Tækniakademían

Í Tækniakademíunni eru námsbrautir sem flokkast sem viðbótarnám á framhaldsskólastigi. Einingar sem teknar eru á viðbótarstigi má meta sem einingar á háskólastigi.

Margmiðlunarskólinn

Nám í Margmiðlunarskólanum hentar þeim sem hafa áhuga á þrívíddarvinnslu, tæknibrellum fyrir kvikmyndir, tölvuleikjagerð og teiknimyndagerð. Sjá nánar Margmiðlunarskólinn  

Meistaraskólinn

Nám í Meistaraskólianum er fyrir þá sem lokið hafa sveinsprófi í löggiltum iðngreinum. Í Meistaraskólanum fer fram öflugt nám í stjórnunar- og rekstrargreinum sem miðar að því að gera iðnmeistara hæfa til að sjá um kennslu nýliða og reka eigið fyrirtæki skv. 10. grein iðnaðarlaga nr. 47/1978. Sjá nánar Meistaraskólinn  

Vefskólinn

Nám í Vefskólanum er fyrir þá sem vilja læra að skapa veflausnir frá hugmynd til veruleika. Með náminu býðst sérhæfð námsleið í viðmóti, notendaupplifun og forritun veflausna. Sjá nánar Vefskólinn

Námsskipulag MM15 og VEF15 (pdf)
Margmiðun og vefskólinn - áfangar í boði næstu annir (pfd)

Skólastjóri Tækniakademíunnar er:

Ragnhildur Guðjónsdóttir 
netfang: rag@tskoli.is  

Skrifstofa Tækniakademíunnar er í Sjómannaskólahúsinu Háteigsvegi.