Fréttir forsíða

Fyrirsagnalisti

Iðan fræðslusetur

31.8.2015 : Raunfærnimat í bygginga-, málm- og véltæknigreinum

IÐAN fræðslusetur kynnir raunfærnimat í byggingagreinum og málm- og véltæknigreinum á opnum fundi þann 2. september kl. 17.00 að Vatnagörðum 20. Matið getur mögulega stytt skólagöngu.

Lesa meira
Hús Tækniskólans Skólavörðuholti.

27.8.2015 : Kynningarfundur - raunfærni - almennt nám

Kynningarfundur um almennt nám á haustönn 2015 fyrir raunfærninemendur fimmtudaginn 27. ágúst 2015 klukkan 16-17 í stofu 402 á Skólavörðuholti. 
Námsframboð: Danska 102 og 202 Enska 102 og 202 Íslenska 102 og 202 Stærðfræði 102 og 122 

Lesa meira
Hús Tækniskólans Skólavörðuholti.

26.8.2015 : Skólasetning og fyrsta staðlota Meistaraskólans haust 2015

Skólasetning fyrir nýnema Meistaraskólans er á Skólavörðuholti mánudaginn 31. ágúst kl. 16:15 í matsal nemenda á 3. hæð. Stundatafla fyrstu lotunnar, 31.águst - 1. septembar, er hér.

Lesa meira
Þór Pálsson aðstoðarskólameistari, Illugi Gunnarsson ráðherra og skólameistari Jón B. Stefánsson.

24.8.2015 : Tækniskólinn langstærstur framhaldsskóla

Starfsmenn Tækniskólans gerðu sér glaðan dag föstudaginn 24. ágúst og héldu formlega upp á sameiningu Iðnskólans í Hafnarfiði og Tækniskólans. Í tilefni af fyrsta starfsári sameinaðs skóla var reist varða og merkingar á skólanum í Hafnarfirði voru afhjúpaðar.

Lesa meira
Merki Tækniskólans á húsinu.

24.8.2015 : Fundur með umsjónarkennurum

Fundur með umsjónarkennurum verður þriðjudaginn 25. ágúst kl: 11:50 - 12:30 og gefið verður frí á meðan.
Þetta er gott tækifæri til að hitta umsjónarkennara sinn og fá leiðbeiningar varðandi námið.

Lesa meira

17.8.2015 : Skólabækur - námsgagnalisti

Nemendur og kennarar finna upplýsingar um bækur og námsgögn í Innu hægra megin í stundatöflunni og á námsgagnalista hér á vefnum.

Iðnú skólavörubúð býður nemendum og kennurum Tækniskólans sérstök kjör. 

Lesa meira
Viðtal við Huldu Birnu

14.8.2015 : Tækniskólinn áberandi í blöðunum

Góð umfjöllun er í sérblaði Morgunblaðsins og í Fréttatímanum um fjölbreytt nám Tækniskólans. 

Fréttatíminn ræðir við Huldu Birnu markaðsstjóra Flugskólans og í Morgunblaðinu er m.a. viðtal bæði við Guðnýju Erlu Fanndal klæðskerameistara og Ólaf Svein Jóhannesson atvinnulífstengil. 

Lesa meira
Tækniskólalínan haust 2015

14.8.2015 : Tækniskólalínan

Í Tækniskólalínunni er að finna ýmsar upplýsingar um skólann og skólastarfið.
Nemendur og starfsmenn eru hvattir til að kynna sér efni línunnar og sérstaklega foreldrar og forráðamenn.

Lesa meira
Tækniskólinn Hafnarfirði

11.8.2015 : Stærri og betri Tækniskóli

Starfsmenn og nemendur Iðnskólans í Hafnarfirði eru boðnir velkomnir til starfa í Tækniskólanum. Nú á haustönn 2015 hefst fyrsta starfsár sameinaðra skóla.
Aðalskrifstofa skólans er á Skólavörðuholti og er opin frá 8 - 15. Sími 514 9000. 
Vefur Iðnskólans er ekki aðgengilegur en verið er að færa upplýsingar af honum yfir á þennan vef. 

Lesa meira
Hús Tækniskólans Skólavörðuholti.

4.8.2015 : Upphaf haustannar 2015

19. ágúst: Kennsla í dagskóla hefst samkvæmt stundatöflu.

21. ágúst: Kennsla fellur niður frá kl. 11:10 vegna starfsmannafundar.

24. ágúst: Kennsla hefst í dreifnámi.

Hér er skóladagatal fyrir veturinn 2015-16.

Lesa meira