Fréttir forsíða

Fyrirsagnalisti

Hús Tækniskólans Skólavörðuholti.

19.6.2017 : Skólasetning haustannar 2017

Skólasetning Tækniskólans verður sem hér segir: 

Á Skólavörðuholti 15. ágúst kl. 11:00
Í Hafnarfirði 16. ágúst kl. 11:00
Á Háteigsvegi 17.ágúst kl. 11:00

Allir nýnemar boðnir sérstaklega velkomnir - dagskrá í frétt.

Lesa meira
Bækur

26.6.2017 : Bóka- og námsgagnalisti fyrir haust 2017

Bóka- og námsgagnalistinn fyrir dagskóla og dreifnámið

er kominn fyrir næstu önn - haust 2017.
Eftir að stundatafla hefur verið útbúin er hægt að sjá upplýsingar um bækur og námsgögn á sömu síðu og stundataflan er  í Innu.

Lesa meira
Hljóðtækni og kvikmyndatækni á tónleikum.

14.6.2017 : Nám í kvikmyndatækni - innritun opin

Innritun í kvikmyndatækni hjá Tækniskólanum / Sýrlandi verður opin til 15. ágúst.
Í náminu er lögð áhersla fyrst og fremst á tæknistörf við kvikmyndagerð, við undirbúning, tökur og eftirvinnslu.  Um námið og inntökuskilyrði.
Umsóknir um námið fara fram í gegnum menntagatt.is

Lesa meira
Fulltrúar samstarfsaðila um þróun fagháskólanáms eftir iðnmenntun.

20.6.2017 : Þróun fagháskólanáms eftir iðnmenntun

Tækniskólinn, HR, IÐAN og Rafiðnaðarskólinn hafa samið um samstarf varðandi þróun fagháskólanáms fyrir iðnaðarmenn í byggingariðngreinum, rafiðngreinum og vél-, málm- og bílgreinum. Markmiðið er að bæta gæði iðn- og tæknináms, stækka þann hóp sem sækir iðnnám og fjölga þeim sem bæta framhaldsnámi við iðnnám.

Lesa meira
Myndabók frá útskriftarhátíð Tækniskólans í Eldborg Hörpu vorið 2017.

30.5.2017 : Myndir og myndabók frá útskrift

Anna Fjóla Gísladóttir, ljósmyndari og kennari í Tækniskólanum, tók myndir við útskriftarathöfn Tækniskólans 24. maí sl. 
Hægt er að panta  myndabók og myndir  hjá Önnu Fjólu.

Lesa meira
Styrkþegar úr starfsmenntahluta Erasmus+ sem hlutu styrk til verkefna í flokknum Nám og þjálfun árið 2017.

19.5.2017 : Starfsmenntastyrkur Erasmus+

Náms- og þjálfunarverkefni sem gefa nemendum og starfsfólki tækifæri til að taka hluta af námi eða sinna starfsþjálfun og kennslu í 33 löndum í Evrópu. Alþjóðlegt samstarf sem hefur veitt nemendum Tækniskólans mikla og skemmtilega reynslu og þekkingu.

Lesa meira

2.6.2017 : Nýtt kynningarmyndband og flugdagurinn

Flugskóli Íslands - einn af skólum Tækniskólans - tók þátt í flugsýningunni sem var á flugdaginn laugardaginn 3. júní.
Nýtt kynningarmyndband skólans hefur verið frumsýnt.
Flugvélar skólans voru til sýnis og kennarar og nemendur á svæðinu til að svara spurningum um námið. 

Lesa meira
Til sýnis á útskriftarsýningu fataiðnbrautar Tækniskólans vor 2017.

30.5.2017 : Útskriftarsýning fataiðnbrautar

Í fallegum sal á Laugarvegi var margt um manninn á einstaklega glæsilegri sýningu fataiðnbrautar Handverksskólans sem haldin var um miðjan mánuðinn. Fjölbreytt handverk var til sýnis s.s. jakkaföt, kjólar, tískuteikningar og margt fleira. Gaman að geta þess að nemarnir sem héldu sýninguna voru einnig í fatnaði sem unnin var af þeim sjálfum. 

Lesa meira
Póstkort um innritun eftir 9.bekk í Tækniskólann.

30.5.2017 : Innritun eftir 9. bekk grunnskóla

Tækniskólinn býður nemendum úr 9. bekk að innritast í nám samkvæmt breytingu sem gerð var á aðalnámskrá grunnskóla. 
Nemandi sem lokið hefur 9. bekk og sýnir framúrskarandi (A) eða góða hæfni (B) samkvæmt hæfnikröfum 10. bekkjar hefur möguleika á að innritast á námsbrautir Tækniskólans. 

Lesa meira
Dúx Tækniskólans Benedikt Máni Finnsson ásamt Þór Pálssyni aðstoðarskólameistara og Jóni B. Stefánssyni skólameistara.

25.5.2017 : Útskriftarhátíð í Hörpu

Útskrift var hjá Tækniskólanum -  464 nemendur brautskráðir.
Mikil hátíð og í fyrsta sinn voru útskrifaðir nemendur frá þremur nýjum brautum skólans.
Athöfnin var í beinni útsendingu á facebooksíðu skólans.

Lesa meira