Fréttir forsíða

Fyrirsagnalisti

jan09 129

27.3.2013 : Þriðja staðlota Meistaraskólans á vorönn

Þriðja staðlota Meistaraskólans fer fram á Skólavörðuholti 8. - 10. apríl. Stundataflan er inni í fréttinni og á prentvænu formi hér.

Lesa meira
Gleðilega páska.

26.3.2013 : GLEÐILEGA PÁSKA!

Skrifstofa skólans er opin eins og venjulega virka daga í páskafríinu, frá kl. 8:00-15:00.

Kennsla hefst aftur miðvikudaginn 3. apríl.

Gleðilega páska!

Lesa meira
Hópur nemenda með páskaegg - viðurkenning fyrir góða frammistöðu í keppnum.

22.3.2013 : Viðurkenning fyrir frábæra frammistöðu

Nemendur skólans hafa að undanförnu tekið þátt í mörgum keppnum og staðið sig frábærlega. Tækniskólinn er stoltur af nemendum sínum og var verðlaunahöfum veitt viðurkenning í hádeginu í dag.

Lesa meira
Útskriftarsýning Hársnyrtiskólans á Austur 15. mars 2013

19.3.2013 : Vegleg útskriftarsýning á Austur

Nemendur á lokönn í Hársnyrtiskólanum héldu veglega sýningu á skemmtistaðnum Austur sl. föstudagskvöld, 15. mars, eins og kemur fram í frétt á Pressunni.

Skemmtilegt innslag í þættinum Ísland í dag var um sýninguna.

Lesa meira
Baldur Gíslason, skólameistari, Jón B. Stefánsson, skólameistari, Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Bolli Árnason formaður stjórnar Tækniskólans

18.3.2013 : Nýr skólasamningur MMR og Tækniskólans

Mánudaginn 18. mars var undirritaður nýr skólasamningur mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Tækniskólans. Samningurinn er til 5 ára og er endurskoðaður árlega.

Lesa meira
Baldur Gíslason, skólameistari, Jón B. Stefánsson, skólameistari, Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Bolli Árnason formaður stjórnar Tækniskólans

18.3.2013 : Nýr þjónustusamningur MMR og Tækniskólans undirritaður

Mánudaginn 18. mars var undirritaður nýr þjónustusamningur mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Tækniskólans. Samningurinn er til 5 ára og kemur í stað þess samnings sem undirritaður var 2008.

Lesa meira
Forritunarkeppni framhaldsskólanna, hreint stelpulið

18.3.2013 : Hin árlega forritunarkeppni framhaldsskóla var haldin 16. mars

Í ár kepptu tæplega 50 lið í þremur deildum og var fjöldi liða frá tölvubraut Upplýsingatækniskólans með í keppninni í ár. Er skemmst frá því að segja að nemendur okkar komu, sáu og sigruðu.

Lesa meira
tsk

15.3.2013 : Kynning á námi í tæknigreinum HÍ og HR

Nemendur úr HÍ og HR kynna háskólanám í tæknigreinum þriðjudaginn 19. mars í S404 á Skólavörðuholti kl. 11:40 og í Hátíðarsal á Háteigsvegi kl. 12:30.

Lesa meira
Gjöf frá Félagi rafeindavirkja

15.3.2013 : Höfðingleg gjöf til Raftækniskólans

13.mars 2013, á kynningardegi Raftækniskólans, afhenti Eyjólfur Ólafsson formaður Félags rafeindavirkja Raftækniskólanum gjafabréf upp á 750 þúsund krónur til kaupa á Festo vélbúnaði til nota við kennslu í rafeindavirkjun.

Lesa meira

15.3.2013 : Raftækniskólinn heimsóttur

13. mars var haldin kynning á starfsemi Raftækniskólans. Markmiðið var að kynna breytingar sem orðið hafa á skólanum, bæði kennsluháttum og húsnæði.

Lesa meira
Auglýsing fyrir tónleika Karlakórs Sjómannaskólans og Kvennakórs Háskóla Íslands.

15.3.2013 : Karlakór Sjómannaskólans og Kvennakór Háskóla Íslands syngja saman

Tónleikar Kvennakórs Háskóla Íslands og Karlakórs Sjómannaskólans fara fram sunnudaginn 17. mars kl. 20:00 í Hátíðasal Sjómannaskólans við Háteigsveg.

Lesa meira
Þráðlausa netið (hotspot)

13.3.2013 : Breytingar á þráðlausa neti (hotspot) Tækniskólans!

Nú þurfa nemendur skrá sig inn með kennitölu og sama lykilorði og í tölvur skólans / Innu til að komast inn á nýja þráðlausa netið. Nýja netið(ssid) er Taekniskoli Hotspot.

Lesa meira

11.3.2013 : Stórmót í Lego stýritækni

Raftækniskólinn hélt stórmót í Lego stýritækni í síðustu viku. Skipt var í tvö lið, annarsvegar nemendur Raftækniskólans og hinsvegar nemendur Jobelmann – schule frá Stade í Þýskalandi.

Lesa meira

11.3.2013 : Landinn kom í heimsókn í Flugskóla Íslands

Lífstílsþátturinn Landinn sem sýndur er á RÚV kom í heimsókn til okkar þegar flugliðaþjálfun Icelandair var í gangi. Þátturinn vildi fá svar við spurningunni ,,hvers vegna má ekki blása björgunarvestin upp inn í vélinni ?" Hér er þátturinn. http://www.ruv.is/sarpurinn/landinn/10032013-0

Lesa meira
Nemendur við vinnu

8.3.2013 : Val fyrir haustönn 2013 - stofutöflur

Lokadagur til að ganga frá vali með umsjónarkennara vegna haustannar 2013 er föstudagurinn 15. mars. Þann dag verða allir umsjónarkennarar til viðtals frá kl. 13:15 - 14:35. Stofutöflur eru komnar upp.

Lesa meira
Verðlaunahafar í Umbúðarhönnun 2103

8.3.2013 : Nemendur skólans unnu samkeppnina í umbúðahönnun 2013

Nemendur hönnunarbrautar Anna Guðbjarts, Helga Björg og Ásta Þórðar gerðu sér lítið fyrir og unnu fyrstu verðlaun í umbúðahönnun Odda og FÍT 2013.

Lesa meira
Fáni Tækniskólans við hún.

8.3.2013 : Bein útsending á Rás 1 kl. 11:00

Föstudaginn 8. mars kl. 11:00 var Rás 1 með beina útsendingu frá Háteigsveginum í þættinum Samfélagið í nærmynd. Hægt er að fara á sarp Rásar 1 og hlusta þar á þáttinn.

Lesa meira
Brot af mósaíkmynd

6.3.2013 : Nemar Tækniskólans áfram í úrslit í Umbúðarhönnun 2013

Nemendur Hönnunar- og handverksskólans og Upplýsingatækniskólans eru komnir í úrslit í hönnunarsamkeppni umbúða sem Oddi, Félag íslenskra teiknara (FÍT) og Norræna húsið standa að. Úrslitakvöldið verður 7. mars í Norræna húsinu kl. 17:30.

Lesa meira
Merki Tækniskólans á húsinu.

6.3.2013 : Jeppahópur á leiðinni heim

Nýjustu fréttir af jeppahópi Tækniskólans eru að um kl. 13:15 komu þeir niður á þjóðveg 1 í fylgd björgunarsveitarmanna. Enn mjög blint og hvasst, en þó mjakast hópurinn áfram áleiðis á Selfoss. Ekkert amar að ferðalöngum, en þó eru þeir þreyttir eftir langar vökur í nótt.

Lesa meira

6.3.2013 : Café International á opnum degi

Þrátt fyrir mikla ófærð um allt höfuðborgar-svæðið var mikið um að vera á kaffistofu nýbúa-brautar Fjölmenningarskólans á opnum degi eða Café International eins og kaffi-stofan er oftast kölluð. Nemendur og kennarar höfðu lagt í mikla vinnu við að matreiða og skipuleggja fyrir daginn. Í boði voru framandi réttir frá ólíkum heims-hornum

Lesa meira
Skrúfudagurinn 9. mars 2013

6.3.2013 : Skrúfudagurinn 9. mars 2013

Opið hús í Tækniskólanum Háteigsvegi laugardaginn 9. mars frá kl.13 - 16. Skipstjórnar- og Véltækniskólinn ásamt fyrirtækjum í tengdum greinum kynna starfsemi sína. Dagskráin

Lesa meira
Nemendur og kennarar frá Jobelmann Schule

5.3.2013 : Sýningin "Smart Use of Energy" í sal Raftækniskólans

Sýningin er opin dagana 5. - 7 mars milli kl. 10.00 og 15.00 og fjallar m.a. um nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa. Nemendur Jobelmann skólans í Þýskalandi eru á staðnum til að útskýra fyrir þá sem vilja æfa sig í ensku eða þýsku. Allir velkomnir.

Lesa meira
Mennta- og menningarmálaráðuneytið

4.3.2013 : Skóli margbreytileikans og stoðkerfi skóla

Foreldraráð Tækniskólans vekur athygli á málþinginu Skóli margbreytileikans og stoðkerfi skóla sem haldið verður þriðjudaginn 5. mars 2013 á Grand Hótel Reykjavík á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

Lesa meira

1.3.2013 : Réttindanám - Þyrlu flugvirkjun

Modular bóklegt B1.1 (Turbine engined Aircraft) í B1.3 (Turbine engined Helicopter í samstarfi við Lufthansa. Námskeiðið stendur í fjórar vikur og hefst 29. apríl.

Lesa meira
María Björt Ármannsdóttir sigurvegari í undankeppni Tækniskólans í söngkeppni framhaldsskólanna

1.3.2013 : María Björt Ármannsdóttir sigraði í undankeppni Söngkeppni framhaldsskólanna

Níu flytjendur öttu kappi miðvikudagskvöldið 27. febrúar í Hátíðasalnum á Háteigsvegi. María Björt verður fulltrúi Tækniskólans í Söngkeppni framhaldsskólana sem fer fram í apríl.

Lesa meira