Smíðað fyrir heimilið

Smíðað fyrir heimilið

Vor 2018

Smíðuð eru áhöld og smámunir fyrir heimilið. Kenndar eru grunnaðferðir í smíðisvinnu s.s. rennsli og notkun handverkfæra. Notast er við snið sem unnið er út frá að vild.

Þátttakendur læra á helstu viðartegundir sem heppilegar eru í slík áhöld en jafnframt á þær smíðavélar sem þarf til smíðanna.

Innifalið: Viður og annað efni sem notað er við smíði hlutanna.

Tími:


þriðjudagur
17:30 - 21:00

fimmtudagur
17:30 - 21:00

þriðjudagur
17:30 - 21:00

fimmtudagur
17:30 - 21:00

Alls 14 klukkustundir / 21 kennslustund.

Leiðbeinendur: Skjöldur Vatnar Björnsson og Valborg Salóme Ingólfsdóttir. Skjöldur er húsgagnasmíðameistari og kennari í Byggingatækniskóla Tækniskólans. Valborg Salóme er kennari í Hönnunar- og handverksskóla Tækniskólans.

Námskeiðsgjald: 39.500 kr.
Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

Staðsetning: Upplýsingar eru sendar skráðum þátttakendum í tölvupósti þegar nær dregur.

Hámarksfjöldi: 10.

SKRÁNINGAth! Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólarhringa fyrirvara.

Nánari upplýsingar fást hjá Endurmenntunarskólanum í síma 514 9602 eða á endurmenntun@tskoli.is.

Til að fá skírteini að loknu námskeiði þurfa þátttakendur að vera með lágmark 80% mætingu.

Smelltu hér til að skoða fréttabréf Endurmenntunarskólans og til að skrá þig á póstlistann okkar.