Sumarfjör með myndavél

Sumarfjör með myndavél | Fyrir 12 - 16 ára

13. - 16. júní 2016

Ljósmyndun og myndvinnsla fyrir byrjendur

Á námskeiðinu verður farið í öll helstu undirstöðuatriði ljósmyndunar og þátttakendum kennt á myndavélarnar sínar. Fjallað verður um myndbyggingu og helstu grunnatriði. Á hverjum degi er farið út að mynda skemmtileg verkefni og síðan eru myndirnar skoðaðar og ræddar í hópi.

Kennd eru grunnatriði í Photoshop. Lögð er áhersla á einfaldleika, léttleika og jákvæðni.
Þátttakendur hafi með sér myndavélar á námskeiðið. Einnig má nota myndavélar í snjallsímum og spjaldtölvum.

13. júní
mánudagur
9:00 - 12:45
14. júní
þriðjudagur
9:00 - 12:45
15. júní
miðvikudagur
9:00 - 12:45
16. júní
fimmtudagur
9:00 - 12:45

Alls 15 klukkutímar/22,5 kennslustundir

Leiðbeinandi: Erling Ó. Aðalsteinsson kennari í Tæknimenntaskóla Tækniskólans.

Námskeiðsgjald: 29.000 kr.

Staðsetning: Tækniskólinn í Hafnarfirði, Flatahrauni 12.

Hámarksfjöldi: 10

SKRÁNING HÉR

Nánari upplýsingar fást í Endurmenntunarskólanum í síma 514 9602 eða á endurmenntun@tskoli.is.