Fréttir forsíða

Fyrirsagnalisti

Hljóðtækninám

29.10.2015 : Innritun hafin í hljóðtækninám

Nú er innritun hafin í hljóðtækninám Tækniskólans og Sýrlands. Innritun stendur yfir til 25.nóvember.
Áhugasamir senda inn umsóknir á menntagatt.is 

Lesa meira
Merki Tækniskólans á húsi hans á Skólavörðuholti.

26.10.2015 : Þriðja staðlota Meistaraskólans haust 2015

Þriðja staðlota Meistaraskólans fer fram á Skólavörðuholti 2. og 3. nóvember. Stundataflan er inni í fréttinni og á prentvænu formi hér.

Lesa meira
Útskriftarsýning hársnyrtinema á Spot 16. okt. 2015

23.10.2015 : Glæsileg útskriftarsýning hársnyrtinema

Útskriftarnemar hársnyrtibrautar settu upp hársnyrtisýningu í háklassa á Spot föstudaginn 16.október síðastliðinn.

Fullt af flottum myndum í frétt!

Um sýninguna var fjallað á visir.is 

Lesa meira
Frétt í norsku blaði um íslensk-norska samstarfi Tækniskólans.

22.10.2015 : Samstarf við norskan skóla

Tækniskólinn er kominn í samstarf við Sogndal Vidaregående skule í Sogndal í Noregi um umhverfisvænar leiðir við upphitun húsa.
Þetta er tveggja ára verkefni og nú eru nemendur Tækniskólans í pípulögnum í Sogndal að kynna sér upphitun húsa.

Lesa meira
Merki heilsueflandi framhaldsskóla.

20.10.2015 : Heilsuvika í Tækniskólanum

Vikuna 26.- 30.október verður heilsuvika í Tækniskólanum og að þessu sinni er heilsuvikan tileinkuð bættum lífstíl. Fjölbreytt dagskrá verður í boði á þremur stöðum og kennarar og nemendur eru hvattir til þáttöku. Fjölbreytta dagskrá má sjá í fréttinni.

Nauðsynlegt er að skrá sig á viðburði - skráning neðst í frétt
Ath. að skráningin virkar ekki í Explorer-vafra!

Lesa meira
Keppendur á Norðurlandameistaramóti í skylmingum.

16.10.2015 : Freyja Sif Norðurlandameistari í skylmingum

Freyja Sif Stefnisdóttir, nemandi Tækniskólans á náttúrufræðibraut - flugtækni, varð Norðurlandameistari í skylmingum í flokki ungmenna, (20 ára og yngri). Freyja Sif stundar æfingar hjá Skylmingafélagi Reykjavíkur undir leiðsögn landsliðaþjálfara og hefur sýnt og sannað að hún getur náð langt í skylmingum í alþjóðlegum skilningi.

Lesa meira
Útskriftarsýning nema í grafískri miðlun haustið 2015

15.10.2015 : Útskriftarsýning í grafískri miðlun verður 31. október

Útskriftarnemendur í grafískri miðlun í Upplýsingatækniskólanum, boða til nemendasýningar laugardaginn 31. október n.k. milli kl. 13:00 og 15:00 í sal Vörðuskóla við Skólavörðuholt, inngangur frá Barónsstíg.

Lesa meira
Gestir málstofunnar.

15.10.2015 : Vélstjórn í 100 ár

Málstofa var haldin föstudaginn 9. október í tilefni af 100 ára afmæli vélstjórnarmenntunar á Íslandi. Mjög fjölbreytt dagskrá var í boði þar sem menntun vélstjóra var skoðuð frá ýmsum sjónarhólum. Margir góðir gestir áttu fróðlegan fund og ræddu m.a. framtíð vélstjóramenntunar á Íslandi.

Lesa meira
Boxið - Framkvæmdakeppni framhaldsskólanna

8.10.2015 : Boxið

Boxið framkvæmdakeppni framhaldsskólanna er vettvangur fyrir framhaldsskólanema til að spreyta sig á ólíkum verkefnum.
Tækniskólinn sendir að sjálfsögðu lið í keppnina en nemendur skólans hafa staðið sig vel í þessari keppni

Nánari upplýsingar hjá Huldu Birnu félagsfulltrúa og Ólafi Sveini atvinnulífstengli.

Lesa meira
Útskriftarsýning hársnyrtinema 16. okt. 2015

7.10.2015 : Útskriftarsýning hársnyrtinema 16. október

Sýningin verður haldin á SPOT föstudaginn 16. október 2015 og hefst kl. 20:00. Húsið opnar kl. 18:30 og eru allir hjartanlega velkomnir.

Lesa meira
Hársnyrtiskólinn í samstarfi við þáttinn Biggest Loser

5.10.2015 : Stofudagar hársnyrtideildar

Hársnyrtideild Handverksskólans á Skólavörðuholti og í Hafnarfirði er reglulega með stofudaga yfir önnina. Allir geta komið og fengið klippingu, litun, blástur, permanent, greiðslur o.fl. gegn vægu gjaldi. Á karladögum á Skólavörðuholti eru allir karlar boðnir sérstaklega velkomnir

Lesa meira
Samvinnuverkefni á 4. önn í iðnfræði

5.10.2015 : Samvinnuverkefni á einum degi

Nemendur í iðnfræði á fjórðu önn í hárgreiðslu vinna spennandi verkefni í samvinnu við ljósmyndara. Nemendur vinna frá hugmynd, finna módel og að myndatökunni með ljósmyndaranum, allt á einum degi. 

Lesa meira
VET Mobility Charter

2.10.2015 : Tækniskólinn fær VET Mobility Charter vottun

Tækniskólinn fékk samþykkta umsókn um vottun, VET Mobility Charter, vegna náms- og þjálfunarverkefna í starfsmenntahluta Erasmus+ menntaáætlunar ESB.
Þetta er mikilvægt fyrir alþjóðlegt samstarf og styrkir nemendur og starfsfólk skólans til framúrskarandi og fjölbreyttrar menntunar og reynslu.

Lesa meira