Fréttir forsíða

Fyrirsagnalisti

Mentor horn Raftækniskólans 27. nóvember 2014

27.11.2014 : Mentorhornið mikið notað fyrir prófin

Það var mikið um að vera í Mentorhorni Raftækniskólans fimmtudaginn 27.nóvember. Nemendur eru að búa sig undir prófin og þá er upplagt að nýta sér þekkingu útskriftarnema.

Lesa meira
RealFlow hugbúnaður verður kenndur í Margmiðlunarskólanum

26.11.2014 : Nú verður sullað!

Margmiðlunarskólinn er nú orðinn kennsluaðili fyrir Realflow hugbúnaðinn sem notaður er við gerð ýmissa tæknibrellna sem snúast um vökva. Realflow hefur verið notað í mörgum kvikmyndum, auglýsingum, sjónvarpsþáttum og tölvuleikjum.

Lesa meira

25.11.2014 : OR og ON leita að nemum á samning

Fulltrúar frá Orkuveitu Reykjavíkur og ON héldu vel sóttan kynningarfund hér í Tækniskólanum - þar sem starfsemi fyrirtækjanna var kynnt og nemendur hvattir til þess að sækja um námssamning hjá þeim.

Lesa meira
Verðlaunahafarnir í myndaljóðakeppninni með verkin sín. Lára Fjeldsted Ásgeirsdóttir, Hugrún Lena Hansdóttir og Sara Bjarney Ólafsdóttir

21.11.2014 : Verðlaun veitt fyrir myndljóð

Verðlaunaafhending fór fram í samkeppninni um myndskreytingar við ljóð Jónasar Hallgrímssonar. 

Fyrstu verðlaun í keppninni hlaut Lára Fjeldsted Ásgeirsdóttir.
Lesa meira

17.11.2014 : Orkuveitan fjölgar nemaplássum

Orkuveita Reykjavíkur verður með kynningarfund miðvikudaginn 19. nóvember næstkomandi í stofu 402 kl. 12:20. Fundurinn er ætlaður nemum í rafvirkjun og vélstjórn og þá sérstaklega þeim sem eiga eftir að ljúka námssamning.

Lesa meira
Útskriftarsýning 15. nóvember 2014, bókband, grafísk miðlun, prentun og ljósmyndun. Nemendur og kennarar

17.11.2014 : Frá útskriftarsýningunni 15. nóvember

Fjöldi fólks sótti Vörðuskóla heim síðastliðinn laugardag og skoðaði útskriftarsýningu nemenda í Upplýsingatækniskólanum. Myndir segja meira en þúsund orð og skemmtilegt myndband kannski enn meira!

Lesa meira
Bókalisti

13.11.2014 : Haustprófin!

Vikuna 8 - 12. desember eru próf skv. próftöflu sem birt er í Innu á sömu síðu og stundatafla. Heildarpróftafla er hér. Ef misræmi er í birtri próftöflu og Innu þá gildir Inna. 

Stofutöflur eru hér á vefnum og á skjám í skólunum.

Lesa meira

13.11.2014 : Tækifæri fyrir nemendur í húsgagnasmíði

Menntamálaráðuneytið veitir húsasmíðameisturum - sem uppfylla ákvæði um ákveðna verkþætti - undanþágu til þess að taka nemendur í húsgagnasmíði á námssamning.

Lesa meira
Tískusýning Unglistar í Laugardalslaug

13.11.2014 : Tískusýning Unglistar

Þann 15 nóvember klukkan 20 verður tískusýning Unglistar í Laugardalslaug.
Nemendur á fataiðnbrautinni sýna sköpunarhæfileika sína.
Lesa meira
Hópurinn við landganginn á Lagarfoss

11.11.2014 : Kynningarferð um borð í Lagarfoss

Eimskip bauð nemendum úr Skipstjórnar- og Véltækniskólunum í kynningarferð, um borð í nýjasta skip félagsins, Lagarfoss. Heimsóknin er liður í átakinu "Heimboð í skólann okkar" sem nemendur hrintu í framkvæmd. 

Lesa meira
Jenny Lessin hélt námskeið í brúðarskarti og kjólaskreytingum

10.11.2014 : Brúðarskart og kjólaskreytingar

Um síðustu helgi hélt enski kjólameistarinn Jenny Lessin þrjú dagslöng námskeið í gerð brúðarskarts og kjólaskreytinga á vegum Endurmenntunarskólans og Hönnunar- og handverksskólans en hún hefur sérhæft sig í sérsaumi með áherslu á brúðarkjóla.

Lesa meira
Háskólakynning frá Bandaríkjunum

7.11.2014 : Háskólakynning frá Bandaríkjunum

Þann 19. nóvember frá kl. 9 til kl. 21 gefst kostur á að taka þátt í stærstu og umfangsmestu háskólakynningu sem sögur fara af á netinu. Fulbrightstofnunin verður með opið hús þennan dag frá kl. 10-16 á Laugarvegi 59. 

Lesa meira
Gulleggið haust 2011

6.11.2014 : "Pay it Forward" í Hársnyrtiskólanum

Um daginn tók hópur hársnyrtinema sig til og heimsótti fólk í félagsíbúðum á vegum Reykjavíkurborgar, og bauð því upp á ókeypis klippingu. Einnig var farið í dagsetur Hjálpræðishersins og gestir þess klipptir.

Lesa meira
þeir Ágúst Guðmundsson frá Ískraft, Jón Steinar Sverrisson frá Ískraft og Þorsteinn Pálsson kennari í rafiðngreinum

6.11.2014 : Styrkur frá atvinnulífinu

Í síðustu viku fékk Raftækniskólinn góða heimsókn þegar tveir fulltrúar frá Ískraft komu og gáfu skólanum rafhlöðudrifnar Hitachi borvélar til notkunar við kennslu í rafiðngreinum.

Lesa meira
Keppnisdagur í Hársnyrtiskólanum, október 2014

4.11.2014 : Keppnisdagur í Hársnyrtiskólanum

Í Hársnyrtiskólanum var haldinn keppnisdagur mikill í síðustu viku þar sem kennsla var brotin upp og nemendur þreyttu keppni í ýmsum greinum.

Lesa meira
Rafvirkjun - áhöld

3.11.2014 : Rafvirkjanemar athugið

ÍAV leitar að nema í rafvirkjun, viðkomandi verður að vera stundvís, snyrtilegur, áhugasamur, jákvæður og til í að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni.

Umsókn fyllist út á heimsíðu ÍAV, rafvirkjanemar: www.iav.is

Lesa meira
Útskriftarsýning 15. nóvember 2014, bókband, grafísk miðlun, prentun og ljósmyndun

3.11.2014 : Útskriftarsýning verður 15. nóvember

Útskriftarnemendur í grafískri miðlun, ljósmyndun, prentun og bókbandi í Upplýsingatækniskólanum, boða til nemendasýningar laugardaginn 15. nóvember n.k. milli kl. 13:00 og 15:00 í sal Vörðuskóla við Skólavörðuholt, inngangur frá Barónsstíg.

Lesa meira