Almenn námsbraut fyrir nýbúa ANN

Almenn námsbraut fyrir nýbúa ANN14

Nemendur og kennarar á nýbúabraut.
Nýbúabrautin er ætluð nemendum sem hafa annað móðurmál en íslensku. Boðið er upp á fjölbreytt úrval íslenskuáfanga, auk sérsniðinna áfanga í ensku, stærðfræði og tölvugrunni.

Námsbraut fyrir nýbúa

Upplýsingar fyrir umsækjendur á nýbúabraut (pdf) - Information for applicants to the multicultural faculty (pdf)

Inntökuskilyrði: Brautin er ætluð nemendum sem hafa annað móðurmál en íslensku.

Námið: Boðið er upp á fjölbreytt úrval íslenskuáfanga, auk sérsniðinna áfanga í ensku, stærðfræði og tölvugrunni. Námið dreifist á fimm annir (fimm getustig) og er upphafsönnin ætluð nemendum sem enga kunnáttu hafa í íslensku.

Markmið: Við námslok náms á nýbúabraut er reiknað með að nemendur séu sæmilega búnir undir frekara nám í íslenskum framhalds­skólum eða hafi bætti svo mjög íslenskukunnáttu sína að nýtist þeim á vinnumarkaði.

Margir nemendur á fjórða og fimmta getustigi íslensku á nýbúabraut eru skráðir í nám á öðrum brautum Tækniskólans en nýbúabraut.

Brautarstjóri er Guðlaug Kjartansdóttir