Meistaraskólinn


Síða Meistaraskólans

Meistaraskólinn er fyrir þá sem lokið hafa sveinsprófi í löggiltum iðngreinum. Í Meistaraskólanum fer fram öflugt nám í stjórnunar- og rekstrargreinum sem miðar að því að gera iðnmeistara hæfa til að sjá um kennslu nýliða og reka eigið fyrirtæki skv. 10. grein iðnaðarlaga nr. 47/1978. Markmið iðnmeistaranáms er að veita þeim sem lokið hafa sveinsprófi fræðslu og þjálfun til að stjórna verkum, kenna nýliðum fagleg vinnubrögð, öryggisreglur og iðnfræði.


Allar nánari upplýsingar um nám í Meistaraskólanum veitir: 
Ragnhildur Guðjónsdóttir á rag@tskoli.is eða í s. 514 9601.