Fréttir forsíða

Fyrirsagnalisti

P1030686

31.10.2012 : Nýnemaferð föstudaginn 9. nóvember

Rúta fer frá Skólavörðuholti kl. 8:30, komið heim um kl. 16:00. Nemendur sem fara í ferðina fá frí í skólanum. Nýnemar skrái sig í ferðina á netfangið: nynemaferdnst@gmail.com. Nafn og kennitala þarf að koma fram.

Lesa meira
Lið Tækniskólans í Boxinu 2012.

29.10.2012 : Nemendur Tækniskólans áfram í Boxinu

Boxið er framkvæmdakeppni framhaldsskólanna. Nemendur Tækniskólans komust áfram í úrslitakeppnina sem fer fram í Háskólanum í Reykjavík 3. nóvember.

Lesa meira
Útskriftarsýning Hársnyrtiskólans 2. nóv. 2012

26.10.2012 : Útskriftarsýning Hársnyrtiskólans

Föstudaginn 2. nóvember, á Spot í Kópavogi. Happdrætti í hléi og listamenn troða upp. Sýningin hefst kl. 20:00 en húsið opnar kl. 18:00. Frítt inn!

Síðustu sýningar hafa dregið að sér múg og margmenni og því er áhugasömum bent á að mæta tímanlega.

Lesa meira
Arnar Bjarni og Alexey með viðurkenningar fyrir frammistöðuna í stærðfræðikeppninni.

24.10.2012 : Tveir nemendur Tækniskólans framúrskarandi í stærðfræði

Tveir nemendur Tækniskólans komnir áfram í landskeppni í stærðfræði. Þeir Alexey Makeev og Arnar Bjarni Arnarson komust báðir áfram í stærðfræðiundankeppninni

Lesa meira
Nemendur í hljóðtækninámi Tækniskólans/Sýrlands

24.10.2012 : Hljóðtækni - innritun lýkur 28. nóvember

Innritun er hafin í nám í hljóðtækni Tækniskólans/Sýrlands, sem hefst um miðjan janúar 2013. Ekki er hægt að innritast í hluta námsins, alls eru teknir 20 nemendur inn. Sótt er um á menntagatt.is.

Lesa meira
Sjómannaskólinn við Háteigsveg

22.10.2012 : Staðfestingar- og skólagjöld dagskóla, vorönn 2013

Gjalddagi skólagjalda var 20. nóvember og eindagi er 19. desember fyrir nemendur sem eru í skólanum og ætla að vera áfram á næstu önn. Þeir sem greiða eftir eindaga skólagjalda fara á biðlista og getur skólinn ekki ábyrgst skólavist þeirra.

Lesa meira
Ásgrímur Jónasson: erindi um fyrsta daga rafmagnsins

19.10.2012 : Fyrstu dagar rafmagns á Íslandi

Fimmtudaginn 19. október kom Ásgrímur Jónasson rafvirkjameistari og fyrrum kennari Iðnskólans í Reykjavík í heimsókn og hélt erindi um fyrstu daga rafmagnssins.

Lesa meira
Fyrrverandi kennarar málm- og bifvéladeilda Iðnskólans í Reykjavík

16.10.2012 : Góðir gestir í Véltækniskólanum

Nokkrir fyrrverandi kennarar málm- og bifvéladeilda Iðnskólans í Reykjavík komu og kynntu sér húsnæði og búnað skólans.

Lesa meira
Agnes Drífa Pálsdóttir flytur útskriftarræðu

10.10.2012 : Hársnyrtisveinar útskrifaðir

Tvenn verðlaun voru veitt og féllu þau í skaut nemenda frá Hársnyrtiskólanum. Agnes Drífa Pálsdóttir fékk verðlaun fyrir hæstu meðaleinkunn og Lena Magnúsdóttir fyrir hæstu einkunn í samkvæmisgreiðslu.

Lesa meira
Línan vefrit Valdagur haust 2012

10.10.2012 : Línan - vefrit Tækniskólans

Línan snýst í þetta sinn um valdaginn 19. október, gjalddaga staðfestingar- og skólagjalda og prófin í desember auk gagnlegra upplýsingar fyrir nemendur og forráðamenn þeirra. Best er að prenta hana út sem bækling, "booklet".

Lesa meira
Nemendur við vinnu

9.10.2012 : Val fyrir vorönn 2013 – stofutöflur

Lokadagur til að ganga frá vali hjá umsjónarkennara vegna vorannar 2013 er föstudagurinn 19. október. Þann dag verða allir umsjónarkennarar til viðtals frá klukkan 13:15 til 14:35. Stofutöflur eru komnar upp.

Lesa meira
Tækniskólamerkið á húsinu á Skólavörðuholti.

9.10.2012 : Haustfrí 15. október

Mánudaginn 15. október er haustfrí.
Engin kennsla er þennan dag og skólinn lokaður.

Lesa meira
Daniel Cross - fyrirlestur um John Atanasoff og fyrstu tölvuna sem gerð var

8.10.2012 : Hver hannaði fyrstu tölvuna?

Föstudaginn 5. október 2012 kom kvikmyndagerðamaðurinn Daniel Cross frá Eyesteelfilm og sagði frá glænýrri heimildarmynd sem var heimsfrumsýnd á RIFF í vikunni. Myndin fjallar um John Atanasoff og fyrstu tölvuna sem gerð var.

Lesa meira
Hringur - stærðfræðidæmi.

5.10.2012 : Stærðfræðikeppnin

Undankeppnin verður þriðjudaginn 9. október kl. 8:30-10:30

Lesa meira
myndbok

3.10.2012 : Kennslumat í dagskóla

Nemendur eru hvattir til að fylla út kennslumat á Námsnetinu.
Opið til miðnættis á mánudag 8. október.

Lesa meira
Iðan fræðslusetur, merki og upplýsingar.

1.10.2012 : Auglýsing um sveinspróf

Sveinspróf í ýmsum iðngreinum verða haldin í desember eða janúar nk. ef næg þátttaka fæst. Umsóknarfrestur er mismunandi eftir iðngreinum. Umsóknaeyðublað er á heimasíðu Iðunnar

Lesa meira