Um námið

Stúdentspróf 

Í Tæknimenntaskólanum geta nemendur lokið stúdentsprófi og tekið fornám á Hönnunar og nýsköpunarbraut.

Stúdentar frá Tækniskólanum hafa það framyfir stúdenta af hefðbundnum stúdentsbrautum framhaldsskóla að þeir hafa alltaf aflað sér tvíþættrar menntunar þegar þeir útskrifast. Nám til stúdentsprófs er þannig viðbótarnám við það sérsvið eða þá braut sem nemendur velja sér, s.s. almenna hönnun, tölvubraut, húsgagnasmíðabraut o.s.frv. Einnig geta nemendur útskrifast sem stúdentar af náttúrufræðibraut með sérhæfingu í flugtækni, raftækni, skipstækni eða véltækni.

Náttúrufræðibrautirnar eru allar með aðaláherslu á stærðfræði og raungreinar. Brautirnar eru góð undirstaða fyrir nám á háskólastigi í raunvísindum og tæknigreinum. Sérgreinarnar hafa þá sérstöðu að vera hluti starfsnáms í flug-, raf-, skips- og véltækni eða af öðrum tæknibrautum skólans. 

Brautir Tæknimenntaskólans og inntökuskilyrði:

HNÝ16 Hönnunar og nýsköpunarbraut


Nemendur við vinnu í Hönnunar- og handverksskólanum.Markmið Hönnunar- og nýsköpunarbrautar er að búa nemendur undir hönnunar- og tæknitengdar greinar á háskólastigi. Náminu lýkur með stúdentsprófi og er ætlað að brúa bil á milli verklegarar og tæknilegrar þekkingar og aðferða í hönnun þar sem unnið er með hönnunarferli í lausnaleit. Sérstök áhersla er á vinnu með verklag, nýsköpun og sjálfbærni. Að námi loknu eiga nemendur að vera með góðan undirbúning  fyrir nám sem reynir á skapandi vinnu, lausnaleit og frumkvæði í einstaklingsvinnu sem og samvinnu. 

Fagstjórar eru Helga Guðrún Helgadóttir og Þórdís Zoëga.

Námskrárlýsing brautarinnar

HNÝH16 Hönnunar og nýsköpunarbraut - fornám fyrir háskólanám 

Umbúðahönnun 2014, Erla Eyþórsdóttir, 1. verðlaun fyrir EldfjallMarkmið Hönnunar- og nýsköpunarbrautar - fornám er að búa nemendur undir hönnunar- og tæknitengdar greinar á háskólastigi. 
Sérstök áhersla er á vinnu með verklag, nýsköpun og sjálfbærni. Að námi loknu eiga nemendur að vera með góðan undirbúning  fyrir nám sem reynir á skapandi vinnu, lausnaleit og frumkvæði í einstaklingsvinnu sem og samvinnu. Fyrir nemendur sem sækja um nám eftir stúdentspróf býðst 1. árs fornám með áherslu á hönnun- og nýsköpun á 3. þrepi.

Fagstjórar eru Helga Guðrún Helgadóttir og Þórdís Zoëga.

NFB13 Náttúrufræðibraut fyrri hluti

Náttúrufræðibraut án sérsviðs, fyrri hluti stúdentsprófs. Velja þarf sérsvið á 2. eða 3. námsári til að ljúka stúdentsprófi, t.d. í flugtækni, raftækni, skipstækni, véltækni eða öðrum tæknigreinum sem í boði eru á hverjum tíma. Inntökuskilyrði eru að hafa lokið grunnskólanámi með B, að minnsta kosti í tveimur kjarnagreinum. Aðaláhersla allra náttúrufræðibrauta er stærðfræði og raungreinar. Tæknisérsviðið greinir þær frá öðrum framhaldsskólum.

NFT13 Náttúrufræðibraut flugtækni

MeistaraskolinnFlugvirkjun1Stúdentspróf á náttúrufræðibraut eftir þrjú til fjögur ár eftir námshraða. Inni á brautinni er bóklegt nám til einkaflugmannsréttinda sem kennt er í Flugskóla Íslands í kvöldnámi á síðasta námsári. Sérgreinar brautar fá nemendur einungis ef þeir hafa innritast beint á brautina í upphafi framhaldsskólanáms Greiða þarf sérstaklega fyrir verklegt nám (flugtíma). Inntökuskilyrði eru að hafa lokið grunnskólanámi með B. Aðaláhersla allra náttúrufræðibrauta er stærðfræði og raungreinar. Góður undirbúningur fyrir hvort sem er háskólanám í tæknigreinum eða raunvísindum sem og atvinnuflugmannsnám í Flugskóla Íslands

NRT15 Náttúrufræðibraut raftækni

Stúdentspróf á náttúrufræðibraut eftir þrjú til fjögur ár eftir námshraða. Grunnnám í rafiðnaði um leið. Undirstaða fyrir nám í rafmagnsverkfræði og opnar líka leið til áframhaldandi náms í raf- eða rafeindavirkjun. Inntökuskilyrði eru að hafa lokið grunnskólanámi með B. Aðaláhersla allra náttúrufræðibrauta er stærðfræði og raungreinar. Brautin er 157 einingar. Hægt er að ljúka stúdentsprófi með 131 einingu en sú leið uppfyllir ekki inntökuskilyrði í framhaldsnám rafiðna í Tækniskólanum.

NNST13 Náttúrufræðibraut skipstækni

Stúdentspróf á náttúrufræðibraut eftir þrjú til fjögur ár eftir námshraða. Nemandi fær jafnframt skipstjórnarréttindi á 24 m skip. Inntökuskilyrði eru að hafa lokið grunnskólanámi með B. Aðaláhersla allra náttúrufræðibrauta er stærðfræði og raungreinar. Góður undirbúningur fyrir hvort sem er háskólanám í tæknigreinum eða raunvísindum.

NTT13 Náttúrufræðibraut tölvutækni

Stúdentspróf á náttúrufræðibraut eftir þrjú til fjögur ár eftir námshraða. Grunnnám á tölvubraut um leið. Inntökuskilyrði eru að hafa lokið grunnskólanámi með B. Aðaláhersla allra náttúrufræðibrauta er stærðfræði og raungreinar. Góður undirbúningur fyrir háskólanám í tölvunarfræði, tæknigreinum eða raunvísindum.

NNVT13 Náttúrufræðibraut véltækni

Stúdentspróf á náttúrufræðibraut eftir þrjú til fjögur ár eftir námshraða. Nemandi fær jafnframt vélstjórnarréttindi á 750 kW vél. Inntökuskilyrði eru að hafa lokið grunnskólanámi með B. Aðaláhersla allra náttúrufræðibrauta er stærðfræði og raungreinar. Góður undirbúningur fyrir hvort sem er háskólanám í tæknigreinum eða raunvísindum.

VSS Stúdentspróf af list- og starfsnámsbrautum

Inntökuskilyrði er að hafa lokið starfsnámi eða vera skráður á list- eða starfsnámsbraut Tækniskólans. Grunnur stúdentsprófsins er iðn-/list-/starfsnám. Til að útskrifast af þessari braut þarf að ljúka námi og áskilinni starfsþjálfun á þriggja til fjögurra ára starfsnámsbrautum. Hægt er að skrá sig í almenna áfanga brautarinnar meðan á starfs-eða listnáminu stendur. Viðbótin er 45 einingar. Brautin er einungis fyrir þá sem hafa lokið starfsnámi.

Nemendur sem lokið hafa námi og áskilinni starfsþjálfun á þriggja og fjögurra ára starfsnámsbrautum, þ.e. iðnnámsbrautum, upplýsinga- og fjölmiðlabraut, listnámsbraut og tölvubraut í Tækniskólanum, geta farið eftirfarandi leið til stúdentsprófs: 
ÍSL 102, 202, 212, (103, 203); 303, 403, 503 - 15 einingar 
ENS 102, 202, 212, (103, 203); 303, 403 - 12 einingar 
STÆ 102, 122, 202, (103, 203) - 6 einingar 
SAMTALS 33 einingar 

Fyrra nám í þessum greinum er meðtalið. 
Til viðbótar við fyrra nám á brautinni þarf 12 einingar (9+3) í tungumálum eða náttúrufræðigreinum og stærðfræði eða samfélagsgreinum. Fyrra nám í þeim námsgreinum sem valdar eru kemur ekki til frádráttar. Miða skal við að nám í grein verði ekki minna en 9 einingar samtals. Stærðfræði er þó undanþegin 9 eininga reglunni. 
Samtals 45 einingar 

SAMTALS 140 einingar braut og viðbót ef nemandi hefur ekki lokið starfsþjálfun af þriggja/fjögurra ára starfsnámsbraut, sbr. bréf ráðuneytis 24. mars 2011, tilv.: MMR11010410/6.12.3- með tilliti til þrenginga á vinnumarkaði. 

Dæmi um 12 einingar utan brautar: 

  1.  Erlend tungumál (9+3), hvaða þriggja til fjögurra ára braut sem er: SPÆ 103 203 303 + DAN 202 212/ÞÝS 103 
  2. Stærðfræði og raungreinar (6+6) fyrir tölvubraut, STÆ 303 313 og NÁT 123 eru á braut: STÆ 403 503 + EÐL/EFN 103 203 eða STÆ 403 503 603 + EÐL/EFN 103 
  3. Samfélagsgreinar (9+3), gengur ekki fyrir listnámsbraut því AHS áfangar, eða almenn hönnunarsaga, eru á braut. Nemendur á listnámsbraut verða að taka samfélagsgreinar í öðrum skólum á eigin kostnað: AHS 103 203 303/313 + FÉL/SAG 103 
  4. Stærðfræði og raungreinar (6+6) fyrir listnámsbraut og flestar starfsbrautir þar sem stærðfræðin fer ekki lengra en upp í STÆ202 á braut: STÆ 303 403 + NÁT 123 + EFN/EÐL 103

VSS 2 Stúdentspróf af list- og starfsnámsbrautum

Inntökuskilyrði er að hafa lokið starfsnámi eða vera skráður á list- eða starfsnámsbraut Tækniskólans. Grunnur stúdentsprófsins er iðn-/list-/starfsnám. Til að útskrifast af þessari braut þarf að ljúka tveggja til þriggja ára starfsnámi. Hægt er að skrá sig í almenna áfanga brautarinnar meðan á starfsnáminu stendur. Nemendur bæta 86 einingum við starfsnám sitt. Brautin er einungis fyrir þá sem hafa lokið starfsnámi.

Nemendur sem hafa lokið grunn- og sérnámi upplýsinga- og fjölmiðlagreina og fatatækni í Tækniskólanum, geta farið eftirfarandi leið til stúdentsprófs*:

ÍSL 102, 202, 212, (103, 203); 303, 403, 503 - 15 einingar
ENS 102, 202, 212, (103, 203); 303, 403, 503** - 15 einingar
STÆ 102, 122, 202, (103, 203) - 6 einingar
SAG 103, 203 - 6 einingar
NÁT / EFN / EÐL - 9 einingar, t.d. NÁT 103 123 og EFN 103
ÍÞR 101, 201, 301, 401, 501, 601, 701 - 7 einingar

SAMTALS 59 einingar
Fyrra nám í þessum greinum er meðtalið.

Einnig skulu nemendur bæta við sig námi í 3ja máli eða stærðfræði - 12 einingar
og samfélagsgreinum eða náttúrufræðigreinum eða íþróttagreinum** - 15 einingar

SAMTALS 86 einingar

Fyrra nám í þessum greinum kemur ekki til frádráttar. Miða skal við að nám í grein verði ekki minna en 9 einingar samtals. Saga og stærðfræði eru þó undanskildar 9 eininga reglunni.

Dæmi um 12 og 15 einingar utan brautar:
12 einingar
a) Erlend tungumál (9+3)
SPÆ 103 203 303 + DAN 202 212/ÞÝS 103

b) Stærðfræði
STÆ 303 313 403 503
15 einingar
a) Samfélagsgreinar (9+6 eða 9+3+3), ath. gengur ekki fyrir fatatækni því þar er AHS 103 og 313 á braut
AHS 103 203 303 313 + FÉL 103

b) Náttúrufræðigreinar (9+6 eða 9+3+3)
EÐL 103 203 303**+ EFN 203+NÁT 113 (einnig í boði JAR 103)

ANN 14 Almenn námsbraut fyrir nýbúa

Brautin er ætluð nemendum sem hafa annað móðurmál en íslensku. Boðið er upp á fjölbreytt úrval íslenskuáfanga, auk sérsniðinna áfanga í ensku, stærðfræði og tölvugrunni. Inntökuskilyrði eru að hafa annað móðurmál en íslensku. Samkvæmt íslenskum lögum raðast nemendur í forgangsröð eftir aldri þannig að þeir yngstu hafa mestan forgang. Við námslok náms á nýbúabraut er reiknað með að nemendur séu  sæmilega búnir undir frekara nám í íslenskum framhalds­skólum eða hafi bætti svo mjög íslenskukunnáttu sína að nýtist þeim á vinnumarkaði. Þeir sem sækja um nám á þessari braut ættu að hafa samband við Tækniskólann til að tryggja rétt námsval.

SNB Starfsnámsbraut

Brautin er með aðalháherslu á starfsnám á verkstæðum Tækniskólans og er ætluð nemendum sem hafa notið verulegrar sérkennslu á grunnskólastigi.

Inntökuskilyrði: Brautin er ætluð nemendum sem stundað hafa nám í sérdeildum grunnskóla eða eða notið mikillar sérkennslu á grunnskólastigi. Greining um námserfiðleika / fötlunarstig þarf að fylgja umsókn.

SBR Starfsbraut sérnám  

Námið er einstaklingsmiðað námsúrræði ætlað nemendum með verulegan hegðunar- og námsvanda. Greining um fötlun / verulega einhverfu þarf að fylgja umsókn. Greining um fötlunarstig þarf að liggja til grundvallar.

Almennt nám fyrir raunfærninemendur

Í Tæknimenntaskólanum er boðið upp á almennt nám fyrir raunfærninemendur sem fara í gegnum raunfærnimat hjá Iðunni eða hjá Fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins. Í boði eru tveir fyrstu áfangarnir í dönsku, íslensku, ensku og stærðfræði eða samtals 16 einingar. Kennt er tvö kvöld í viku og á laugardögum. Námsfyrirkomulagið er í lotum, fyrst er kennd danska og íslenska í um það bil þrjár vikur, svo er kennd enska og stærðfræði í rúmar þrjár vikur. Námið eru einungis fyrir raunfærninemendur. Hér fyrir neðan má sjá hvernig loturnar eru og á hvaða dögum og tíma er kennt. Auk þess má lesa nánar um námið og kostnað í kynningarefni.

Námsskipulag


Stærðfræði námsmat - einkunnir í undanförum skipta máli.

Áfangi Einkunn Meta skal Fer þá næst í
STÆ1SF03XT 5 til 7 ekkert STÆ1BB03ATS
STÆ1SF03XT 8 til 10 STÆ1BB03ATS STÆ2BR03BTS
STÆ102 5 til 10 STÆ1BB03ATS STÆ2BR03BTS
STÆ103 5 til 6 STÆ1BB03ATS STÆ2BR03BTS
STÆ103 7 til 10 STÆ2BR03BTS STÆ2AH03CTS
STÆ122 5 til 10 STÆ1BB03ATS STÆ2BR03BTS
STÆ102 122 5 til 6 STÆ1BB03ATS STÆ2BR03BTS
STÆ102 122 7 til 10 STÆ2BR03BTS STÆ2AH03CTS
STÆ202 5 til 10 STÆ2AH03CTS STÆ3RV03DTS
STÆ203 5 til 10 STÆ2AH03CTS STÆ3RV03DTS