Fréttir forsíða

Fyrirsagnalisti

Frá grilli nemenda í Véltækniskólanum 30. apríl 2014

30.4.2014 : Véltækniskólanemendur grilla

Nemendur Véltækniskólans buðu öllum nemendum á Háteigsvegi upp á gos og grillaðar pylsur í hádeginu miðvikudaginn 30. apríl. Nemendur nutu matar og góðviðris í kærkominni hvíldarstund frá námi og prófaundirbúningi. Lesa meira
Kynning á lokaverkefnum nemenda í Véltækniskólanum 14. desember 2014

30.4.2014 : Kynning á lokaverkefnum Véltækniskólanema

Nemendur á lokaári kynna verkefni sín á Hátíðarsal skólans á 2. hæð á Háteigsvegi laugardaginn 24. maí frá kl. 10.00.

Viðfangsefnin eru margvísleg að venju og allir eru velkomnir. Sjón er sögu ríkari!

Lesa meira
Bókalisti

30.4.2014 : Vorprófin!

Prófatíminn stendur frá 13. - 21. maí og lýkur með sjúkraprófum sem haldin verða fimmtudaginn 22. maí.
Prófataflan er í Innu á sömu síðu og stundataflan. Stofutöflur birtast um klukkutíma fyrir hvern prófatíma í flipanum hér fyrir ofan.
Einnig er prófatafla hér og ef ósamræmi er á birtri próftöflu og í Innu, þá gildir próftaflan í Innu.

Lesa meira
Nemandi við vinnu á opnum dögum.

30.4.2014 : Uppskerudagur féll niður. Skrúfudagur 24. maí.

Uppskerudagurinn sem átti að vera í dag 30. apríl féll því miður niður þar sem kennslu er ekki lokið. 

Skrúfudagurinn verður haldinn laugardaginn 24. maí.

Lesa meira
Gaman að dimmitera - vorönn 2014

28.4.2014 : Útskriftarnemar dimmiteruðu

Vorprófin nálgast og þá er hefð fyrir því að útskriftarnemar dimmiteri. Vaskir útskriftarnemar Tækniskólans dimmiteruðu á föstudaginn var og ríkti mikil gleði meðal þeirra en næstu vikur taka svo alvarlegri hlutir við eins og próflestur. 

Lesa meira
Eldfjall, Millimálaboxið og Hellirinn

25.4.2014 : Nemendur Tækniskólans vinna Umbúðahönnun Odda og FÍT 2014

Nemendur hönnunarbrautar Tækniskólans unnu annað árið í röð Umbúðahönnun Odda og FÍT 2014. Erla Eyþórsdóttir varð í fyrsta sæti og Harpa Tanja Unnsteinsdóttir í öðru sæti. Lesa meira
gull1

23.4.2014 : Innritun í gull- og silfursmíði og fatatækni

Innritun í Tækniskólann er í fullum gangi og rétt að benda umsækjendum á að í sumum fögum er aðeins innritað á haustönn. 

Upplýsingar um nám er að finna undir hverjum og einum skóla hér á vefnum.  Almennt um innritun í dagskóla.
Lesa meira

11.4.2014 : Aukastaðlota Meistaraskólans 28. apríl 2014

Aukastaðlota Meistaraskólans fer fram á Skólavörðuholti mánudaginn 28. apríl. Stundataflan er inni í fréttinni og á prentvænu formi hér.

Lesa meira
UWC - alþjóðlegur menntaskóli

11.4.2014 : Umsóknir í alþjóðlegan menntaskóla

Mennta- og menningarmálamálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um skólavist við Alþjóðlegan menntaskóla Rauða krossins(Red Cross Nordic United World College) í Flekke, Noregi. Lesa meira
Viðurkenning veitt fyrir góðan árangur í forritunarkeppninni.

10.4.2014 : Hátíð í hádeginu

Í hádeginu þann 10 apríl veittu skólameistarar nemendum viðurkenningu fyrir góða frammistöðu í keppnum og viðburðum. Sara Pétursdóttir sigurvegari í Söngkeppni framhaldsskólanna söng og Bergvin Oddsson var með uppistand.

Lesa meira
Nemendur fylgjast með af áhuga.

10.4.2014 : Stofudegi bætt við þann 28. apríl

Vegna verkfalls K.Í. féllu niður nokkrir stofudagar hjá Hársnyrtiskólanum. Því hefur verið ákveðið að bæta einum stofudegi við önnina og verður hann frá kl. 8:10 - 11:55 mánudaginn 28. apríl

Lesa meira
tsk

8.4.2014 : Starfsáætlun vorannar eftir verkfall

Kennsla hófst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 7. apríl. Síðasti kennsludagur verður 9. maí, próf verða 13. - 22. maí, sbr. nýja starfsáætlun.

Lesa meira
Sara Pétursdóttir sigurvegari Söngkeppni framhaldsskólanna 2014

6.4.2014 : Tækniskólinn sigraði Söngkeppni framhaldsskólanna

Sara Pétursdóttir, nemandi í Hársnyrtiskólanum, sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna með lagið „To make you feel my love“ eftir Bob Dylan.

Lesa meira