Nám í Vefskólanum

Skapaðu veflausnir frá hugmynd að veruleika

Vefþróun með áherslu á viðmótsforritun.

Tækniskólinn býður upp á tveggja ára nám í Vefskólanum með áherslu á viðmótsforritun. Með náminu býðst sérhæfð námsleið í viðmóti, notendaupplifun og forritun veflausna. Námið er á 4. hæfnisþrepi (fagháskólastigi).

Innritunarhnappur - TækniakademíaAðeins er innritað í Vefskólann á haustin. Þú lærir bæði að hanna og forrita veflausnir

Námið er verkefnadrifið þar sem fagleg vinnubrögð eru í fyrirrúmi og sköpunarkraftur einstaklingsins fær að njóta sín. Vettvangur er skapaður fyrir samvinnu og frjóar umræður. Í náminu er mikil áhersla lögð á tengsl við vefstofur og fagaðila innan vefiðnarins.

Nemandi skal geta hagnýtt þá sértæku þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • útfæra með vef- og viðmótsforritun notendavænar vefsíður.
  • geta unnið sjálfstætt að krefjandi og fjölbreyttum veflausnum.
  • geta tekið þátt í hópvinnu við vefþróun á faglegan hátt.

Náið samstarfsumhverfi nemenda og kennara

Sérstaða námsins felst í; fámennum nemendahóp, góðu aðgengi að kennurum, námsumhverfi sem stuðlar að samheldni og samvinnu nemenda. Nemendur vinna verkefni í tengslum við atvinnulífið og sköpun einstaklings fær að njóta sín.

Vefstofur og fagaðilar innan geirans munu einnig koma að náminu með ýmsum hætti; kennslu, vinnusmiðjum, heimsóknum, gagnrýni í yfirferð og umræðum um námið.

Skipulag náms

Nám í Vefskólanum, með áherslu á viðmótsforritun, er tveggja ára diplómanám á 4 þrepi. Námið er 120 feiningar og  samsvarar 120 ECTS einingum á háskólastigi.  Námið er fullt nám í dagskóla Tækniskólans og skiptist í fjóra hluta; A, B, C og D. Hver námshluti er skipulagður sem einnar annar nám eða 15 vikna vinna. Námshlutar A og C eru kenndir á haustönn og námshlutar B og D eru kenndir á vorönn. Sérhver námshluti hefur séráherslu innan viðmótsforritunar.

Í námshluta A er sérstaklega unnið í vefhönnun, notendaupplifun og notendaviðmóti. Kennd eru grunnatriðin í HTML, CSS og JavaScript.

Í námshluta B er lögð áhersla á viðmótsforritun og vefhönnun í mismunandi vöfrum og gerð skalanlegra vefja. Farið er dýpra í notendaupplifun, notendaviðmót og aðgengismál.

Í námshluta C vinnur nemandi að stóru sjálfstæðu verkefni undir leiðsögn kennara. Unnið er með veföpp og kvikun. Nemandi lærir leiðir til að koma sér á framfæri í vefiðnaðinum og kynnist nýsköpun og stofnun fyrirtækis.

Í námshluta D er lögð áhersla á hópvinnu með ferlamiðuðum aðferðum í vefþróun. Farið er í gagnasafnsfræði og bakendaforritun. Unnið er náið með vefstofum.  

Inntökuskilyrði

Miðað er við að nemendur sem hefja nám í viðmótsforritun hafi lokið stúdentsprófi eða sambærilegri menntun auk þess að hafa góða grunnþekkingu á tölvum og í ensku. Ef umsækjandi hefur starfsreynslu í viðmótsforritun eða skyldum greinum verður það metið sérstaklega. Skólinn getur sett skilyrði um að umsækjandi bæti við sig undirbúningsgreinum. Sérstök nefnd fer yfir umsóknargögn. Umsækjendur sem uppfylla inntökuskilyrði og hafa skilað staðfestum gögnum um námsárangur frá öðrum skólum fá boð í inntökuviðtal. Í inntökuviðtali er mat lagt á færni í rökhugsun og skapandi vinnu. Farið verður með umsókn og fylgigögn sem trúnaðarmál.

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á: