Fréttir forsíða

Fyrirsagnalisti

Merki Iðunnar

27.2.2017 : Sveinspróf - umsóknarfrestur

Sveinspróf eru a.m.k. einu sinni á ári og Iðan fræðslusetur auglýsir nú umsóknarfrest fyrir próf í byggingargreinum, bíliðngreinum, prentgreinum, matvælagreinum og hönnunar- og handverksgreinum. 
Nemi sem hefur útskrifast úr skóla og lokið samningsbundnu vinnustaðanámi getur sótt um sveinspróf.

Lesa meira
Myndir - átakið #kvennastarf

24.2.2017 : #kvennastarf gengur vel

Átakið # kvennastarf hefur gengið framar vonum. Tækniskólinn ásamt öllum iðn- og verkmenntaskólum landsins í samstarfi við Samtök iðnaðarins hafa fundið fyrir undirtektum á mörgum sviðum samfélagsins. Mörg viðtöl hafa átt sér stað og frábær umfjöllun í fjölmiðlum.

Lesa meira
Mentor Hornið Raftækniskólinn

9.2.2017 : Mentor Raftækniskólans fer í gang

Mentorhorn Raftækniskólans verður í sal Raftækniskólans á Skólavörðholti á vorönn, líkt og áður, og hefst 13. febrúar. Nemendur eru hvattir til að nýta sér þetta sem mest. Stundatafla er í fréttinni.

Lesa meira
Húsasmíði er kvennastarf.

9.2.2017 : Hvað er #kvennastarf?

Tækniskólinn og Samtök iðnaðarins hafa, í samstarfi við alla iðn- og verkmenntaskóla á landinu, hrundið af stað herferð sem ber nafnið #kvennastarf. Tilgangurinn er m.a. að  benda á kynjamun sem hefur viðgengist í sumum starfsstéttum, vekja athygli á fjölbreyttum störfum í iðn-, tækni- og verkgreinum og fjölga fagmenntuðu starfsfólki íslensku atvinnulífi.  

Lesa meira
Spjaldtölvur færðar kennurum Raftækniskólans.

8.2.2017 : Spjaldtölvuvæðing rafiðnaðarnáms

Fulltrúar RSÍ og SART mættu á starfsmannafund kennara Raftækniskólans til að úthluta spjaldtölvum. Kennarar hafa þar með fengið afhentar slíkar vélar en haustið 2016 voru yfir 700 spjaldtölvur afhentar nemum í rafiðngreinum.

Lesa meira
Nám erlendis - skapandi greinar - Lingo

20.2.2017 : Kynning á framhaldsnámi erlendis

Námskynning Lingó  verður haldin í Tjarnarbíói laugardaginn 25. febrúar, kl. 12:00-17:00. Háskólanám erlendis á sviði skapandi greina.Allir velkomnir og aðgangur er ókeypis.

Lesa meira
Aaron Ísak sigraði söngkeppni Tækniskólans 2017.

17.2.2017 : Söngkeppni í Gamla bíó og Valentínusarball

Aaron Ísak Berry nemandi á fataiðnbraut Tækniskólans sigraði söngkeppni Tækniskólans þetta árið. Keppnin var mjög fjölbreytt og skemmtileg.
NST hélt vel heppnað Valentínusarball í reiðhöllinni í Víðidal. Góð stemming var á staðnum og nemendur til fyrirmyndar. 

Lesa meira
Tækniskólinn Skólavörðuholti

16.2.2017 : Önnur staðlota Meistaraskólans

Önnur staðlota Meistaraskólans í kennslu skv. eldri námskrá er á Skólavörðuholti 20. og 21. febrúar.

Stundatafla fyrir staðlotu tvö á vorönn 2017.

Lesa meira
Auglýsing fyrir Valentínusarballið 16. febrúar 2017.

15.2.2017 : Valentínusarball 16.febrúar

Nemendasamband Tækniskólans verður með Valentínusarball  þann 16.febrúar í Reiðhöllinni Víðidal. 
Miðasala fer fram á nst.is/midasala, en einnig er hægt að kaupa miða í matsal nemenda á Skólavörðuholti og í Hafnarfriði í hádegishléum.

Lesa meira
Veggspjald - Söngkeppni 15. febrúar 2017.

14.2.2017 : Söngkeppni Tækniskólans

Söngkeppni Tækniskólans verður haldin í Gamla bíó þann 15. febrúar.  Húsið opnar kl. 19:00 og keppnin byrjar kl. 20:00. Keppnin er undankeppni söngkeppni framhaldsskólanna.
Frítt inn. 

Lesa meira