Fréttir forsíða

Fyrirsagnalisti

Jólabjalla í turninum.

30.12.2014 : Upphaf vorannar 2015

Tækniskólinn býður alla nemendur, kennara og annað starfsfólk velkomið til starfa á vorönn 2015. Kennsla samkvæmt stundatöflu hefst fimmtudaginn 8. janúar.

Stundaskrár opnast í Innu að morgni mánudagsins 5. janúar.

Móttaka nýnema er sama dag kl. 13:00, sjá staðsetningu í frétt.

Lesa meira
Jól - útsýni frá Skólavörðuholti

23.12.2014 : Gleðileg jól og farsælt komandi ár

Starfsmenn Tækniskólans óska nemendum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Lesa meira

21.12.2014 : Útskrift hjá Tækniskólanum, skóla atvinnulífsins

Útskrift úr dagskóla Tækniskólans og Tækniakademíunni fór fram nú 20. desember og voru útskrifaðir um 180 nemendur frá flestum námsbrautum skólans. Athöfnin fór fram í Silfurbergi í Hörpu.

Um útskrift og ræðu Baldurs skólameistara var fjallað á mbl.is.

Myndabók frá athöfninni.

Lesa meira
Verðlaunahafar á útskrift vor 2014.

19.12.2014 : Útskrift Tækniskólans laugardaginn 20. des.

Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins mun útskrifa nemendur úr dagskóla og Tækniakademíu föstudaginn 20. desember kl. 13.
Útskriftarhátíðin verður í Silfurbergi Hörpu.

Lesa meira

17.12.2014 : Gjafabréf Endurmenntunarskólans

Gjafabréf Endurmenntunarskóla Tækniskólans hentar fólki á öllum aldri. Það getur hljóðað upp á ákveðið námskeið eða upphæð að eigin vali sem hægt er að nota sem innborgun inn á námskeið.
Fjölbreytt úrval námskeiða er í boði svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Lesa meira
Tækniskólinn Sjómannaskólahúsinu Háteigsvegi.

16.12.2014 : Afhending einkunna og prófsýning

Afhending einkunna og prófsýningardagur er miðvikudaginn 17. desember kl. 12-14 á Skólavörðuholti og Háteigsvegi.

Á prófsýningardegi geta nemendur skoðað úrlausnir sínar hjá kennara og eru nemendur eru hvattir til að koma og spjalla við kennara og skoða prófin sín. Opnað verður fyrir einkunnir í Innu kl. 9 sama dag.

Staðsetning kennara.

Lesa meira

15.12.2014 : Gjafabréf

Hagnýt og skemmtileg jólagjöf!
Gjafabréf Endurmenntunarskólans getur hljóðað upp á ákveðið námskeið eða upphæð að eigin vali sem hægt er að nota sem innborgun inn á námskeið.
Fjölbreytt úrval námskeiða er í boði svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi!

Lesa meira
Hús Tækniskólans Skólavörðuholti.

12.12.2014 : Eðlisfræðikennari og skólaliði óskast 

Óskað er eftir eðlisfræðikennara til starfa við Tæknimenntaskólann í hálfa til eina stöðu á vorönn 2015. Einnig er laus staða skólaliða en starf hans er fjölbreytt þjónusta við nemendur og starfsfólk skólans.

Lesa meira
Turninn á húsi Tækniskólans Skólavörðuholti.

12.12.2014 : Aðstoðarskólameistari óskast

Aðstoðarskólameistari er staðgengill skólameistara. Hann tekur virkan þátt í daglegum rekstri skólans, auk þess að hafa umsjón með námsstjórn.
Um er að ræða nýja stöðu en hingað til hafa tveir skólameistarar starfað við Tækniskólann.
Nánari upplýsingar og starfslýsing í frétt.

Lesa meira
Tímaritið Askur - lokaverkefni útskriftarnema í grafískri miðlun haustið 2014

11.12.2014 : "Askur" er lokaverkefni í grafískri miðlun

Útskriftarnemendur í grafískri miðlun hafa gefið út tímaritið Ask sem jafnframt er lokaverkefni þeirra. Tímaritið er afar veglegt og metnaðarfullt. Til að nálgast það á netinu er hægt að smella hér.

Lesa meira
Ljósmyndanemar á fyrri önn haustið 2014 sýna verk sín.

9.12.2014 : Ljósmyndanemar á fyrri önn sýna á Háteigsvegi

Ljósmyndasýning með sýnishorni af verkefnum nemenda á fyrri önn hefur verið sett upp á 3. hæð í Sjómannaskólanum.

Lesa meira
Nemendur við vinnu í Hönnunar- og handverksskólanum.

5.12.2014 : Sýning á verkum hönnunarnemenda 

Nemendur Hönnunar- og handverksskólans opna sýningu á verkum sínum unnum á haustönn, miðvikudaginn 10. desember kl. 16:00 í Tækniskólanum á Skólavörðuholti 4. hæð. Á þessari sýningu er að finna verkefni sem gefa góða mynd af starfi brautarinnar. Lesa meira

2.12.2014 : Verkfræðingur og bólstrari lærir húsgagnasmíði

Tatiana Solovyeva er verkfræðimenntuð og fyrsti bólstrari sem útskrifast í mörg ár hér á Íslandi en er núna að læra húsgagnasmíði hér í Tækniskólanum. Skemmtilegt viðtal við hana birtist í Morgunblaðinu um síðustu helgi.   

Lesa meira