Starfsbraut - starfsnámsbraut

Starfsnámsbraut SNB

Inntökuskilyrði: Brautin er ætluð nemendum sem stundað hafa nám í sérdeildum grunnskóla eða notið mikillar sérkennslu á grunnskólastigi. Greining um námserfiðleika / fötlunarstig þarf að fylgja umsókn.

Megin áhersla er á verklegan hluta námsins.

Á Skólavörðuholti eru tvær starfsnámsbrautir í boði:  

SNF16 - Starfsnám fataiðna, leik og sjónlista
SNU16 - Starfsnám upplýsingatækni, tré og rafiðna.

Í Hafnarfirði eru einnig tvær starfsnámsbrautir í boði:

TH-SNL16 - Starfsnámsbraut leik- og sjónlista og
TH-SNU16 - Starfsnámsbraut upplýsingatækni, tré- og rafiðna og fleiri greina eins og málmiðnaðar

Námslok starfsnámsbrautar miðast við fjögurra ára nám á hæfniþrepi 1. Eins og annað nám  á fyrsta hæfniþrepi felur námið fyrst og fremst í sér almenna menntun, þar sem lögð er áhersla á alhliða þroska nemenda og lýðræðislega virkni. Samkvæmt Aðalnámskrá fyrir framhaldsskóla 2011 getur nám á fyrsta þrepi enn fremur falið í sér almennan undirbúning undir störf í atvinnulífinu, störf sem ekki krefjast mikillar sérhæfingar og eru unnin undir stjórn eða eftirliti annarra. Gert er ráð fyrir að nemendur geti einnig lokið námi sínu með framhaldsskólaprófi eftir tveggja ára nám.

Umsókn 

Innritun á starfsbrautir stendur í febrúar og er auglýst sérstaklega.
Til að tryggja skólavist og þjónustu við nemendur er mikilvægt að sækja um snemma. Sótt er um á Menntagátt.

Starfsbraut sérnám SBR

Inntökuskilyrði: Um er að ræða einstaklingsmiðað námsúrræði ætlað nemendum með verulegan hegðunar- og námsvanda. Greining um námserfiðleika / fötlunarstig þarf að fylgja umsókn.

Flestir nemendur eru með greiningar á einhverfurófi. Allir nemendur brautarinnar fylgja einstaklings­námskrá og hafa eigin heimastofu.

Námslok starfsbrautar sérnáms eru eftir fjögurra ára nám og markmiðið er að auka lífsgæði nemendanna og auka hæfni þeirra til þátttöku í vernduðum búsetu- og atvinnuúrræðum með félagslegum stuðningi.

Umsókn: Innritun á starfsbrautir stendur í febrúar og er auglýst sérstaklega. Til að tryggja skólavist og þjónustu við nemendur er mikilvægt að sækja um snemma. Sótt er um á Menntagátt.


Brautarstjóri starfsbrauta er Fjölnir Ásbjörnsson.