Fréttir forsíða

Fyrirsagnalisti

Jólaboð fataiðnbrautar 2013

28.11.2013 : Jólahádegi fataiðnbrautar

Kertaljósum, jólatónlist og skreyttu sníðaborði, fyrir góðgæti sem bæði kennarar og nemendur hlóðu veitingum á, var komið fyrir í vinnurými nemenda.

Lesa meira
Frá jólakósýkvöldinu

28.11.2013 : Jóla-kósý

Mjög góð stemming var á jóla-kósýkvöldinu sem Nemendasamband Tækniskólans hélt þar sem m.a. var boðið upp á kakó og smákökur.

Lesa meira
Jólakaffi Hönnunar og handverksskólans 2013

28.11.2013 : Notaleg kakóstund í lok annar

Nemendur og kennarar Hönnunar- og handverksskólans áttu góða stund saman til að fagna því að góðri og afkastamikilli haustönn er að ljúka.  Gott til að efla andann fyrir komandi prófatörn. 

Lesa meira
Jólabjalla í turninum.

25.11.2013 : Síðasta kennsluvika, próf í næstu viku

Nemendur og kennarar eru farnir að undirbúa sig fyrir próf sem hefjast í næstu viku. Próftaflan er í Innu og hér í frétt. Nemendur ættu að kynna sér reglur varðandi sjúkrapróf, árekstra og álag.

Lesa meira
Tækniskólinn Sjómannaskólahúsinu Háteigsvegi

20.11.2013 : Vinsældir Skipstjórnarskólans

Nám í Skipstjórnarskólanum er vinsælt sem aldrei  fyrr.  Um það er fjallað á vef visir.is með viðtali við Vilberg Magna skólastjóra og Sigurð Friðfinnsson nemanda skólans.

Lesa meira
Hluti af vinningunum í lotteríi útskriftarnema Véltækniskólans.

18.11.2013 : Vökvalotterí

Dagana 18.- 21. nóvember munu útskriftarnemar Véltækniskólans selja miða í vökvalotteríi. Vökvarnir eru ekki drykkjarhæfir en vinningar eru margir og veglegir.

Lesa meira
Árleysi alda eftir Bjarka Karlsson

12.11.2013 : Bjarki Karlsson les á bókasafni Tækniskólans

Útstilling á nýjum íslenskum bókum í bókasafni Tækniskólans og Bjarki Karlsson les upp föstudaginn 15. nóv. kl. 13:30 á bókasafninu á Skólavörðuholti.

Lesa meira
Picture 137

12.11.2013 : Retróball Tækniskólans, FMOS og Iðnskólans í Hafnarfirði 14. nóv. á Rúbín

Sameiginlegt ball verður á fimmtudaginn. Ultra Mega Technobandið Stefán og 6IXTH DISCO halda uppi stuðinu, ásamt DJ frá IH. Miðar fást á skrifstofu NST á 5. hæð á Skólavörðuholti og kosta 2.000 kr. fyrir þá sem eru í skólanum en 2.500 kr. fyrir aðra. Ballið stendur frá 22:00 til 01:00.

Lesa meira
Útskriftarsýning nemenda í grafískri miðlun 16. nóvember 2013

11.11.2013 : Útskriftarsýning grafískrar miðlunar

Sýning útskriftarnema í grafískri miðlun haustönn 2013 var haldin laugardaginn 16. nóvember í Upplýsingatækniskólanum (gamla Vörðuskóla). Ljósmyndir má sjá hér og frétt Morgunblaðsins um sýninguna hér.

Lesa meira
Boxið, allir þátttakendur í úrslitakeppninni

11.11.2013 : Kvennaskólinn bar sigur úr býtum í Boxinu

Laugardaginn 9. nóvember fór úrslitakeppni í Boxinu – framkvæmdakeppni framhaldsskólanna – fram í Háskólanum í Reykjavík. Keppnin var æsispennandi frá byrjun og réðust úrslit ekki fyrr en eftir síðustu þrautina. Lið Tækniskólans endaði í 7. sæti, örfáum stigum á eftir næstu liðum. Lesa meira
Davíð S. Óskarsson með heiðursviðurkenningu FNS

6.11.2013 : Davíð S. Óskarsson náms- og starfsráðgjafi Tækniskólans hlýtur heiðursviðurkenningu FNS

Félag náms- og starfsráðgjafa afhenti Davíð forláta skjöld og efndi til fjölbreyttrar dagskrár á degi náms- og starfsráðgjafar 1. nóvember sl., sem var að þessu sinni tileinkaður list- og starfsmenntun.

Lesa meira
Verk eftir JBK Ransu

6.11.2013 : Listamaðurinn Ransu í heimsókn á hönnunarbraut í dag

Í tilefni af degi myndlistar 6. nóvember verður hann með fyrirlestur og tekur á móti spurningum frá kl. 12:35-13:15 í stofu 415 á Skólavörðuholti.

Lesa meira
Bækur

4.11.2013 : Hjálp við að beygja orð

Nýr og upppfærður vefur fyrir beygingarlýsingu íslensks nútímamáls var opnaður núna í byrjun nóvember. 

Nemendum, kennurum og starfsfólki er bent á að beygingarlýsingin er aðgengileg af síðunni efni á netinu undir bókasafnssíðu skólans. 
Lesa meira
Boxið - forkeppni. 29 október 2013

1.11.2013 : Tækniskólinn keppir til úrslita í Boxinu

Þriðjudaginn 29. okt. fór fram forkeppni fyrir Boxið - framkvæmdakeppni framhaldsskólanna. Þrjú lið tóku þátt með góðum árangri en þar sem aðeins eitt lið frá hverjum skóla getur tekið þátt í úrslitakeppninni varð liðið Tesla fyrir valinu.

Lesa meira