Skrautskrift fyrir byrjendur

Skrautskrift fyrir byrjendur

Haust 2015

Námskeiðið hentar öllum, hvort sem þeir telja sig skrifa vel eða illa.

Kennd er ákveðin tækni við að skrifa. Algengasta skrautskriftin er notuð, þ.e. Italic Calligraphy.

Efni: Þátttakendur mæta með sína eigin skrautskriftarpenna. Mælt er með pennasetti fyrir byrjendur með pennaoddi sem er 2 mm á breidd. Ekki þarf að fjárfesta í dýrustu gerðinni til að byrja með. Hægt er að fá sérstaka penna fyrir örvhenta. Einnig að koma með rúðustrikuð blöð - má vera bók en þarf að vera í A4 stærð.

Tími:


fimmtudagur
18:00 - 20:00

fimmtudagur
18:00 - 20:00

fimmtudagur
18:00 - 20:00

fimmtudagur 18:00 - 20:00

Alls 8 klukkustundir/12 kennslustundir.

Leiðbeinandi: Brynhildur Björnsdóttir grafískur hönnuður og kennari á Upplýsinga- og fjölmiðlabraut Upplýsingatækniskóla Tækniskólans.

Námskeiðsgjald:
Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

Staðsetning: Upplýsingar eru sendar skráðum þátttakendum í tölvupósti þegar nær dregur.

Hámarksfjöldi: 15.

SKRÁNING HÉR

Ath! Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólarhringa fyrirvara.

Nánari upplýsingar fást hjá Endurmenntunarskólanum í síma 514 9602 eða á endurmenntun@tskoli.is.

Til að fá skírteini að loknu námskeiði þurfa þátttakendur að vera með lágmark 80% mætingu.

Smelltu hér og skoðaðu fréttabréf Endurmenntunarskólans og skráðu þig á póstlistann okkar