Upplýsingatækniskólinn - dreifnám - Grunnnám upplýsinga- og fjölmiðlagreina (GUF16D)

Um námið


Ljúka þarf a.m.k. 36 ein. af faggreinum og 3 ein. í vali til að geta sótt um sérnám á brautinni.

Forkröfur

Gert er ráð fyrir að nemendur séu vel að sér í allri almennri tölvuvinnu þegar þeir hefja nám í faggreinum grunnnáms upplýsinga- og fjölmiðlabrautar.

Námstilhögun

Nám á upplýsinga- og fjölmiðlabraut skiptist í grunnnám sem er undirbúningur fyrir fjögur sérsvið (löggiltar iðngreinar); bókband, grafíska miðlun (prentsmíð), ljósmyndun og prentun. Hægt er að ljúka grunnáminu í dreifnámi en sérsviðin eru einungis kennd í dagskóla.

Kennslutilhögun - fjarnám og staðlotur

Kennslan fer að mestu leyti fram í fjarnámi gegnum kennslunet Innu. Staðlota er í öllum áföngum í byrjun annar en misjafnt er eftir áföngum hve margar staðlotur eru yfir önnina, í flestum tilfellum ein til tvær.