Fréttir forsíða

Fyrirsagnalisti

Kristinn Bjarnason, Guðný Arnardóttir, Auður Haraldsdóttir, Helga Magnea Gunnlaugsdóttir og Paulina Niescier fóru á slökkvistöðina í Skógarhlíð

26.9.2014 : Gulleggið var í gangi í september

Nemendur í iðnfræði í Hársnyrtiskólanum láta gott af sér leiða með því að heimsækja ólíka staði og bjóða upp á ókeypis hársnyrtingu. 

Lesa meira

25.9.2014 : Dimmitering haust 2014

Á dimmiteringafundi í dag var ákveðið að dimmitera 21. nóvember. Facebookgrúppa hefur verið stofnuð fyrir hópinn. Nemar sem útskrifast næstu jól og vilja dimmitera geta skráð sig þar.

Lesa meira
Líffræðitími í Tæknimenntaskólanum

25.9.2014 : Jöfnunarstyrkur fyrir skólaárið 2014-2015

Sækir þú nám fjarri lögheimili og fjölskyldu? Umsóknarfrestur vegna skólaársins 2014-2015 er til 15. október næstkomandi!

Lesa meira
Íslenska sjávarútvegssýningin 25. - 27. september 2014

25.9.2014 : Íslenska sjávarútvegssýningin

Sýningin hefst fimmtudaginn 25. september og stendur fram á laugardag. Hún er opin frá kl. 10 - 18 fimmtudag og föstudag en frá kl. 10 - 16 á laugardaginn. Nemendur í Skipstjórnar- og Véltækniskólanum standa vaktina í bás skólans.

Fullt verð á sýninguna er 4.000 kr. en allir nemendur Tækniskólans fá miða á kr. 1.750,- kr., gegn framvísun prentkorts eða staðfestingar á skólavist.

Upplýsingar um sýninguna, á ensku, má sjá á http://www.icefish.is.

Lesa meira
Stærðfræðikeppni

25.9.2014 : Stærðfræðikeppnin er 7. okt kl. 9!

Framundan er stærðfræðikeppni framhaldsskólanema. Allir áhugasamir nemendur eru hvattir til að sækja undirbúningstíma og taka þátt. Forkeppnin verður 7. október kl.9.

 Undirbúningstímatafla í frétt. 

Lesa meira
Íþróttir-stöðvaþjálfun

23.9.2014 : Nýjung í íþróttakennslu!

Nemendur athugið! 

Fjóra daga í viku verða í boði tímar með stöðvaþjálfun/Cross training. Tímatafla í frétt!

Lesa meira
Hársnyrtiskólinn útskriftarsýning 3. október 2014

23.9.2014 : Útskriftarsýning hársnyrtinema 3. október

Sýningin verður haldin á Rúbín föstudaginn 3. október 2014 og hefst kl. 20:00. Húsið opnar kl. 19:00 og eru allir hjartanlega velkomnir.

Lesa meira
Gunnar Davíð Jóhannesson og Bjargey G. Gísladóttir

23.9.2014 : Grafísk miðlun góður undirbúningur fyrir nám í grafískri hönnun

Gunnar Davíð Jóhannesson fyrrum nemandi í grafískri miðlun heimsóttir skólann en hann er í BA námi í grafískri hönnun á Ítalíu. Hann lýsti yfir mikilli ánægju með námið í Upplýsingatækniskólanum og hve vel það gagnast honum við hönnunarnámið.

Lesa meira
Átaksverkefnið Hjólum í skólann 10.-16 september

19.9.2014 : Hjólum í skólann - hægt að skrá til hádegis!

Keppninni er lokið, en hægt að skrá inn til hádegis í dag 19.sept. ef einhver hefur gleymt að skrá.

Þannig að ef einhver á eftir að skrá – endilega drífa í því.

Lesa meira
Norræni samstarfshópurinn um sjálfbæra þróun í hársnyrtifaginu.

19.9.2014 : Lokafundur „græna hópsins“

Verkefni um sjálfbæra þróun í hársnyrtifaginu var að ljúka og var blásið til lokahófs og kynningar á niðurstöðum verkefnisins. Margir góðir gestir heiðruðu málefnið með nærveru sinni, m.a. aðilar frá Iðunni, Umhverfisstofnun og aðrir áhugasamir um framtíð og þróun hársnyrtifagsins.

Lesa meira
Fulltrúar styrkþega Erasmus+ haust 2014.

18.9.2014 : Tækniskólinn fékk góðan styrk úr Erasmus+

Úthlutað var í fyrsta sinn úr Erasmus+ og var Tækniskólinn í hópi skólanna sem hlutu hæstan styrk.
Styrkurinn nýtist nemendum og starfsfólki skólans til að taka hluta af námi sínu og/eða endurmenntun/starfsþjálfun í Evrópu. 
Lesa meira
Viðtal af vef ruv.is

16.9.2014 : Umhverfisvæn, "græn" hársnyrting

Í viðtali á ruv.is segir Ragnheiður Bjarnadóttir frá norrænu samstarfi Hársnyrtiskóla Tækniskólans. Markmiðið er að þróa nám í umhverfisvænni hárumhirðu til að bæta heilsu og vinnuaðstæður hárgreiðslufólks. Lesa meira

3.9.2014 : Óvissuferð nýnema og nýnemaball 11. september

Óvissuferð fyrir nýnema undir 18 ára aldri og nemendur í lífsleikni verður 11.september. Farið frá Skólavörðuholti í rútum klukkan 8:20 – mæting 8:00. Heimkoma áætluð um 14:00. Frítt er í ferðina. Nemendur eru beðnir um að vera í íþróttafatnaði og hafa smá nesti með sér, samloku og drykk.

Skráning hér.

Um kvöldið verður nýnemaballið haldið og verður hægt að kaupa miða á það í ferðinni.

Lesa meira
Vörðuskóli husnæði Tækniskólans Skólavörðuholti

2.9.2014 : Fyrsta staðlota Upplýsingatækniskólans

Fyrsta staðlota í dreifnámi Upplýsingatækniskólans er núna á föstudag og laugardag, 5. og 6. september í Vörðuskóla.

Lesa meira