Dreifnám Tæknimenntaskólans - ekki í boði vor 2017

Innritun í Dreifnám/kvöldnám

Dreifnám er nám utan dagskóla sem sameinar kosti fjar- og kvöldnáms. Í dreifnámi getur áfangi verið kenndur að öllu leyti í fjarnámi, að öllu leyti í staðbundnu námi eða að hluta í fjarnámi og hluta í staðbundnum lotum.
Fjöldi innritana í einstaka áfanga ræður því hvort þeir fari af stað.
Ekki verður gjaldfært af kreditkortum fyrr en ljóst er hvaða áfangar verða kenndir.

Ekkert dreifnám í almennum greinum verður í boði á vorönn 2017 


Dreifnám Tæknimenntaskólans er fjarnám með lotum, kennslan og námið er í gegnum Innu sem er kennslukerfi á netinu.

Innritun í dreifnám fyrir haustönn 2017 opnar mánudaginn 3. apríl nk.