Stjórnskipan og starfslýsingar

Stjórnskipan skólans og starfslýsingar

Tækniskólinn er einkarekinn skóli og er rekstrarfélagið í eigu eftirtalinna aðila:
Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS),
Samtaka iðnaðarins (SI),
Samorku
Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík (IMFR). 

Stjórn skólans er skipuð fulltrúum eigenda.

Stjórn Tækniskólans:

Nafn Staða Tilnefndur af
Stjórn
Bolli Árnason stjórnarformaður SI
Guðmundur Kristjánsson varaformaður SFS
Hrefna Karlsdóttir meðstjórnandi SFS
Agnes Ósk Guðjónsdóttir  meðstjórnandi SI
Guðmundur Páll Ólafsson meðstjórnandi IMFR
Varastjórn
Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir  varamaður  SI 
Magnús Þór Ásmundsson
varamaður
SI
Friðrik Friðriksson varamaður SFS
Heiðrún Lind Marteinsdóttir varamaður  SFS
Hildur Ingvarsdóttir varamaður  Samorku 
Ráðgjafaráð
Guðmundur Ragnarsson ráðgjafaráð VM
Hallgrímur Gunnar Magnússon ráðgjafaráð Byggiðn

Skipurit Tækniskólans

Skipurit Tækniskólans júní 2017

Stjórnendur

Skólameistari Tækniskólans er Jón B. Stefánsson. Aðrir stjórnendur eru Þór Pálsson aðstoðarskólameistari, Björg Jónsdóttir rekstrar- og fjármálastjóri og Halldór Hauksson áfangastjóri. 

Starfslýsingar

Starfsmenn skólans eru um 240. Þeir hafa skilgreindar starfslýsingar sem er að finna í rekstrarhandbók skólans á heimasíðu hans. Eftirfarandi er stutt lýsing á skipulagi og ábyrgð innan skólans sem nánar er lýst í rekstrarhandbók.

Skólameistari

Skólameistari skipuleggur, stjórnar og samræmir rekstur og þjónustu Tækniskólans í samræmi við stefnu stjórnar og lög og reglugerðir sem gilda um rekstur framhaldsskóla. Skólameistari ber ábyrgð á fjárhagslegri afkomu Tækniskólans í samræmi við fjárhags- og rekstraráætlun og stjórna starfsmönnum og eignum Tækniskólans í samræmi við sett markmið. Skólameistari er æðsti embættismaður skólans og bera jafnframt ábyrgð á starfsmannamálum Tækniskólans, tekur ákvarðanir um starfsmannaráðningar og brottvikningar og ákvarðanir um kjör og aðbúnað starfsmanna innan ramma markmiða stjórnar, laga og reglugerða. Skólameistari bera ábyrgð á tengslum við lykilviðskiptavini Tækniskólans, skilgreinir þarfir þeirra og skipuleggur þróun menntunarframboðs sem uppfyllir þarfir viðskiptavina og nemenda í samræmi við stefnu og markmið Tækniskólans og innan ramma laga og reglugerða. Nánar útfært í STL-001.

Aðstoðarskólameistari

Er staðgengill skólameistara Tækniskólans. Aðstoðar skólameistara við skipulagningu stjórnun og samræmingu reksturs og þjónustu Tækniskólans í samræmi við stefnu stjórnar. Skipuleggur, stjórnar og hefur faglega umsjón með kennsluþróun og námsráðgjöf Tækniskólans. Hann tryggir að farið sé að íslenskum lögum og reglugerðum er gilda um rekstur framhaldsskóla og alþjóðlegum lögum og stöðlum eftir því sem við á og þannig tryggja samkeppnishæfni við það sem best gerist á alþjóðavettvangi. Nánar útfært í starfslýsingu STL-056.

Áfangastjóri

Áfangastjóri ber ábyrgð á rekstri áfangakerfa Tækniskólans, nánar útfært í starfslýsingu STL-034 .

Rekstrar- og fjármálastjóri

Rekstrar- og fjármálastjóri ber ábyrgð á daglegum rekstri fjármála og skrifstofuhalds í umboði stjórnarformannsskólameistara og í samræmi við lög og reglur sem þar um gilda, nánar útfært í starfslýsingu STL-035.

Skólastjórar

Skólastjórar eru ábyrgir fyrir faglegum rekstri undirskóla Tækniskólans í umboði skólameistara og í samræmi við lög og reglur sem þar um gilda. Hver skólastjóri ber ábyrgð á því að skólinn sé í forystu hvað varðar kennsluhætti, inntak náms og þróun námsbrauta á sínu sviði. Hann leiðir faglegt samstarf kennara og ber ábyrgð á að það sé í samræmi við lög og reglur sem um það gilda. Hann ber ábyrgð á að eftirlit og eftirfylgni sé með mætingum nemenda.
Skólastjórar bera ábyrgð á innritun nemenda, vali og útskrift og allri upplýsingagjöf sem því tengist. Þeir hafa eftirlit með og sjá um eftirfylgni varðandi mætingar nemenda. Skólastjórar eru ábyrgir fyrir að skólunum séu sett námsmarkmið og að þeim sé fylgt eftir. Þeir hafa forgöngu um skipulagningu þverfaglegra verkefna innan skólans og stýra samskiptum skólans og fagráða sem undir hann heyra. Skólastjórar stjórna fundum fagráða eftir þeim vinnureglum sem um fagráðin gilda. Nánar útfært í STL-022-STL031.

Námsráðgjafi

Námsráðgjafi sér um námsráðgjöf fyrir nemendur skólans skv. reglum og venjum þar um, nánar útfært í starfslýsingu STL-016.

Kennari - umsjónarkennari

Kennarar annast daglegan undirbúning og kennslu skv. námskrá og kennsluáætlun í samræmi við lög og reglur sem þar um gilda og annast umsjón með sínum nemendum skv. reglum og venjum, nánar útfært í starfslýsingu STL–018.

Gæðastjóri

Gæðastjóri ber ábyrgð á og hefur vald til að tryggja að þeim ferlum sem nauðsynlegir eru fyrir gæðastjórnunarkerfi sé komið upp, þeir innleiddir og viðhaldið. Staðgengill gæðastjóra er skólameistari. Starf gæðastjóra er nánar útfært í starfslýsingu STL-010.

Forstöðumaður bókasafns og upplýsingamiðstöðvar

Forstöðumaður bókasafns og upplýsingamiðstöðvar er ábyrgur fyrir daglegum rekstri bókasafns og upplýsingamiðstöðvar í umboði rekstrar- og fjármálastjóra og í samræmi við lög og reglur sem þar um gilda, nánar útfært í starfslýsingu STL-011.

Starfsmenn bókasafns og upplýsingamiðstöðvar

Starfsmenn bókasafns og upplýsingamiðstöðvar eru ábyrgir fyrir daglegri þjónustu bókasafns og upplýsingamiðstöðvar í umboði forstöðumanns og í samræmi við lög og reglur sem þar um gilda, nánar útfært í starfslýsingum STL-012 og STL-040.

Deildarstjóri tölvudeildar

Deildarstjóri tölvudeildar er ábyrgur fyrir daglegum rekstri tölvudeildar í umboði rekstrar- og fjármálastjóra og í samræmi við lög og reglur sem þar um gilda, nánar útfært í starfslýsingu hans.

Kerfisstjóri

Yfirkerfisstjóri er ábyrgur fyrir daglegum rekstri tölvukerfa skólanna í umboði rekstrar- og fjármálastjóra og í samræmi við lög og reglur sem þar um gilda, nánar útfært í STL-009.

Forvarnarfulltrúi

Forvarnarfulltrúi vinnur með nemendum að skipulagi vímulauss félagslífs, er til viðræðu við nemendur sem hafa áhyggjur af eigin vímuefnaneyslu eða neyslu vina eða vandamanna og stendur fyrir fræðsluerindum og námskeiðum fyrir starfsfólk og nemendur. Nánar útfært í STL- 021.

Yfirmaður fasteigna

Yfirmaður fasteigna ber ábyrgð á, í umboði rekstrar- og fjármálastjóra, að húsnæði Tækniskólans, skóla atvinnulífsins, uppfylli kröfur um aðbúnað og hollustuhætti eins og nánar er tilgreint í STL-041.

Skólaliði

Skólaliði er ábyrgur fyrir daglegum rekstri og umgengni í fasteignum skólans í umboði yfirmanns fasteigna og í samræmi við lög og reglur sem þar um gilda, nánar útfært í starfslýsingu STL -047.

Prófdómari

Hefur umsjón með og undirbýr prófdóm í þeim áfanga, sem honum er falið að dæma, í umboði skólameistara, í samræmi við lög og reglur sem þar um gilda, nánar útfært í starfslýsingu STL-020.