Tæknimenntaskólinn

Góður grunnur – greið leið

Hlutverk Tæknimenntaskólans er margþætt:

  • Nemendur allra undirskóla eða brauta Tækniskólans stunda þar nám í bóklegum greinum, s.s. ensku, íslensku og stærðfræði. 
  • Nemendur útskrifast með stúdentspróf frá skólanum. Nám til stúdentsprófs er þannig viðbótarnám við það sérsvið eða þá braut sem nemendur velja sér.
  • Hönnunar og nýsköpunarbraut undirbýr nemendur undir hönnunar- og tæknitengdar greinar á háskólastigi. Náminu er ætlað að brúa bil á milli verklegarar og tæknilegrar þekkingar og aðferða í hönnun. 
  • Nýbúabrautin er ætluð nemendum sem hafa annað móðurmál en íslensku. Boðið er upp á fjölbreytt úrval íslenskuáfanga, auk sérsniðinna áfanga í ensku, stærðfræði og tölvugrunni.
  • Starfsnámsbrautin er ætluð nemendum sem stundað hafa nám í sérdeildum grunnskóla eða eða notið mikillar sérkennslu á grunnskólastigi.

Markmið og stefna

Markmið kennara Tæknimenntaskólans er að veita nemendum traustan grunn í bóklegum greinum, sem er nauðsynlegur hluti og undirstaða alls annars náms. Ennfremur að gera nemendum allra undirskóla eða brauta kleift að bæta við sig námi til þess að útskrifast með stúdentspróf auk útskriftar af tilteknu sérsviði.

Stefna Tæknimenntaskólans er að efla sjálfstæði nemenda og frumkvæði með markvissum kennsluaðferðum og fjölbreyttu námsmati þar sem vinna á önninni er stór hluti lokaeinkunnar.

Starfsmöguleikar og framhaldsnám

Stúdentspróf í Tækniskólanum eru alltaf tengd starfs-, list- eða tækninámi og opna því annaðhvort leið beint út á atvinnumarkaðinn eða til háskólamenntunar. Sérstaða stúdenta Tækniskólans er ótvíræð því þeir hafa fleiri möguleika.

Almennt nám fyrir raunfærninemendur

Í Tæknimenntaskólanum er boðið upp á almennt nám fyrir raunfærninemendur sem fara í gegnum raunfærnimat hjá Iðunni eða hjá Fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins.

Skólastjóri Tæknimenntaskólans er Kolbrún Kolbeinsdóttir,  kk@tskoli.is  Sími: 514 9301 og 891 9230