Fréttir forsíða

Fyrirsagnalisti

Lokaverkefni nemenda í húsgagnasmíði á sýningu í desember 2012.

30.11.2015 : Húsgagnasýning

Húsgagnasýning verður í vélasal Byggingatækiskólans á jarðhæðinni í húsi Tækniskólans á Skólavörðuholti.
Sýning er opin mánudaginn 7. desember frá kl. 12 - 18.
Allir velkomnir. 

Lesa meira
Sölusýning i Tækniskólanum Hafnarfirði

26.11.2015 : Sölusýning húsgagna í Hafnarfirði

Sölusýning starfsbrautar Tækniskólans í Hafnarfirði 
Til sýnis og sölu eru húsgögn sem nemendur hafa gert upp. Opið á skólatíma fram í miðjan desember. Allir velkomnir!

Lesa meira
Sjómannaskólinn við Háteigsveg

25.11.2015 : Gjalddagi skólagjalda vorannar er 4.des.

Gjalddagi skólagjalda þeirra nemenda sem greiddu 5.000 króna staðfestingagjald vorannar 2016 er föstudagurinn 4. desember. 

Lesa meira

24.11.2015 : Föstudaginnn 27.nóv fellur niður kennsla frá 12:30-14:30

Vegna jarðarfarar Hauks Freys Agnarssonar flugkennara mun kennsla í Tækniskólanum falla niður föstudaginn 27. nóvember frá 12:30 til 14:30.

Útförin verður frá Vídalínskirkju kl. 13:00

Lesa meira
Lokaverkefni 3. annar nemenda í Margmiðlunarskólanum haustönn 2015

23.11.2015 : Lokaverkefni 3. annar í fullum gangi

Nemendur Margmiðlunarskólans vinna nú hörðum höndum að lokaverkefnum 3. annar. Þetta eru hópverkefni í kvikmyndaeftirvinnslu og er niðurstaðan tveggja mínútna stikla sem fjallar um geimræningja.

Lesa meira
Upplestur á degi íslenskrar tungu 2015.

18.11.2015 : Upplestur rithöfunda með glænýjar bækur

Bókasafn skólans bauð upp á upplestur úr nýjum bókum á degi íslenskrar tungu. Í Hafnarfjörð mætti Snæbjörn Ragnarsson og las upp úr bók sinni Gerill og á Skólavörðuholt kom Hildur Knútsdóttir og las upp úr bókinni Vetrarfrí. Í lokin spilaði Snæbjörn lög sem hann hefur samið sem karakterinn úr bókinni.

Lesa meira
Bók Hildar Knútsdóttur

16.11.2015 : Dagur íslenskrar tungu 16. nóvember

Upplestur í tilefni dagsins í boði bókasafnsins:

Á safninu á Skólavörðuholti á fimmtu hæð kl. 13:15: Hildur Knútsdóttir les úr bókinni Vetrarfrí

Í matsalnum í húsi skólans í Hafnarfirði kl. 13:20: Snæbjörn Ragnarsson les úr bókinni Gerill

Allir velkomnir. 

Lesa meira

16.11.2015 : Allar upplýsingar veittar hjá Flugskóla Íslands

Flugskólinn vinnur nú með lögreglu og Rannsóknarnefnd samgönguslysa að því að upplýsa um orsakir flugslyssins sem varð 12 nóvember.
Frekari upplýsingar vegna slyssins verða veittar á vef flugskólans www.flugskoli.is eftir því sem þær liggja fyrir.

Lesa meira

15.11.2015 : Tilkynning frá Flugskóla Íslands vegna samverustundar í Vídalínskirkju í dag

Tilkynning frá Flugskóla Íslands

Boðað hefur verið til samverustundar í Vídalínskirkju í dag fyrir vini, skólafélaga og aðstandendur flugmannanna tveggja, Hauks Freys Agnarssonar og Hjalta Más Baldurssonar, sem fórust í flugslysinu á fimmtudag. Samverustundin hefst kl.17:00.

Starfsmenn og nemendur Flugskóla Íslands komu saman síðdegis á föstudag, ræddu málin og fengu aðhlynningu starfsfólks Rauða kross Íslands. Flugskólinn vill koma á framfæri þökkum, til allra þeirra fjölmörgu sem boðið hafa fram aðstoð sína og komið hafa á framfæri samúðarkveðjum, s.s. flugrekenda, stéttarfélags flugmanna, fólks úr flugsamfélaginu og almennings. 

Lesa meira

15.11.2015 : Tilkynning frá Flugskóla Íslands vegna samverustundar í dag

Tilkynning frá Flugskóla Íslands

Boðað hefur verið til samverustundar í Vídalínskirkju í dag fyrir vini, skólafélaga og aðstandendur flugmannanna tveggja, Hauks Freys Agnarssonar og Hjalta Más Baldurssonar, sem fórust í flugslysinu á fimmtudag. Samverustundin hefst kl.17:00.

Starfsmenn og nemendur Flugskóla Íslands komu saman síðdegis á föstudag, ræddu málin og fengu aðhlynningu starfsfólks Rauða kross Íslands. Flugskólinn vill koma á framfæri þökkum, til allra þeirra fjölmörgu sem boðið hafa fram aðstoð sína og komið hafa á framfæri samúðarkveðjum, s.s. flugrekenda, stéttarfélags flugmanna, fólks úr flugsamfélaginu og almennings. 

Lesa meira

14.11.2015 : Tilkynning frá Flugskóla Íslands vegna flugslyssins á fimmtudag

Tilkynning frá Flugskóla Íslands vegna flugslyssins á fimmtudag

Við fregnir af hinu hörmulega slysi sem varð á fimmtudag virkjaði Flugskóli Íslands viðbragðsáætlun sína vegna flugslysa. Skólinn hefur ávallt fylgt ýtrustu kröfum í flugrekstri ásamt þeim gæðakröfum sem gerðar eru til flugreksturs og samþykktum stöðlum EASA, flugöryggisstofnunar Evrópu. Öll svið flugrekstursins eru tekin út árlega af yfirvöldum og innra gæðakerfi.

Þrátt fyrir að engin tilmæli hafi borist frá yfirvöldum eða framleiðendum vélanna hafa stjórnendur skólans, í samráði við tæknistjóra hans, ákveðið að allar kennsluflugvélar Flugskóla Íslands fari í ítarlega skoðun áður en þeim er flogið á ný. Ákvörðunin er tekin til að gæta fyllsta öryggis þó að ekkert liggi enn fyrir um orsakir slyssins. Framkvæmd skoðunarinnar verður í höndum þriðja aðila. 

Lesa meira

12.11.2015 : Tækniskólinn lokaður vegna flugslyss

Flugskóli Íslands hefur staðfest að mennirnir tveir, sem létust þegar flugvél brotlenti suður af Hafnarfirði í gær, störfuðu báðir sem flugkennarar við Flugskólann.Um er að ræða hörmulegt slys og Flugskólinn og Tækniskólinn votta aðstandendum mannanna sem létust hina dýpstu samúð.
Tekin hefur verið ákvörðun um að fella niður allt skólastarf í Tækniskólanum í dag, 13. nóvember.

Lesa meira

12.11.2015 : Yfirlýsing frá Flugskóla Íslands vegna flugslyss

Yfirlýsing frá Flugskóla Íslands vegna flugslyss

Flugskóli Íslands getur staðfest að mennirnir tveir, sem létust þegar flugvél brotlenti suður af Hafnarfirði í dag, störfuðu báðir sem flugkennarar við flugskólann. Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um hina látnu að svo stöddu.

Um er að ræða hörmulegt slys og Flugskólinn vottar aðstandendum mannanna sem létust sína dýpstu samúð.

Kennarar og nemendur Flugskóla Íslands, sem og Tækniskólans sem flugskólinn tilheyrir, hafa verið látnir vita og þeim boðin áfallahjálp. Tekin hefur verið ákvörðun um að fella niður allt skólastarf á morgun vegna þessa, bæði í Flugskóla Íslands og í Tækniskólanum.

Um er að ræða Tecnam kennsluflugvél en skólinn tók fimm nýjar slíkar vélar í notkun í sumar og haust. Flugskólinn mun veita Rannsóknarnefnd Samgönguslysa alla mögulega aðstoð svo að upplýsa megi um orsakir slyssins.

Frekari upplýsingar vegna slyssins verða veittar á vef flugskólans www.flugskoli.is eftir því sem þær liggja fyrir.

Lesa meira

12.11.2015 : Yfirlýsing frá Flugskóla Íslands vegna flugslyss

Yfirlýsing frá Flugskóla Íslands vegna flugslyss

Flugskóli Íslands getur staðfest að mennirnir tveir, sem létust þegar flugvél brotlenti suður af Hafnarfirði í dag, störfuðu báðir sem flugkennarar við flugskólann. Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um hina látnu að svo stöddu.

Um er að ræða hörmulegt slys og Flugskólinn vottar aðstandendum mannanna sem létust sína dýpstu samúð.

Kennarar og nemendur Flugskóla Íslands, sem og Tækniskólans sem flugskólinn tilheyrir, hafa verið látnir vita og þeim boðin áfallahjálp. Tekin hefur verið ákvörðun um að fella niður allt skólastarf á morgun vegna þessa, bæði í Flugskóla Íslands og í Tækniskólanum.

Um er að ræða Tecnam kennsluflugvél en skólinn tók fimm nýjar slíkar vélar í notkun í sumar og haust. Flugskólinn mun veita Rannsóknarnefnd Samgönguslysa alla mögulega aðstoð svo að upplýsa megi um orsakir slyssins.

Frekari upplýsingar vegna slyssins verða veittar á vef flugskólans www.flugskoli.is eftir því sem þær liggja fyrir.

Lesa meira

12.11.2015 : Yfirlýsing frá Flugskóla Íslands vegna flugslyss á Reykjanesi

Flugskóli Íslands getur staðfest að flugvél sem brotlenti í hrauninu suður af Hafnarfirði í dag var af gerðinni Tecnam og var kennsluflugvél í eigu skólans. Tveir menn voru um borð.

Flugskólinn mun veita Rannsóknarnefnd Samgönguslysa alla mögulega aðstoð svo að upplýsa megi um orsakir slyssins.

Frekari upplýsingar verða veittar á vef flugskólans www.flugskoli.is eftir því sem þær liggja fyrir.

Lesa meira
Tískusýning Unglistar nóvember 2015

12.11.2015 : Tískusýning Unglistar í ráðhúsinu

Hin árlega tískusýning Unglistar verður haldin í ráðhúsi Reykjavíkur, sunnudaginn 15. nóvember klukkan 20:00. Þar munu nemendur á fataiðnbraut Tækniskólans sýna sköpunarverk sín. 
Sýningin er unnin í samstafi við hársnyrti- og hönnunarbraut Tækniskólans, Hitt Húsið, Reykjavík Makeup School og Eskimo Model. Allir velkomnir!

Lesa meira
Bókalisti

11.11.2015 : Lokapróf haustannar 2015

Vikuna 7. - 11. desember eru próf skv. próftöflu sem birt er í Innu hjá hverjum nemanda á sömu síðu og stundataflan. Skólastarf er samkvæmt stundaskrá og kennsluáætlun til 4. desember.
Sjúkrapróf verða föstudaginn 11. desember (sjá nánar í frétt).
Nemendur ættu að kynna sér prófareglur Tækniskólans. 

Lesa meira
Nemendur í húsa- og húsgagnasmíði í Hafnarfirði - ásamt Kela (fagstjóra).

11.11.2015 : Öryggishjálmar að gjöf

Nemendur í húsasmíði og húsgagnasmíði í Hafnarfirði fengu glæsilega öryggishjálma að gjöf frá fyrirtækinu HILTI. Allar verknámsdeildir Tækniskólans hafa strangar öryggisreglur og nauðsynlegt er að byrja snemma að venja sig á að nota viðeigandi öryggisbúnað. 

Lesa meira
Merki Tækniskólans á húsi hans á Skólavörðuholti.

9.11.2015 : Truflanir á Innu

Miklar truflanir hafa verið á virkni Innu í dag mánudaginn 9. nóvember.
Verið er að fást við vandamál með tengingar við gagnagrunninn. Unnið er hörðum höndum hjá Advania við að leysa vandamálið.

Lesa meira
Útskriftarsýning nema í grafískri miðlun haustið 2015

4.11.2015 : Myndir frá útskriftarsýningu grafískrar miðlunar

Útskriftarnemendur í grafískri miðlun í Upplýsingatækniskólanum buðu upp á veglega sýningu á verkum sínum 31. október síðastliðinn.

Lesa meira
Forsíða Skólavörðunnar nóvember 2015.

3.11.2015 : Flott og fróðlegt viðtal við kennara Tækniskólans

Í nýjasta tölublaði Skólavörðunnar, tímarits Kennarasambands Íslands er m.a. að finna skemmtilegt viðtal við Sigríði Júlíu kennara Tækniskólans um áhugaverðan áfanga á starfsbraut skólans. "Gömul húsgögn gefa nemendum tilgang" er fyrirsögn greinarinnar.

Lesa meira