K2

Tækni- og vísindaleiðin

Merki K2

Þriggja ára lotubundið nám

Nemendum sem útskrifast úr grunnskóla býðst spennandi leið til stúdentsprófs. Um er að ræða lotubundið nám sem er sérhannað fyrir nemendur sem vilja öflugan undirbúning fyrir háskólanám.

Námsbrautin heitir K2, með skírskotun í næsthæsta fjallstind heims. Nafnið vísar í einstaka áskorun í námi með krefjandi námsfyrirkomulagi og áherslu á verkefnamiðaða vinnu. Hverri önn er skipt upp í þrjár lotur þar sem tveir áfangar eru kenndir í senn.

Samstarf við háskóla 

Námið er skipulagt í samstarfi við Háskólann í Reykjavík (HR) og leiðandi tæknifyrirtæki og er sniðið að aðgangskröfum HR í tækni- og verkfræðideild og tölvunarfræðideild. Hluti námsins fer fram í húsakynnum HR.

Fjölbreytt val og tengsl við atvinnulíf 

Valgreinar nemenda eru iðngreinar að eigin vali í Tækniskólanum sem veita einstaka innsýn og færni á fjölbreyttara sviði en ella. Atvinnulífið spilar stóran sess í náminu því nemendur munu vinna lokaverkefni í samstarfi við fyrirtæki í lok hverrar annar.

Kynningarmyndbönd um námsleiðina.

Einstakt nám 

Markmiðið brautarinnar er að gefa sterkum námsmönnum einstakt tækifæri til þess að: 

 • fá krefjandi verkefni og þjálfast í því að hugsa út fyrir rammann.
 • tengjast háskólaumhverfinu og efla tengslanet sitt í atvinnulífinu.

Námsleiðin  - uppbygging brautar

Náminu er skipt í eftirfarandi búðir/annir sem hver um sig er í þremur lotum:


Grunnbúðir

 • Lota 1: Upplýsingatækni - ÍslenskaK2 - Grunnbúðir - upplýsingatækni.
 • Lota 2: Enska  - Íslenska
 • Lota 3: Stærðfræði  - Enska
 • Lokaverkefni - í lok annar.
 • Gæfuspor - Íþróttir - alla önnina. 


Tæknibúðir

 • K2 - TæknibúðirLota 1: Stærðfræði - Leiklist og menning
 • Lota 2: Efnafræði - Eðlisfræði
 • Lota 3: Stærðfræði - Danska
 • Lokaverkefni - í lok annar.
 • Íþróttir - alla önnina.

Vísindabúðir

 • K2 - frumkvöðlabúðirLota 1: Eðlisfræði - Lífeðlisfræði
 • Lota 2: Enska - Stærðfræði
 • Lota 3: Líffærafræði - Eðlisfræði
 • Lokaverkefni - í lok annar.
 • Gæfuspor - Íþróttir - alla önnina.

Frumkvöðlabúðir

Hugmynda- og samvinna.
 • Lota 1: Umhverfisfræði - Forritun
 • Lota 2: Stærðfræði - Frumkvöðlafræði
 • Lota 3: Jarðfræði - Enska
 • Íþróttir - alla önnina.

Forritunarbúðir

 • K2 - forritunarbúðirLota 1: Spænska - Stærðfræði
 • Lota 2: Forritun - Spænska
 • Lota 3: Forritun 
 • Lokaverkefni - í lok annar. 

Tindurinn

 • K2 - tindurinnLota 1: Stærðfræði - Íslenska
 • Lota 2: Spænska
 • Lota 3: Íslenska 
 • Lokaverkefni - í lok annar.
 • Gæfuspor - alla önnina.

Inntökuviðmið brautarinnar

Til að hefja nám á K2 - tækni og vísindaleið þarf að hafa lokið grunnskóla með lágmarkseinkunn B+ í ensku, stærðfræði og einni kjarnagrein til viðbótar. 
Allir umsækjendur þurfa að útbúa frumsamda kynningu um sjálfan sig og eiga í framhaldi möguleika á að vera boðaðir í viðtal.
Bara er hægt að hefja nám á K2 á haustönn og sótt er um á Menntagátt, www.menntagatt.is.
Allir sem hefja nám á brautinni þurfa að eiga fartölvu.

Námsskipulag Upplýsingatækniskólans - K2 braut

Kröfur um námsframvindu

 • Til þess að standast áfanga þarf nemandi að ná lokaeinkunn 5,0 eða hærra í hverjum áfanga. Lokaeinkunn í áfanga byggist á símati. Vægi hvers matsþáttar er breytilegt milli einstakra áfanga og er vægið tilgreint í kennsluáætlun. Nemandi skal ætíð sinna verkefnum sínum sjálfur og vinna þau samkvæmt fyrirmælum kennara innan þess tímaramma sem er fyrirfram uppgefinn. Til þess að færast á milli bekkja þarf nemandi að ná að minnsta kosti 5,0 í öllum áföngum.
 • Falli nemandi í áfanga á nemandinn kost á því að taka úrbótapróf eða -verkefni gegn gjaldi. Úrbótapróf og/eða –verkefni skulu þreytt í lok annar (desember eða maí). Einkunn nemanda úr úrbótaprófi eða –verkefni mun gilda 100%. Nemandi má að hámarki þreyta úrbótapróf eða –verkefni einu sinni fyrir hvern áfanga. Nemandi má að hámarki þreyta úrbótapróf þrisvar sinnum á námstímanum.
 • Falli nemandi í úrbótaprófi eða –verkefni telst nemandi fallinn í bekk og getur sótt um til skólastjóra um að fá að setjast aftur í sama bekk. Þeir eiga þá þann kost að fá metna áfanga þar sem einkunn er 7,0 eða hærri (að undanskildum íþróttaáföngum). 
 • Nemandi getur útskrifast sem stúdent með einkunn 4,0 í einum eða tveimur áföngum. Í slíkum tilfellum fær nemandinn engar einingar fyrir áfangann. Ákvæðið gildir eingöngu um lokaáfanga eða staka áfanga. Einingafjöldinn til stúdentsprófs á brautinni má þó aldrei verða minni en 210 einingar, sbr. brautarlýsingu K2 tækni- og vísindaleið.
 • Nemendur sem ekki hafa náð lágmarkseinkunn og una eigi mati kennara geta snúið sér til skólameistara sem skipar óvilhallan prófdómara sem metur verkefni nemandans. Úrskurður prófdómara er endanlegur.

Merki Háskólans í ReykjavíkSamstarf við Háskólann í Reykjavík

 • Háskólinn í Reykjavík og Tækniskólinn eiga samstarf um námsskipulag brautarinnar. 
 • Meginmarkmiðið með samstarfinu er að efla tækni- og raunvísindanám á framhaldsskólastigi. 
 • Tilgangurinn er að aðlaga námið að hæfniviðmiðum háskólans. 
 • Hluti af náminu er kenndur í HR

Finndu okkur á Facebook Instragram-merkið