Smáskipanámskeið - fjarnám

Smáskipanámskeið fjarnám 12m og styttri fyrir atvinnuréttindi

16. október - 9. desember 2017 - Enn er opið fyrir skráningu

Smáskipanám kemur í stað þess sem áður var nefnt 30rl réttindanám (pungapróf) og miðast atvinnuskírteinin nú við lengd skipa í stað brúttórúmlestatölu áður. Réttindin miðast skv. því við skip 12 metrar og styttri að skráningarlengd, m.v. að hafa lokið 12 mánaða siglingatíma skv. reglugerð nr. 393/2008.

Á námskeiðinu verða kennd bókleg atriði sem krafist er samkvæmt námskrá um skipstjórnarnám: siglingafræði og samlíkir, slysavarnir, siglingareglur og sjóréttur, siglingatæki og fjarskipti, skipahönnun og vélfræði, stöðugleiki og skipstjórn, veðurfræði og umhverfisvernd.

Þeir sem ljúka smáskipaprófi geta tekið verklegt próf og öðlast þar með einnig skemmtibátaréttindi á 24 metra skemmtibáta.

Forkröfur: Til að fá atvinnuskírteini útgefið hjá Samgöngustofu þarf umsækjandi að vera orðinn18 ára  og með 12 mánaða siglingatíma en hver dagur á sjó reiknast sem 1,5 dagur þannig að 8 mánaða siglingartími dugar.


Prófin verða haldin í Tækniskólanum við Háteigsveg (Sjómannaskólinn). Lágmarkseinkunn er 5.

Kennari aðstoðar við námið jafnóðum og boðið er upp á undirbúning/aukatíma fyrir lokaprófið.

Að loknu smáskipanámi þarf að sækja um atvinnuskírteini hjá Samgöngustofu (áður Siglingastofnun,
Ármúla  2, 108 Reykjavík. Upplýsingar um útgáfu atvinnuskírteina eru hér.

Kröfur til þátttakenda: Nemendur verða að hafa tölvu til umráða og að geta unnið á kennsluvef (ætti að henta flestum). Bókleg kennsla fer fram á Innu (Inna  er kennsluvefurinn okkar og er aðgengilegur hér neðst á síðunni).

Kennslugögn: Öll kennslugögn verða á kennsluvefnum en kennari námskeiðsins notar tablet kennslutölvu auk video kennslumyndbanda gerð af honum. Allt almennt kennsluefni verður inni á Innu.

Námsgögn: Nemendur þurfa sjókort númer 31 og 365, samsíðung eða siglingarfræði gráðuhorn, reglustiku, sirkil, reiknivél og almenn ritföng á námskeiðinu. Öll námsgögn fást hjá IÐNÚ bókaútgáfu, Brautarholti 8, 105 Reykjavík.

Leiðbeinandi: Kjartan Örn Kjartansson kennari við Skipstjórnarskóla Tækniskólans og veitir hann upplýsingar
um námskeiðið í síma 665 1100.

Tími:

16. október - 9. desember 2017

Staðbundin lota: 6. - 9. desember 2017. Þátttakendum er skylt að mæta í lotuna til að geta útskrifast.
Próf:  laugardaginn 9. desember 2017.

Námskeiðsgjald: 120.000 kr.
Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

Sækja um námskeið


Ath! Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. viku fyrirvara.

Nánari upplýsingar fást hjá Endurmenntunarskólanum í síma 514 9602 eða á endurmenntun@tskoli.is.

Til að fá skírteini að loknu námskeiði þurfa þátttakendur að mæta í staðlotuna og ná lágmarkseinkunn á prófi.

Smelltu hér og skoðaðu fréttabréf Endurmenntunarskólans og skráðu þig á póstlistann okkar.