Störf í boði

Íþróttakennarastaða hjá Tækniskólanum

Atvinnuauglýsing - Íþróttakennari

Hittir þú í mark?

Leitað er að framúrskarandi íþróttakennara sem er hvetjandi, skemmtilegur og hefur góða þjónustulund. Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um starfið. Viðkomandi kennari verður hluti af Tæknimenntaskólanum og vinnur náið með tveimur öðrum íþróttakennurum við skólann. 

Framundan eru krefjandi verkefni og heildarstefnumótun á íþróttakennslu.

Umsóknir og ferilskrá má senda á netfangið thp@tskoli.is merkt „Íþróttakennari“ fyrir 1. febrúar næstkomandi. Staðan verður veitt frá 1. ágúst 2017. Allar umsóknir eru meðhöndlaðar í trúnaði.


-------------------------------------------------

Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins er líflegur vinnustaður með um 280 starfsmenn. Helstu starfsstöðvar skólans eru á Skólavörðuholti, Háteigsvegi og við Flatahraun. Glæsilegt mötuneyti er rekið á hverjum stað og skemmtilegir nemendur og uppátækjasamt starfsfólk einkennir vinnustaðinn.

-------------------------------------------------

Nánar um starfsemi Tækniskólans: