Tækniskóli unga fólksins

Tækniskóli unga fólksins

Sumarnámskeið fyrir 12 - 16 ára

Tækniskólinn býður nú í þriðja sinn upp á námskeið fyrir ungt fólk í júní.

Námskeiðin eru vikulöng og fara fram í Reykjavík
og í Hafnarfirði.

Kennt er vikurnar 12. – 16. júní og 19. – 23. júní
og eru námskeiðin ýmist fyrir eða eftir hádegi.

Ólík námskeið eru í boði og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi:

Fatasaumur

Viltu læra að sauma einfalda flík, taka mál, taka upp snið úr blöðum og breyta þeim ef þörf er á?

Forritun í Unity3D
Viltu læra að búa til þrívíddartölvuleik?
Forritið er frítt til einkanota svo þú getur haldið áfram að auka kunnáttu þína eftir að þú ert búinn á námskeiðinu.

Málmhönnun
Víltu læra að smíða stálrós, kertastjaka og medalíu?

Rafrásarföndur
Viltu gera tilraunir með rafmagn og búa til rafeindarásir?

Tæknibrellur og upptökur
Viltu læra að taka upp eigið myndefni í greenscreen stúdíói og bæta við upptökuna tæknibrellum, hljóði og tónlist?
Facebook40x40Nánari upplýsingar fást í Endurmenntunarskólanum í síma 514 9602 eða á endurmenntun@tskoli.is