Fréttir forsíða

Fyrirsagnalisti

Háskóladagurinn 28. febrúar 2015

27.2.2015 : Háskóladagurinn 28. febrúar 2015

Háskóladagurinn fer fram á þremur stöðum. Í Háskóla Íslands kynna HÍ, Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Hólum og Landbúnaðarháskóli Íslands námsleiðir sínar. Í Háskólanum í Reykjavík kynna HR og Bifröst sínar námsleiðir og í Listaháskólanum, Laugarnesvegi verða allar deildir LHÍ.

Ókeypis verður í sérstakan Háskóladagsstrætó sem mun ganga á milli skólanna. Dagskráin er á www.haskoladagurinn.is.

Lesa meira
Háskólinn í Reykjavík

23.2.2015 : Útskriftarnemum boðið í HR

Útskriftarnemum er boðið á kynningu á námsframboði í grunnnámi í Háskólanum í Reykjavík miðvikudaginn, 25. febrúar.

Rúta á vegum H.R. fer frá Tækniskólanum Skólavörðuholti kl. 11:30. Þeir sem vilja sæti í rútunni, þurfa að skrá sig á skrifstofu Skvh / bókasafni Htv fyrir kl. 12:00 á þriðjudag, eða senda póst á tskoli@tskoli.is.

Lesa meira
Veggspjald - námskynning í Danmörku

23.2.2015 : Nám í Danmörku?

Námskynning í Norræna húsinu laugardag 28. feb. Danskir háskólar og aðrar menntastofnanir á háskólastigi taka þátt í Háskóladeginum.

Lesa meira
Ófeigur Sigurðsson kennari við Raftækniskólann  og Jón Þór Vigfússon lýsingarráðgjafi hjá Jóhanni Ólafssyni og Co

20.2.2015 : Jóhann Ólafsson og Co gefur lýsingarbúnað

Raftækniskólinn fékk flotta gjöf frá fyrirtækinu Jóhanni Ólafssyni og Co.Um er að ræða ýmsar gerðir af nútíma ljósgjöfum sem koma að góðum notum við kennslu í lýsingartækni.

Lesa meira
Gaman að dimmitera - vorönn 2014

16.2.2015 : Ætlar þú að dimmitera í vor?

Fundur verður í stofu 415 á Skólavörðuholti miðvikudaginn 25. febrúar kl. 12:35 -13:15.

Lesa meira
Herratrend.is, Alex Michael Green o.fl.

16.2.2015 : Herratrend.is varð til í forritunartíma

Síðastliðinn föstudag fjölluðu Morgunblaðið og mbl.is um upphaf heimasíðunnar Herratrend.is en Alex Michael Green, nemi í grafískri miðlun fékk hugmynd að henni í miðjum forritunartíma í Tækniskólanum.

Lesa meira
Vantar þáttakendur í rannsókn á lesblindu.

9.2.2015 : Rannsókn á lesblindu

Nemendur athugið - það bráðvantar þátttakendur, 18 ára og eldri, bæði lesblinda og ekki lesblinda fyrir rannsókn á lesblindu. Þátttakendur fara í happdrættispott, í boði eru fimm 10.000 kr. gjafabréf Kringlunnar.

Lesa meira
Tækniskólinn Skólavörðuholti.

9.2.2015 : Kennsla fellur niður í dag kl.13:15-14:30

Í dag mánudag 9. febrúar fellur öll kennsla niður kl. 13:15 til 14:30. KÍ hefur boðað alla kennara til áríðandi kennarafundar .

Lesa meira
Egill skólastjóri, Björg fjármálastjóri, Jón B. skólameistari, Sverrir Sveinsson og Guðmundur Sveinsson

6.2.2015 : Höfðingleg gjöf til Véltækniskólans

Föstudaginn 6. febrúar 2015 heimsóttu bræðurnir Sverrir og Guðmundur Sveinssynir Tækniskólann og færðu Véltækniskólanum kr. 7.093.594,- að gjöf. Gjöfin sem er Minningasjóður Bjarna Þorsteinssonar og Markúsar Ívarssonar, er til skilgreindra kaupa á tækjum og búnaði fyrir skólann.

Lesa meira
Vefsíða Erasmusplus

4.2.2015 : Erasmus+ opnar dyr út í heim

Erasmus+ er heiti á samstarfsáætlun sem býður fjölmörg tækifæri fyrir nemendur og starfsmenn sem hafa áhuga á að vinna eða læra í Evrópu. Umsóknarfrestur er til 4. mars.

Lesa meira
Vefsíða Fulbright stofnunarinnar á Íslandi

4.2.2015 : Sumarnámsstefnur í Bandaríkjunum

Umsókn um sumarnámsstefnur mennta- og menningarmálaskrifstofu bandaríska utanríkisráðuneytisins fyrir efnilegt ungt fólk á aldrinum 18-25 ára er nú opin. 

Lesa meira
Frá UT-messunni 2014

4.2.2015 : UT|Messan 2015

Tækniskólinn verður á UT|Messunni Í Hörpunni  6. og 7. febrúar. Mikill metnaður er lagður í sýningarsvæði skólans og þar verða m.a. nemendur úr Upplýsingatækniskólanum, Margmiðlunarskólanum og Raftækniskólanum með áhugaverðar og nýstárlegar kynningar.

Lesa meira
Laugardaginn 31. janúar síðastliðinn hélt Kjartan Harðarson 3D artist hjá RVX þriggja klukkustunda fyrirlestur um ZBrush fyrir nemendur Margmiðlunarskólans

2.2.2015 : Góður gestur í Margmiðlunarskólanum

Laugardaginn 31. janúar síðastliðinn hélt Kjartan Harðarson 3D artist hjá RVX þriggja klukkustunda fyrirlestur um ZBrush fyrir nemendur Margmiðlunarskólans.

Kjartan lauk sjálfur námi við Margmiðlunarskólann vorið 2013.

Lesa meira
Lífshlaupið plakat

2.2.2015 : Lífshlaupið – framhaldsskólakeppni

Lífshlaupið - Framhaldsskólakeppni hefst 4. febrúar og stendur yfir í tvær vikur, þ.e. til 17. febrúar 2015. 

Skráningin er í fullum gangi og í fréttinni er að finna upplýsingar um hvernig á að skrá sig til leiks. 

Lesa meira