Fréttir forsíða

Fyrirsagnalisti

Dúx Tækniskólans Benedikt Máni Finnsson ásamt Þór Pálssyni aðstoðarskólameistara og Jóni B. Stefánssyni skólameistara.

25.5.2017 : Útskriftarhátíð í Hörpu

Útskrift var hjá Tækniskólanum -  464 nemendur brautskráðir.
Mikil hátíð og í fyrsta sinn voru útskrifaðir nemendur frá þremur nýjum brautum skólans.
Athöfnin var í beinni útsendingu á facebooksíðu skólans.

Lesa meira
Merki Tækniskólans á húsi hans Skólavörðuholti

26.4.2017 : Innritun haust 2017

Nemendur sækja um skólavist rafrænt.  Sótt er um nám í dagskóla á menntagátt.is
Innritun í dreifnám fer fram á innritunarvef Innu.
Inntökuskilyrði eru mismunandi eftir brautum. 

Lesa meira
Verkefnavinna í Magmiðlunarskólanum.

28.3.2017 : Innritun í nám til háskólaeininga

Innritun í Margmiðlunarskólann og Vefskólann er opin.
Nám í Margmiðlunarskólanum (RADE) fyrir þá sem hafa áhuga á þrívíddarvinnslu, tæknibrellum, tölvuleikja- og teiknimyndagerð.
Vefskólinn býður upp á skapandi nám með áherslu á viðmótsforritun og veflausnir.

Innritun í þetta nám er opin til 5. júní.

Lesa meira
Símsmiðir að störfum.

9.5.2017 : Nám í símsmíði - innritun opin

Símsmíði er gömul iðngrein sem hefur þróast mikið.
Í dag eru símsmiðir ekki að gera við síma heldur eru þeir t.d. í lagningu og viðgerðum á fjarskiptastrengjum og uppsetningu og viðhaldi á endabúnaði.
Nám í símsmíði er 3 annir eftir að grunnnámi rafiðna lýkur.  
Innritun er opin fyrir haustönn 2017.

Lesa meira
Útskriftarhúfur - frá útskriftarathöfn Tækniskólans jól 2016.

22.5.2017 : Útskrift Tækniskólans 24. maí

Útskriftarathöfn Tækniskólans verður miðvikudaginn 24. maí kl. 15 í Eldborgarsal Hörpu.
Útskriftarnemar mæti kl. 14:15.
Athöfnin tekur rúmar tvær klukkustundir og er mjög hátíðleg.

Dagskrá í frétt.

Bein útsending verður á facebooksíðu Tækniskólans.

Lesa meira
Styrkþegar úr starfsmenntahluta Erasmus+ sem hlutu styrk til verkefna í flokknum Nám og þjálfun árið 2017.

19.5.2017 : Starfsmenntastyrkur Erasmus+

Náms- og þjálfunarverkefni sem gefa nemendum og starfsfólki tækifæri til að taka hluta af námi eða sinna starfsþjálfun og kennslu í 33 löndum í Evrópu. Alþjóðlegt samstarf sem hefur veitt nemendum Tækniskólans mikla og skemmtilega reynslu og þekkingu.

Lesa meira
Tækniskólinn Sjómannaskólahúsinu Háteigsvegi.

16.5.2017 : Útskriftarsýning Margmiðlunar- og Vefskólans

Vefskólinn og Margmiðlunarskólinn verða útskriftarsýningu í Bíó Paradís fimmtudaginn 18. maí kl 17:00 - 20:00.  
Vefir og vefmál, tölvuleikjagerð, tæknibrellur og myndsköpun ásamt miklu fleiru verður til umfjöllunar og sýningar. 

Allir sem hafa áhuga vefmálum, tölvuleikjagerð, tæknibrellum og myndsköpun og fleiru í þessum greinum eru hvattir til að mæta. 

Lesa meira
Askur tímarit útskriftarnema í grafískri miðlun vor 2017.

15.5.2017 : Tímaritið Askur er komið út

Útskriftarnemendur í grafískri miðlun gefa út tímaritið Ask sem jafnframt er lokaverkefni þeirra.
Tímaritið er afar veglegt og metnaðarfullt og sýnir fjölbreytnina í verkum nemenda. 

Lesa meira
Merki Tækniskólans við hús hans á Skólavörðuholti.

12.5.2017 : Próf-/verkefnasýning og staðfesta val.
Birting einkunna - 19. maí

Próf- / verkefnasýning og birting einkunna verður föstudaginn 19. maí kl. 12-14.
Þá skal nemandi fara yfir val sitt á næstu önn með umsjónarkennara.

Á þessum degi geta nemendur skoðað prófúrlausnir sínar og verkefni og eru nemendur hvattir til að koma og spjalla við kennara. Opnað verður fyrir einkunnir í Innu kl. 9 sama dag. Einnig ef val er óstaðfest þá þurfa nemendur að fara yfir það með umsjónarkennara og staðfesta í Innu. 

Lesa meira
Skóli í Malmö Svíþjóð

5.5.2017 : Styrkir til starfsnáms í Svíþjóð

Rannís auglýsir styrki fyrir nemendur og kennara.

Styrkur til starfsnáms fyrir nemendur og til náms eða undirbúnings kennslu kennara í Svíþjóð sem sænska ríkið fjármagnar. 

Umsóknarfrestur er til 15. maí 2017.

Lesa meira