Um námið

Skipstjórnarnám til alþjóðaréttinda og stúdentsprófs.

Skipstjórnarnámið skiptist í sex réttindastig sem hvert um sig gefur réttindi til starfa um borð í skipum af mismunandi stærð og gerð:
Réttindastig S er fyrir smáskip og miðast við lengd. 
Réttindastig A, B og C varða störf á fiskiskipum og öðrum skipum og miðast réttindi A og B við lengd. 
Réttindastig D veitir ótakmörkuð réttindi á öll skip, nema varðskip. 
Réttindastig E er fyrir skipherra á varðskipum. 

Öll réttindi nást að fullnægðum skilyrðum um siglingatíma og starfsþjálfun. Að námi loknu veitir sérhvert námsstig, að öðrum skilyrðum uppfylltum, rétt til að fá útgefið skírteini til starfa sem skipstjórnarmaður.

Almenn inntökuskilyrði

Um skilyrði til innritunar á námsbrautir skipstjórnarnáms gilda almenn ákvæði gildandi reglugerðar um innritun nemenda í framhaldsskóla. Þó er gert ráð fyrir að umsækjendur um skipstjórnarnám A (<24 m skiptjórnarréttindi) hafi náð 18 ára aldri við innritun.

Ekki er gerð krafa um sérstök inntökuskilyrði í nám til skipstjórnarréttinda á skip sem eru styttri en 12 metrar að skráningarlengd (sjá um smáskipanám).

Ekki er gerð krafa um að nemandi hafi lokið lægra námsstigi til þess að öðlast rétt til að hefja nám á næsta námsstigi að teknu tilliti til reglna um undanfara og hliðfara í námi (sjá þó sérkröfur um námsstig E).

Nemendur eru teknir inn í skólann bæði á haustönn og vorönn, bæði í dagnám og dreifnám. Áfangaframboð er miðað við að nemendur hefji nám að hausti og er meðalnámstími miðaður við það. Nemendum er frjálst að velja fleiri eða færri áfanga en brautarskipulag segir til um, hvort sem er í dagnámi eða dreifnámi, að teknu tilliti til að reglna um undanfara og álags í námi.

Skipstjórn - smáskipanám (námskeið)


Braut [S]: Allt að 12 m skip – námskeið hjá endurmenntunarskólanum.

Réttindi: Staða skipstjóra og stýrimanns á skipum sem eru styttri en 12 metrar að skráningarlengd í strandsiglingum.

Inntökuskilyrði: Ekki er gerð krafa um sérstök inntökuskilyrði.

Skipstjórn – námsstig A

Braut [SA]: Allt að 24 m skip - hraðferð. Meðalnámstími í skóla er 2 annir. Braut kennd í dagnámi og dreifnámi.

Réttindi: Staða skipstjóra eða stýrimanns á skipum sem eru styttri en 24 metrar að skráningarlengd og staða undirstýrimanns á skipum að 45 metrum að skráningarlengd í innanlandssiglingum.

Markmið: Að nemendur öðlist þekkingu, færni og hæfni sem krafist er til skipstjórnarréttinda á réttindasviðinu. Réttindin fást að fullnægðum skilyrðum um siglingatíma og starfsþjálfun.

Inntökuskilyrði: Gert er ráð fyrir að umsækjendur hafi náð 18 ára aldri við innritun. Að öðru leyti gilda almenn inntökuskilyrði.

 

Skipstjórn – námsstig B

Braut [SB]: Allt að 45 m skip. Meðalnámstími í skóla er 4 annir. Braut kennd í dagnámi og dreifnámi.

Réttindi: Staða skipstjóra/yfirstýrimanns á skipum sem eru 45 metrar að skráningarlengd eða minni í innanlandssiglingum og undirstýrimaður á fiskiskipum af ótakmarkaðri stærð og farsviði. Störf á farþega- og flutningaskipum: Skipstjóri og stýrimaður á skipi minna en 500 brúttótonn í strandsiglingum, STCW II/3.

Markmið: Að nemendur öðlist þekkingu, færni og hæfni sem krafist er til skipstjórnarréttinda á réttindasviðinu. Réttindin fást að fullnægðum skilyrðum um siglingatíma, starfsþjálfun og öryggisfræðslu.

Inntökuskilyrði: Almenn inntökuskilyrði gilda.


Skipstjórn – námsstig C (stúdentspróf)

Braut [SC]: Ótakmörkuð fiskiskip allt að 3000 BT. Meðalnámstími í skóla er 7 annir. Stúdentspróf. Braut kennd í dagnámi og dreifnámi.

Réttindi: Ótakmörkuð skipstjórnarréttindi á fiskiskipum og öðrum skipum með ótakmarkað farsvið. Störf á farþega- og flutningaskipum: Skipstjóri og yfirstýrimaður á skipi minna en 3000 brúttótonn, STCW II/2(b), og undirstýrimaður án takmarkana í gerð og stærð skips, STCW II/1. Réttindin fást að fullnægðum skilyrðum um siglingatíma, starfsþjálfun og öryggisfræðslu.

Markmið: Að nemendur öðlist þekkingu, færni og hæfni sem krafist er til skipstjórnarréttinda á réttindasviðinu.

Inntökuskilyrði: Almenn inntökuskilyrði gilda.


Skipstjórn – námsstig D (stúdentspróf)

Braut [SD]: Öll skip. Meðalnámstími í skóla er 8 annir. Braut kennd í dagnám og dreifnámi.

Réttindi: Ótakmörkuð skipstjórnarréttindi STCW II/2 (a). Stúdentspróf. Réttindin fást að fullnægðum skilyrðum um siglingatíma, starfsþjálfun og öryggisfræðslu.

Markmið: Að nemendur öðlist þekkingu, færni og hæfni sem krafist er til skipstjórnarréttinda á réttindasviðinu.

Inntökuskilyrði: Almenn inntökuskilyrði gilda.


Skipstjórn – námsstig E

Braut [SE]: Varðskip. Meðalnámstími í skóla er ein önn. Braut kennd í dagnámi.

Réttindi: Nám til að gegna stöðu skipherra á varðskipi. 

Markmið: Að nemendur öðlist þekkingu, færni og hæfni sem krafist er til skipstjórnarréttinda á réttindasviðinu.

Inntökuskilyrði: Krafist er náms til skipstjórnarréttinda D til þess að geta hafið nám á brautinni.


Skipulag anna og áfanga á brautum

Skipulag brauta og anna er með eftirfarandi hætti:


Námsskipulag allra brauta Skipstjórnarskólans

Áfangar í boði næstu annir (pdf)
Valáfangar allra brauta (pdf)
Aðalnámsskrá skipstjóranáms