Námsbrautir

Brautir skólans: 

Almennt nám Upplýsingatækniskóla - AN UTN 

Almenn námsbraut fyrir 16-18 ára nemendur. Nemendur kynnast námi í Upplýsingatækniskólanum og styrkja undirstöðu sína í almennum greinum.

Á upplýsinga- og fjölmiðlabraut er áherslan á efnið sem miðla skal, form þess og útlit. Brautin tekur mið af nýjum tímum og nýrri tækni við framsetningu upplýsinga og miðlun þeirra.

Fyrstu þrjár til fjórar annirnar er sameiginlegt grunnnám en að því loknu er hægt að velja milli fjögurra sérsviða. Þau eru: grafísk miðlun, ljósmyndun, bókband og prentun, allt löggiltar iðngreinar. Að námi loknu getur tekið við framhaldsnám af ýmsu tagi eða starfsþjálfun sem leiðir til sveinsprófs.

Nemendur sem innritast í grunnnám upplýsinga‐ og fjölmiðlagreina þurfa að hafa lokið námi í grunnskóla og uppfylla skilyrði um lágmarks viðmiðunareinkunn í íslensku og stærðfræði.

Bókband

Bókband er löggilt iðngrein.
Meðalnámstími er þrjú ár að meðtöldu grunnnámi upplýsinga- og fjölmiðlagreina og 48 vikna starfsþjálfun. 

Meginmarkmið námsins er að gera nemendum kleift að öðlast þá þekkingu og færni sem bókbindurum er nauðsynleg í störfum sínum. Náminu lýkur með sveinsprófi er veitir rétt til starfa í iðninni og til inngöngu í nám til iðnmeistaraprófs.

Inntökuskilyrði. Til að innritast í sérnám í bókbandi þurfa nemendur að hafa lokið grunnnámi upplýsinga- og fjölmiðlagreina eða sambærilegu námi og sækja þarf sérstaklega um sérnámið að loknu grunnnámi.

Grafísk miðlun

Meðalnámstími brautar er þrjú ár, að meðtöldu grunnnámi upplýsinga- og fjölmiðlagreina og 24 vikna starfsþjálfun. 

Meginmarkmið námsins er að gera nemendum kleift að öðlast þá þekkingu og færni sem prentsmiðum er nauðsynleg í störfum sínum, m.a. við móttöku á fjölmiðlaefni, texta og myndefni og frágangi á því til prentunar eða birtingar. Stór hluti námsins felst í hönnun og umbroti þar sem unnið er með myndir og texta. Grafískur miðlari þarf að kunna góð skil á textameðferð og setningu, þekkja vel leturgerðir og stílbrigði og hafa gott vald á myndbyggingu og táknfræði síðuhönnunar. Hann þarf að kunna að taka á móti gögnum og ganga frá efni til prentunar í samræmi við gæðakröfur í prentsmiðjum. Grafískur miðlari þarf einnig að kunna skil á vefsmíðum og viðmótshönnun sem og útlitshönnun fyrir sjónvarp og netmiðla.
Í náminu er fjallað um grafíska hönnun og framsetningu efnis fyrir prent-, net- og skjámiðla. Áhersla er m.a. á prentsmíð, týpógrafíu og grafíska hönnun, umbrot, margmiðlun og textameðferð, stafræna uppbyggingu mynda og litstýringu. Nemandinn vinnur með öll helstu texta-, teikni-, myndvinnslu- og umbrotsforrit, auk vefforrita.

Inntökuskilyrði - Námið er framhald grunnnáms í upplýsinga- og fjölmiðlagreinum og er gert ráð fyrir að nemendur ljúki því á tveimur önnum.Til að innritast í sérnám í grafískri miðlun þurfa nemendur því að hafa lokið grunnnámi upplýsinga- og fjölmiðlagreina eða sambærilegu námi og sækja þarf sérstaklega um sérnámið að loknu grunnnámi.

Náminu lýkur með sveinsprófi er veitir rétt til starfa í iðninni og til inngöngu í nám til iðnmeistaraprófs.
Prentsmíð er löggilt iðngrein.

Grunnnám upplýsinga- og fjölmiðlagreina 


Upplýsinga- og fjölmiðlabraut - Kynningarbæklingur

Námsskipulag Upplýsingatækniskólans - Upplýsingatæknigreinar

Meðalnámstími - Námið er 87/107 einingar í skóla (fer eftir einingafjölda sérnáms) og tekur að meðaltali 5 – 6 annir.
Því til viðbótar þurfa nemendur að ljúka starfsþjálfun ýmist í 24 eða 48 vikur. Fyrstu annirnar er sameiginlegt grunnnám að lágmarki 67 einingar sem skiptist í 28 einingar í almennum bóknámsgreinum og 39 einingar í sérgreinum skv. námskrá upplýsinga‐ og fjölmiðlagreina (tilraunakennsla með leyfi Mennta- og menningarmálaráðuneytis).

Meginmarkmið - Í náminu er fjallað um grafíska hönnun og framsetningu efnis fyrir prent-, ljósvaka-, net- og skjámiðla. Áhersla er m.a. á prentsmíð, týpógrafíu og grafíska hönnun, umbrot, margmiðlun og textameðferð, stafræna uppbyggingu mynda og litstýringu. Brautin tekur mið af nýjum tímum og nýrri tækni við framsetningu upplýsinga og miðlun þeirra.

Að grunnnámi loknu er hægt að velja milli fjögurra sérsviða, þau eru grafísk miðlun, bókband, prentun og ljósmyndun, allt löggiltar iðngreinar. Sérnámið er 40 ein. í ljósmyndun og grafískri miðlun (tilraunakennsla með leyfi MRN) en 20 ein. í prentun og bókbandi. Nemandi útskrifast af upplýsinga‐og fjölmiðlabraut með prófskírteini sem vottar að hann hafi lokið burtfararprófi frá framhaldsskóla í viðkomandi sérnámi, sem krafist er til að geta hafið starfsþjálfun í fyrirtæki.

  • Grafísk miðlun
  • Ljósmyndun
  • Prentun
  • Bókband


Inntökuskilyrði í grunnnám upplýsinga‐og fjölmiðlagreina eru að hafa lokið grunnskólanámi á fullnægjandi hátt að mati grunnskóla.


K2 Tækni- og vísindaleiðin

Námsleið til stúdentsprófs. 
Um er að ræða þriggja ára lotubundið nám sem er sérhannað fyrir nemendur sem vilja góðan undirbúning fyrir háskólanám í tækni- eða vísindagreinum. Nemendur kynnast atvinnulífinu þar sem þeir vinna lokaverkefni út í fyrirtækjum.
Nemendur munu einnig geta kynnt sér hinar ýmsu iðngreinar í Tækniskólanum með valáföngum á hverri önn. Námið er skipulagt í samstarfi við Háskólann í Reykjavík og leiðandi tæknifyrirtæki og er sniðið að aðgangskröfum HR í tækni- og verkfræðideild og tölvunarfræðideild. Markmiðið brautarinnar er að efla tækni- og raunvísindanám á Íslandi með nánu samstarfi framhaldsskóla, háskóla og atvinnulífs.

Námsskipulag Upplýsingatækniskólans - K2 braut

Síða brautar

Ljósmyndun

Meðalnámstími er þrjú ár að meðtöldu grunnnámi upplýsinga- og fjölmiðlagreina, og 24 vikna starfsþjálfun. 

Meginmarkmið námsins - Námið endurspeglar kröfur um þekkingu og færni þeirra sem vinna í greininni. Starfsreynslu og tækniþjálfunar er krafist enda er nám sem þetta byggt á mikilli þjálfun. Nemendur í ljósmyndun þurfa að hafa töluverða innsýn í ýmis flókin tækniatriði sem varða uppsetningu og vinnslu ljósmynda því þróun á þessum sviðum er hröð. Í náminu er annars vegar lögð áhersla á tækni sem byggir á notkun filmu og framköllun í myrkraherbergi og hins vegar á stafræna ljósmyndun sem nýtir sér tölvutækni og prentara. Ljósmyndari dagsins í dag þarf að kunna skil á báðum þessum sviðum ljósmyndunar.

Inntökuskilyrði - Námið er framhald grunnnáms í upplýsinga- og fjölmiðlagreinum.Til að innritast í sérnám í ljósmyndun þurfa nemendur því að hafa lokið grunnnámi upplýsinga- og fjölmiðlagreina eða sambærilegu námi og sækja þarf sérstaklega um sérnámið að loknu grunnnámi. Með öllum umsóknum skal fylgja CD diskur eða minnislykill með 15 myndum ca. 18x24cm, 300 dpi sem sýna góðan þverskurð af getu umsækjanda. Einnig skal fylgja stutt greinargerð þar sem eftirfarandi upplýsingar koma fram:
1. Hvers vegna sækir þú um nám í ljósmyndun?
2. Hvað hefur þú helst verið að mynda og hversu lengi?
3. Hvert stefnir þú sem ljósmyndari?

Náminu lýkur með sveinsprófi er veitir rétt til starfa í iðninni og til inngöngu í nám til iðnmeistaraprófs.
Ljósmyndun er löggilt iðngrein.

Vefur ljósmyndadeildar 
Kennarar í ljósmyndadeild skólans settu upp sjálfstætt vefsetur fyrir deildina.  Þar er að finna almennar upplýsingar um deildina, sýnishorn mynda eftir nemendur, umræðuvettvang og fleira. Vefur ljósmyndadeildar

Prentun

Prentun er löggilt iðngrein. 

Meðalnámstími er þrjú ár að meðtöldu grunnnámi upplýsinga- og fjölmiðlagreina og 48 vikna starfsþjálfun. 

Meginmarkmið námsins er að gera nemendum kleift að öðlast þá þekkingu og færni sem prenturum er nauðsynleg í störfum sínum. Náminu lýkur með sveinsprófi er veitir rétt til starfa í iðninni og til inngöngu í nám til iðnmeistaraprófs.

Inntökuskilyrði Til að innritast í sérnám í prentun þurfa nemendur að hafa lokið grunnnámi upplýsinga- og fjölmiðlagreina eða sambærilegu námi og sækja þarf sérstaklega um sérnámið að loknu grunnnámi.

Stúdentspróf


Samhliða námi á brautum Upplýsingatækniskólans eða eftir að þeim er lokið, geta nemendur bætt við sig einingum til stúdentsprófs. Gera má ráð fyrir að þá lengist námið um eina til tvær annir.Tölvubraut TBR16 - stúdentspróf

Tölvubrautin er fjölmennasta braut Tækniskólans og er leiðandi í kennslu á sviði tölvunar- og kerfisfræði á framhaldsskólastigi. Lögð er áhersla frá byrjun að nemendur nái tökum á forritun og notkun tölvutækni í náminu sínu.

Námsskipulag Upplýsingatækniskólans - Tölvubraut


Meðalnámstími - skipulag námsins

Tölvubrautin er skipulögð sem þriggja ára (6 annir) 215 eininga námsleið sem lýkur með stúdentsprófi.


Meginmarkmið -  Brautin býr nemendur sérstaklega undir nám í háskóla á sviði tölvunarfræði, vefþróun, tækni- og verkfræði.

Nám á Tölvubraut spannar breitt svið tölvunar- og kerfisfræði eins og; forritun, hugbúnaðarfræði, kerfisstjórnun, vefþróun, viðmótsþróun, gagnasafnsfræði, mekatronik og leikjagerð.

Námið er skipulagt í samstarfi við Háskólann í Reykjavík og alþjóðulegu tæknifyrirtækin Cisco og Network Development Group.

Kennsla er verkefnamiðuð þar sem nemendur fá tækifæri til að vinna að raunverulegum úrlausnum. Hver önn endar svo á verklegum hópverkefnum með skörun faggreina.

Ennfremur eru nemendur vel undirbúnir fyrir próftöku í alþjóðlegum vottunum í upplýsingatækni frá; Cisco, Linux Professional Institute, CompTIA og Microsoft.

Nemendur sem útskrifast af tölvubraut eiga greiða leið í  nám á háskólastigi og eru eftirsóttir starfskraftar í atvinnulífinu.   

Inntökuviðmið brautar

Til að hefja nám á tölvubraut þá þarf að hafa lokið námi í gunnskóla með lágmarks einkuninn B í stærðfræði, íslensku og ensku. 

Kennslustaðir: Í Hafnarfirði Flatahrauni og í Vörðuskóla Skólavörðuholti

Námsskipulag

Nýir áfangar Upplýsingatækniskólans og jafngildi gömlu áfanganna

Námsskipulag Upplýsingatækniskólans - Upplýsingatæknigreinar (AN UTN, GUF, BÓB, GFM, LJÓ, PRE)
Námsskipulag Upplýsingatækniskólans - Tölvubraut (TBR16, TBR13, TBR10)
Námsskipulag Upplýsingatækniskólans - K2 braut

Áfangar í boði næstu annir (pdf)
Valáfangar allra brauta (pdf)

Námsskipulag Upplýsingatækniskólans -  Eldri brautir upplýsingatæknigreina