þær kvikmyndir sem tilnefndar eru að þessu sinni til verðlauna - 14th Annual VES Awards.

Lesa meira
Hús Tækniskólans Skólavörðuholti.

13.1.2016 : Ný stúdentsbraut hjá Tækniskólanum

Hulda Birna Baldursdóttir hefur verið ráðin sem verkefnastjóri yfir nýrri stúdentsbraut hjá Tækniskólanum. Brautin ber vinnuheitið tækni- og vísindabraut og er gert ráð fyrir að kennsla hefjist á haustönn 2016. Nýja stúdentsbrautin er ætluð afburðarnemendum sem hafa áhuga á krefjandi námi.

Lesa meira
Skóli í Malmö Svíþjóð

12.1.2016 : Nám eða námskeið erlendis?

Langar þig að taka hluta af starfsnáminu þínu erlendis? Langar þig á námskeið í þínu fagi?
Ef þetta er eitthvað sem þér finnst áhugavert hafðu samband við alþjóðfulltrúa Tækniskólans, Ingibjörgu Rögnvaldsdóttur. 

Lesa meira
Námskeið vor 2016

11.1.2016 : Atvinnutækifæri eða nýtt áhugamál?

Endurmenntunarskólinn býður upp á fjölbreytt úrval námskeiða sem auka atvinnuréttindi þín en einnig skemmtileg tómstundanámskeið við allra hæfi.

Lesa meira
Tækniskólinn Sjómannaskólahúsinu Háteigsvegi.

6.1.2016 : Fundur með umsjónarkennurum

Fundur með umsjónarkennurum verður fimmtudaginn 14. janúar, gefið verður frí á meðan. 
Í Hafnarfirði kl. 11.50-12.30.
Á Skólavörðuholti og Háteigsvegi kl. 13.10-13:50.

Þetta er gott tækifæri til að hitta umsjónarkennara sinn og kynnast honum/henni og fá leiðbeiningar ef eitthvað er óljóst varðandi námið. Nánar um staðsetningu kennara í frétt.

Lesa meira
Merki Tækniskólans á húsinu.

5.1.2016 : Töflubreytingar

Töflubreytingar eru eingöngu fyrir þá sem ekki fengu áfanga í töflu samkvæmt vali. Eftir að opnað hefur verið fyrir stundatöflur, getur nemandinn óskað eftir töflubreytingu. Töflubreytingar eru rafrænar í gegnum Innu.
Leiðbeiningar.

Lesa meira
Íslandsmót iðn- og verkgreina 2010

5.1.2016 : Hársnyrtingin flutt á Skólavörðuholtið

Sú breyting verður á þessa önn að öll kennsla hársnyrtigreina fer fram á Skólavörðuholti. Hársnyrtideildin í Hafnarfirði verður lokuð fram á vorið.

Allir eru velkomnir á stofudaga og birtast þær dagsetningar fljótlega í viðburðadagatalinu.

Lesa meira