Margmiðlunarskólinn, tveggja ára diplómanám

Margmiðlunarskólinn

Nám í Margmiðlunarskólanum hentar þeim sem hafa áhuga á þrívíddarvinnslu, tæknibrellum fyrir kvikmyndir, tölvuleikjagerð og teiknimyndagerð. Allt þetta er hluti náms í margmiðlun. Í náminu er lögð mikil áhersla á hugmyndavinnu, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð. Skólinn leggur áherslu á að útskrifa nemendur með frjóa hugsun og vilja til að fara nýjar leiðir.

Margmiðlunarskólinn starfar á viðbótarstigi (fagháskólastigi) og háskólar geta metið námið sem viðurkenndar háskólaeiningar. Námið er tveggja ára diplómanám og með árs viðbót í erlendum háskólum sem kenna margmiðlun geta nemendur lokið BA gráðu.

Nánari upplýsingar og innritun á síðu Margmiðlunarskólans.