Fréttir forsíða

Fyrirsagnalisti

Bronsverðlaun fyrir Hjólað í skólann. Ólafur Lárusson og Hafsteinn Daníelsson

25.9.2013 : Tækniskólinn í þriðja sæti

Þá liggja fyrir staðfest úrslit í „Hjólum í skólann“ sem haldið var í síðustu viku. Tækniskólinn lenti í 3ja sæti í sínum flokki, en þar voru 9 þátttökuskólar. Íþróttakennarar skólans, Ólafur og Hafsteinn, tóku við bronsverðlaununum í síðustu viku.

Lesa meira
Turninn á húsi Tækniskólans Skólavörðuholti.

24.9.2013 : Önnur staðlota Meistaraskólans á haustönn

Önnur staðlota Meistaraskólans fer fram á Skólavörðuholti 7. -9. október. Stundataflan er inni í fréttinni og á prentvænu formi hér.

Lesa meira
Tækniskólinn heldur heilsuviku 24.-28.september 2012.

23.9.2013 : Heilsuvika

Vikuna 23. - 27. september er haldin heilsuvika í Tækniskólanum.
Fjölbreytt dagskrá sem allir ættu að kynna sér!

Lesa meira
Náum áttum

20.9.2013 : Frá foreldraráði Tækniskólans

Forvarna- og fræðsluhópurinn Náum áttum heldur morgunverðarfund um vímuefnamál og unglinga á Grand Hótel miðvikudaginn 25.sept. kl. 08:15 - 10:00. Sjá dagskrá og nánari lýsingu hér.

Lesa meira
Tækniskólinn Skólavörðuholti.

20.9.2013 : Starf foreldraráðs Tækniskólans hefst

Foreldraráð Tækniskólans hélt sinn fyrsta fund á vetrinum þann 12. september síðastliðinn. Lesa meira
Er erfitt að byrja að hlaupa?

20.9.2013 : Er erfitt að byrja að hlaupa?

Þú getur sótt þér hlaupaprógram á MP3-formi sem þú getur sett á MP3-spilarann þinn og drifið þig af stað.

Lesa meira
Bókalisti

20.9.2013 : Stærðfræðisnillingar óskast!

Tækniskólinn leitar að stærðfræðisnillingum. Mánudaginn 23. september hefst undirbúningur fyrir stærðfræðikeppni framhaldsskólanna. Þátttakendur síðasta vetur komust langt og leitum við að fleiri efnilegum stærðfræðingum. Æfingar verða 23., 24., 27. og 30. september, og 1. og 4. október.

Fyrir þátttöku í undirbúningi og keppni fæst ein eining.

Lesa meira

17.9.2013 : Ætlar þú að dimmitera?

Fundur verður í stofu 415 Skólavörðuholti fimmtudaginn 26. september kl. 12.35 -13.00.

Lesa meira

16.9.2013 : Þriðji hópurinn hefur nám í flugvirkjun

Alls eru 24 nemendur teknir inn að þessu sinni og byrja þeir á bóklegum hluta námsins.

Lesa meira
model_1

16.9.2013 : Stofudagar í Hársnyrtiskólanum

Hársnyrtiskólinn er reglulega með stofudaga yfir önnina. Allir geta komið og fengið alla hárþjónustu gegn vægu gjaldi. Karladagar verða fjórum sinnum á önninni en þá komast karlarnir frítt í klippingu. Það eru nemendur á 3. 4. og 5. önn sem sjá um stofudaga undir stjórn kennara.

Lesa meira
Framhaldsdeildir Raftækniskólans og Ólafur Sveinn Jóhannesson atvinnulífstengill

13.9.2013 : Tækniskólinn og atvinnulífið

Nýlega hélt Raftækniskólinn fund með nemendum framhaldsdeilda Raftækniskólans og Ólafi Sveini Jóhannessyni, atvinnulífstengli Tækniskólans, um hvað væri að gerast í samvinnu skólans og atvinnulífsins.

Lesa meira
Hjólum í skólann átakið.

13.9.2013 : Hjólum í skólann!

Munið að fara inn á skráningarsíðuna og skrá vegalengdina ykkar jafnóðum og ferð er farin, þannig mjökumst við hærra upp stigatöfluna.

Sýnum samstöðu í Tækniskólanum og skráum okkur til leiks, allir þeir sem ganga, hjóla, fara með strætó, á hjólabretti eða línuskautum í skólann.

Áfram Tækniskólinn!!

Lesa meira
Við undirritun samnings Nýherja og ljósmyndadeildar Tækniskólans

13.9.2013 : Ljósmyndanemar fá Canon búnað

Nýherji, umboðsaðili Canon á Íslandi, undirritaði samninga við Ljósmyndadeild Tækniskólans og Ljósmyndaskólann. Nemendur í báðum skólum fá þar með aðgang að Canon ljósmyndabúnaði.

Lesa meira
Nemendur við vinnu

11.9.2013 : Jafningjaaðstoð fyrir nemendur Véltækniskólans

Nemendur á lokaári í vélstjórnarnáminu veita námsaðstoð í hópvinnuherbergi 2 á 4. hæð, á mánudögum kl. 10-14 og á föstudögum kl. 11-14. Lesa meira
Bækur

6.9.2013 : Námsver Tækniskólans

Nú í haust tók til starfa námsver í Tækniskólanum. Námsverið mun þjónusta þá nemendur sem eiga við námserfiðleika af einhverju tagi. Námsverið mun veita margskonar aðstoð sem nemendur eru hvattir til að nýta sér. Kennari námsversins er til viðtals alla daga. 

Lesa meira

2.9.2013 : Út í óvissuna: Nýnemaferð 12. september

Ertu búin/n að skrá þig í óvissuferðina 12.september?

Skráðu þig á nynemaferd13@gmail.com. Fyrir nýnema fædda 1997,1996 og lífsleikninema. – Skemmtilegur dagur – skemmtileg ferð!

Lesa meira
Líffræðitími í Tæknimenntaskólanum

2.9.2013 : Jöfnunarstyrkur fyrir skólaárið 2013-2014

Sækir þú nám fjarri lögheimili og fjölskyldu? Umsóknarfrestur vegna skólaársins 2013-2014 er til 15. október næstkomandi!

Lesa meira