Fréttir forsíða

Fyrirsagnalisti

Hársnyrtiskólinn í samstarfi við þáttinn Biggest Loser.

30.4.2015 : Hárið í Biggest Loser

Hársnyrtiskólinn undir handleiðslu Helgu Bjartmars, tók að sér að sjá um hár keppenda í síðustu þáttaröð Biggest Loser Útskriftarhópur haustið 2014 og útskriftarhópur vorannar 2015 tóku þátt í þessu skemmtilega verkefni.

Lesa meira
Bækur

29.4.2015 : Próftafla dagskóla og dreifnáms

Próftafla dagskóla og dreifnáms er aðgengileg nemendum á Innu.
Hér er próftafla eftir dögum.Ef misræmi er á birtri töflu og Innu þá gilda upplýsingar í Innu.

Lesa meira
Tækniskólahúsið á Skólavörðuholti.

28.4.2015 : Sameining Iðnskólans og Tækniskólans

Verkefnishópur hefur skilað af sér skýrslu til ráðherra um sameiningu Iðnskólans í Hafnarfirði og Tækniskólans. Niðurstaða hópsins er að fýsilegt sé að sameina skólana.

Lesa meira
Samvinna ljósmyndanema á lokaönn og hársnyrtinema

27.4.2015 : Frábær samvinna nemenda 

Nemendur á lokaönn í ljósmyndun í Upplýsingatækniskólanum og nemendur í Hársnyrtiskólanum unnu verkefni saman á önninni undir leiðsögn tveggja kennara Kristínar Bogadóttur og Jóhönnu Jónasdóttur.

Lesa meira
Frá dimmiteringu vor 2015

22.4.2015 : Útskriftarnemar dimmitera

Vorprófin nálgast og þá er hefð fyrir því að útskriftarnemar dimmiteri. Vaskir útskriftarnemar Tækniskólans dimmiteruðu í dag síðasta vetrardag og ríkti mikil gleði meðal þeirra. Í fréttinni má sjá nokkrar myndir frá deginum. 

Lesa meira
Merki Tækniskólans á húsi hans Skólavörðuholti

22.4.2015 : Starfsáætlun 2015-16

Starfsáætlun fyrir starfsárið 2015-2016 er komin. 

Lesa meira
Valdemar skólastjóri tekur við gjöfinni frá FÍR.

20.4.2015 : Raftækniskólinn fær gjöf frá FÍR.

Félag íslenskra rafvirkja, „FÍR“ kom í Raftækniskólann færandi hendi. Þeir gáfu skólanum fullkomnar iðnstýritölvur af gerðinni LOGO frá Smith og Norland. 

Lesa meira
Nám í vefþróun haust 2015

17.4.2015 : Nýtt nám í haust- vefþróun

Tækniskólinn býður upp á nýtt nám haustið 2015. Nám í vefþróun er með áherslu á viðmótsforritun og gerir nemendur færa í að skapa veflausnir frá hugmynd að veruleika. Námsleiðin er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. 

Lesa meira
Auglýsing - starf kennara í vefþróun.

15.4.2015 : Kennara vantar í vefhönnun og vefforritun

Tækniskólinn óskar eftir sérfræðingum á sviði vefhönnunar og vefforritunar til að kenna og byggja upp öflugt nám í vefþróun. Skemmtilegt og fjölskylduvænt starf.

Lesa meira
Merki Samey

13.4.2015 : Samey óskar eftir nema í rafvirkjun

Samey leitar að nema í rafvirkjun til starfa í framleiðsludeild. Starfið felur í sér aðstoð við samsetningu, uppsetningu og gangsetningu á sjálfvirknikerfum.

Lesa meira
Gaman að dimmitera - vorönn 2014

13.4.2015 : Útskriftarnemar dimmitera 22. apríl

Vorprófin nálgast og styttist í að útskriftarnemar dimmiteri. Útskriftarnemar Tækniskólans ætla að dimmitera 22. apríl. Fjörið hefst í skólanum um kl. 10:30 og svo verður farið í ratleik milli undirskóla Tækniskólans um Reykjavík.

Lesa meira
Sjana Rut og félagar í Söngkeppni framhaldsskólanna.

10.4.2015 : Styðjum Sjönu Rut í keppninni

Styðjum Sjönu Rut og félaga hennar til sigurs í Söngkeppni framhaldsskólanna. Úrslitin ráðast í símakosningu og númerið til að kjósa Sjönu og félaga er 900-9101. Áfram Tækniskólinn!

Lesa meira
Tækniskólinn Sjómannaskólahúsinu Háteigsvegi

10.4.2015 : Kynning á námi í vefþróun og margmiðlun

Kynning á nýju og spennandi námi í vefþróun og námi við Margmiðlunarskólann verður mánudaginn 13. apríl kl. 15:45 í kennslustofum Margmiðlunarskólans á Háteigsvegi (1. hæð í gamla Sjómannaskólanum).

Verið hjartanlega velkomin.

Lesa meira
Hringur - stærðfræðidæmi.

8.4.2015 : Jafningjafræðsla í stærðfræði

Í námsveri Tækniskólans á Skólavörðuholti er í boði jafningjafræðsla í stærðfræði þriðjudaga kl. 9:50 - 12:35.

Kíkið á síðu námsversins til að fræðast um jafningjafræðsluna og fleira.

Lesa meira