Hönnunar- og nýsköpunarbraut

Áhersla á nýsköpun og sjálfbærni

Nemendur að störfum á hönnunarbrautinni.

Undirbúningu fyrir hönnun og tækni á háskólastigi

Markmið hönnunar- og nýsköpunarbrautar er að búa nemendur undir hönnunar- og tæknitengdar greinar á háskólastigi. 

Náminu lýkur með stúdentsprófi. Einnig er boðið upp á eins árs fornám fyrir nemendur með stúdentspróf. 
Námið brúar bil á milli verklegrar og tæknilegrar þekkingar og aðferða í hönnun þar sem unnið er með hönnunarferli í lausnaleit.

Sérstök áhersla er á vinnu með verklag, nýsköpun og sjálfbærni. Að námi loknu eiga nemendur að vera með góðan undirbúning  fyrir nám sem reynir á skapandi vinnu, lausnaleit og frumkvæði í einstaklingsvinnu sem og samvinnu. 

Brautarstjórar eru Helga Guðrún Helgadóttir og Þórdís Zoëga.

Finndu okkur á Facebook Instragram-merkið Twitter merkið

Aðgangskröfur: 

  • Hönnunar- og nýsköpunarbraut til stúdentsprófs: einkunn B í ensku, íslensku og stærðfræði úr grunnskóla.  Athugasemd: Brautin er ný og aðeins hægt að taka við nemendum beint úr grunnskóla eða þeim sem lokið hafa 1-2 önnum í framhaldsskóla.
  • Hönnunar og nýsköpunarbraut fornám (eins árs braut): stúdentspróf. 


Lengd náms: 
Stúdentspróf af hönnunar- og nýsköpunarbraut hefðbundin lengd er 3 ár.  
Á stúdentsbrautinni verða nemendur að taka alla áfanga á hönnunar- og nýsköpunarbraut samkvæmt námsskipulagi hverrar annar. Breyta má uppröðun almenna hluta námsins.  

Fornám á hönnunar- og nýsköpunarbraut er fyrir stúdenta sem undirbúningur fyrir nám í hönnunar og tæknigreinum á framhaldsskólastigi. Einungis er hægt að vera í fullu námi.

Að lokinni útskrift:  Nemendur geta sótt um listaháskóla hér heima og erlendis í arkitektúr, hönnun og ýmsum öðrum sjónlistagreinum.

Starfsmöguleikar og framhaldsnám

Nemendur sem útskrifast af hönnunar- og nýsköpunarbraut eiga góða möguleika á að komast í nám í lista - og hönnunarskóla á Íslandi sem og erlendis. Brautin er mjög góður kostur ef nemandi stefnir á nám í hönnun eða arkitektúr. 

Námskrárlýsing brautarinnar

Námsskipulag HNÝ16 - Hönnunar-og nýsköpunarbraut - stúdentsleið
Námsskipulag HNÝH16 - Hönnunar-og nýsköpunarbraut - fornám

Áfangar í boði næstu annir (pdf)
Valáfangar allra brauta (pdf)