SSO-CSO öryggisnámskeið

SSO og CSO öryggisnámskeið

Haust 2017

Námskeið fyrir verndarfulltrúa skipa (SSO) og verndarfulltrúa fyrirtækja (CSO)

Námskeið fyrir verndarfulltrúa skipa (SSO)
Námskeið fyrir verndarfulltrúa fyrirtækja (CSO)

Námskeið fyrir verndarfulltrúa skips og verndarfulltrúa fyrirtækja er haldið í samræmi við ákvæði SOLAS alþjóðasamþykktarinnar (1974) um öryggi mannslífa á hafinu og ISPS-kóða um siglingavernd. Einnig er tekið mið af reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) um að efla vernd skipa og hafnaraðstöðu nr. 725/2004 sem og lög um siglingavernd nr. 50/2004 og reglugerð um framkvæmd siglingaverndar nr. 265/2008.

Samkvæmt ákvæðum framangreindra laga og reglna skulu verndarfulltrúar skipa og fyrirtækja (útgerða) bera ábyrgð á framkvæmd siglingaverndar  viðkomandi skips eða fyrirtækis. Verndarfulltrúar skulu búa yfir nauðsynlegri þekkingu og færni til að takast þetta verkefni á hendur. Markmið þessa námskeiðs er að þjálfa og undirbúa verndarfulltrúa fyrir þær skuldbindingar sem felast í starfi verndarfulltrúa, kynna þeim þær alþjóðlegu kröfur sem um er að ræða og undirbúa þá að öðru leyti til að geta starfað sem verndarfulltrúar.

Námskeiðunum lýkur með prófi.

Bordi-Appelsinugulur

Námskeið fyrir verndarfulltrúa skips SSO (Ship Security Officer)

Efni og kröfur á námskeiðinu eru í samræmi við Model Course 3.19 frá Alþjóðasiglingamálastofnuninni (IMO).

Um skírteinisútgáfu fyrir verndarfulltrúa skips gilda ákvæði alþjóðasamþykktar um menntun og þjálfun, skírteini og vaktstöður sjómanna 1978 (STCW samþykktarinnar). Skilyrði þess að öðlast rétt til að fá útgefið skírteini verndarfulltrúa skips eru eftirfarandi:

  1. Hafa að baki 12 mánaða viðurkenndan siglingatíma eða fullnægjandi siglingatíma að mati stjórnvalds ásamt þekkingu á stjórnun skipa.
  2. Hafa öðlast þekkingu og hæfni í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru til verndarfulltrúa skips í kafla A-VI/5 í STCW kóðanum og að hafa sótt og lokið, með fullnægjandi árangri, námskeiði sem uppfyllir skilyrði ákvæða Model course 3.19 frá Alþjóða siglingamálastofnuninni (IMO).
Tími:

þriðjudagur
08:00 - 17:00

miðvikudagur
08:00 - 17:00

Alls 18 klukkutímar/27 kennslustundir

Leiðbeinendur:
Stefán Alfreðsson, Eyþór Haraldur Ólafsson o.fl.

Námskeiðsgjald:
Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

Staðsetning: Upplýsingar eru sendar skráðum þátttakendum í tölvupósti þegar nær dregur. SKRÁNING HÉR

Bordi-Appelsinugulur

Námskeið fyrir verndarfulltrúa fyrirtækis CSO (Company Security Officer)

Efni og kröfur á námskeiðinu eru í samræmi við Model Course 3.20 frá Alþjóðasiglingamálastofnuninni (IMO).

Þeir sem taka CSO námskeið þurfa einnig að sitja SSO námskeið.


Tími:

 17. nóvember
fimmtudagur
09:00 - 16:00

Alls 7 klukkutímar/10,5 kennslustundir


Leiðbeinendur: Stefán Alfreðsson og Eyþór Haraldur Ólafsson o.fl.

Námskeiðsgjald:
Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

Staðsetning: Upplýsingar eru sendar skráðum þátttakendum í tölvupósti þegar nær dregur.

Námskeið CSO verður haldið ef næg þátttaka næst

SKRÁNING HÉR

Bakgrunnsskoðun

Sérstök athygli er vakin á því að samkvæmt 7. mgr. 4. gr. laga um siglingavernd nr. 50/2004 er Samgöngustofu heimilt, að fengnu skriflegu samþykki viðkomandi einstaklings, að leita til ríkislögreglustjóra um athugun á viðkomandi í skrám lögreglu og öflun upplýsinga um sakaferil til þess að grundvalla mat um hæfi til þess að vinna með trúnaðarupplýsingar um öryggismál í starfi í þágu siglingaverndar. Í samræmi við þessi ákvæði mun Samgöngustofa óska eftir skriflegu samþykki hvers og eins umsækjanda fyrir því að viðkomandi sæti bakgrunnsskoðun hjá ríkislögreglustjóra. Skilyrði þess að fá útgefið skírteini verndarfulltrúa skips eða verndarfulltrúa fyrirtækis er að niðurstaða bakgrunnskoðunar verði jákvæð í samræmi við viðmiðunarreglur ríkislögreglustjóra.

Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að fylla út eyðublaðið "Bakgrunnsskoðun - eyðublað", fylla það út, prenta það út og undirrita. Einnig þarf að prenta út eyðublað um "Bakgrunnsskoðun - samþykki" og undirrita það. Umsækjendur þurfa að senda bæði eyðublöðin úfyllt og undirrituð á Stefán Alfreðsson hjá Samgöngustofu, Ármúla  2 ,108 Reykjavík samþykki þeir að undirgangast bakgrunnskoðun.

Bakgrunnsskoðun - eyðublað (pdf).

Bakgrunnskoðun samþykki (pdf).

Ath! Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. fimm sólarhringa fyrirvara.

Nánari upplýsingar fást hjá Endurmenntunarskólanum í síma 514 9602 eða á endurmenntun@tskoli.is.

Til að fá skírteini að loknu námskeiði þurfa þátttakendur að vera með 100% mætingu.

Smelltu hér og skoðaðu fréttabréf Endurmenntunarskólans og skráðu þig á póstlistann okkar.