Fréttir forsíða

Fyrirsagnalisti

Klukka í turni Tækniskólans og Hallgrímskirkjuturn

23.12.2015 : Gleðileg jól og farsælt komandi ár

Starfsmenn Tækniskólans óska nemendum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Lesa meira
Jól - útsýni frá bókasafni Tækniskólans Skólavörðuholti

21.12.2015 : Opnunartími yfir hátíðirnar

Afgreiðslutími eftir áramót:
Á Skólavörðuholti verður opnað kl. 10 mánudaginn 4. janúar.
Annars er skrifstofan opin frá kl. 8 -15 og bókasafn frá kl. 9 -16.
Nánar um opnun í öðrum húsum skólans má sjá í fréttinni.

Lesa meira
Útskriftarhúfur við jólaútskrift 2015

21.12.2015 : Útskrift hjá Tækniskólanum, skóla atvinnulífsins

Tækniskólinn var með tvöfalda útskrift – laugardaginn 19. desember – tvær hátíðlegar athafnir fóru fram í Silfurbergi í Hörpu. Alls brautskráði skólinn 257 nemendur og fjöldi verðlauna var veittur fyrir góðan námsárangur.

Lesa meira
Tækniskólinn Skólavörðuholti.

18.12.2015 : Upphaf vorannar 2016

Tækniskólinn býður nemendur og starfsfólk velkomið til starfa á vorönn 2016. 

Í fréttinni eru m.a. upplýsingar um skólasetningu, stundatöflur, töflubreytingar og upphaf kennslu á vorönn. 

Lesa meira
Flott vinna í lokaverkefni Margmiðlunarskólans.

15.12.2015 : Flott eftirvinnsluverkefni frá Margmiðlunarskólanum

Nemendur Margmiðlunarskólans voru að leggja lokahönd á kvikmyndaverkefni sem var lokaverkefni þeirra á þriðju önn. Útkoman er flott verkefni sem sýnir fram á fagleg vinnubrögð sem skólinn er stoltur af. Hægt er að skoða verkefnið í frétt.

Lesa meira
Lokaverkefni nema í grafískri miðlun, tímaritið Askur, 2. tölublað, 4. árgangur

15.12.2015 : Tímaritið Askur er komið út á haustönn 2015

Útskriftarnemendur í grafískri miðlun gefa jafnan út tímaritið Ask, sem jafnframt er lokaverkefni þeirra. Annað tölublað 4. árgangs er komið út. Til að nálgast það á netinu er hægt að smella hér.

Lesa meira
Nám í kvikmyndatækni

14.12.2015 : Kvikmyndatækni - innritun lýkur 8. janúar

Tækniskólinn, í samstarfi við Stúdíó Sýrland, býður uppá nýtt nám í kvikmyndatækni.
Umsókn um námið fer fram í gegnum menntagatt.is og stendur innritun yfir til 8. janúar.

Lesa meira
Frá útskrift Tækniskólans í Silfurbergi Hörpu í desember 3013.

14.12.2015 : Ath. breyting - útskrift kl. 12 og kl. 15

Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins mun útskrifa nemendur úr dagskóla og Tækniakademíu laugardaginn 19. desember. Útskrift hefur verið skipt í tvennt kl.12 og  kl.15.  Útskriftarhátíðin verður í Silfurbergi Hörpu.

Lesa meira
Merki Tækniskólans á húsinu.

14.12.2015 : Prófsýning og birting einkunna 15. desember

Á prófsýningardegi, þriðjudaginn 15. desember kl. 12-14, geta nemendur skoðað úrlausnir sínar hjá kennara og eru nemendur hvattir til að koma og spjalla við kennara og skoða prófin sín. Opnað verður fyrir einkunnir í Innu kl. 9 sama dag.

Lesa meira
Húsgagnadeildin heimsótt af Íslandi í dag

10.12.2015 : Ísland í dag heimsótti húsgagnadeildina

Húsgagnadeild Byggingatækniskólans fékk skemmtilega heimsókn frá þættinum Ísland í dag.  Mörg falleg húsgögn voru til sýnis sem nemendur höfðu lagt mikla og vandaða vinnu í að fullkomna. Skemmtilegt innilit sem hægt er að skoða í fréttinni.

Lesa meira
Frá sýningu hönnunarbrautar haust 2015.

7.12.2015 : Sýning á verkum nemenda á Hönnunarbraut

Sýning á flottum hönnunarverkum nemenda er vikuna 7. til 11. desember á Skólavörðuholtinu á opnunartíma skólans.

Allir velkomnir.

Lesa meira
Merki Tækniskólans á húsi hans Skólavörðuholti

7.12.2015 : Tækniskólinn lokar kl. 16 í dag

Öllum húsum Tækniskólans verður lokað kl. 16:00 í dag, mánudaginn 7. desember, vegna veðurs. 

Lesa meira
Tískusýning Unglist - nóvember 2015 í ráðhúsi Reykjavíkur.

2.12.2015 : Unglist - sýning nemenda fataiðnbrautar

Nemendur á fataiðnbraut Handverksskólans héldu sína árlegu sýningu á sköpun sinni í ráðhúsi Reykjavíkur. Nemendur á hársnyrtibraut sáu um hárgreiðslu og Reykjavík makeup school sá um förðun. Nemendur hönnunarbrautar sáu um gerð kynningarbæklings.

Myndir í frétt segja meira en mörg orð um frábæra sýningu. 

Lesa meira