Um námið

Námsskipulag allra brauta Skipstjórnarskólans

Áfangar í boði næstu annir (pdf)
Valáfangar allra brauta (pdf)
Aðalnámsskrá skipstjóranáms

Inntökuskilyrði

Um skilyrði til innritunar á námsbrautir skipstjórnarnáms gilda almenn ákvæði gildandi reglugerðar um innritun
nemenda í framhaldsskóla. Þó er gert ráð fyrir að umsækjendur um skipstjórnarnám A (<24 m skiptjórnarréttindi) hafi náð 18 ára aldri við innritun, en þau skilyrði eiga einungis við um svokallaða A hraðferð.
Ekki er gerð krafa um sérstök inntökuskilyrði í nám til skipstjórnarréttinda á skip sem eru styttri en 12 metrar að
skráningarlengd.

Skipstjórnarnám skiptist í meginatriðum í fimm námsstig sem að námi loknu veitir hvert um sig, að öðrum skilyrðum
uppfylltum, rétt til að fá útgefið skírteini til starfa sem skipstjórnarmaður. Þessi námsstig, að því er varðar störf á
fiskiskipum, varðskipum og öðrum skipum, eru:

S: (<12 m) Nám til réttinda til að gegna stöðu skipstjóra og stýrimanns á skipum sem eru styttri en 12 metrar að
skráningarlengd í strandsiglingum.

A: (<24 m). Nám til réttinda til að gegna stöðu skipstjóra eða stýrimanns á skipum sem eru styttri en 24 metrar að
skráningarlengd og stöðu undirstýrimanns á skipum að 45 metrum að skráningarlengd í innanlandssiglingum.

B: (<45 m). Nám til réttinda til að gegna stöðu skipstjóra/yfirstýrimanns á skipum sem eru 45 metrar að skráningarlengd eða minni í innanlandssiglingum og undirstýrimanns á fiskiskipum af ótakmarkaðri stærð og farsviði.

C: Nám til ótakmarkaðra skipstjórnarréttinda á fiskiskipum og öðrum skipum með ótakmarkað farsvið.

E: Nám til að gegna stöðu skipherra á varðskipi. (Krafist er náms til skipstjórnarréttinda D til þess að geta hafið nám á
skipstjórnabraut E.)

Að því er varðar störf á farþega- og flutningaskipum eru réttindastigin:

B: Skipstjóri og stýrimaður á skipi minna en 500 brúttótonn í strandsiglingum, STCW II/3.

C: Skipstjóri og yfirstýrimaður á skipi minna en 3000 brúttótonn, STCW II/2(b), og undirstýrimaður án takmarkana
í gerð og stærð skips, STCW II/1.

D: Nám til ótakmarkaðra skipstjórnarréttinda STCW II/2 (a). Námið er skipulagt sem samfellt nám frá grunnskólaprófi
til fyllstu skipstjórnarréttinda. Ekki er gerð krafa um að nemandi hafi lokið lægra námsstigi til þess að öðlast rétt til
að hefja nám á næsta námsstigi að teknu tilliti til reglna um undanfara og hliðfara í námi.

Skipstjórn, námsstig A

allt að 24 m skip [SA] - hraðferð - 45 ein.
Markmið námsins er að nemendur öðlist þekkingu, færni og hæfni sem krafist er til skipstjórnarréttinda á skipum styttri en 24 metrar. Réttindin fást að fullnægðum skilyrðum um siglingatíma og starfsþjálfun.
Gert er ráð fyrir að umsækjendur um skipstjórnarnám A (<24 m skiptjórnarréttindi) - hraðferð, hafi náð 18 ára aldri við innritun.

Skipstjórn, námsstig B

allt að 45 m skip [SB] - 78 ein.
Markmið námsins er að nemendur öðlist þekkingu, færni og hæfni sem krafist er til skipstjórnarréttinda á fiskiskipum
styttri en 45 metrar í innanlandssiglingum og á flutninga- og farþegaskipum að 500 BT í strandsiglingum.
Réttindin fást að fullnægðum skilyrðum um siglingatíma, starfsþjálfun og öryggisfræðslu.
Meðalnámstími í skóla er fjórar annir.

Skipstjórn, námsstig C

ótakmörkuð fiskiskip allt að 3000 BT [SC] - 139 ein.
Markmið námsins er að nemendur öðlist þekkingu, færni og hæfni sem krafist er til skipstjórnarréttinda á fiskiskip að
ótakmarkaðri stærð og farsviði og flutninga- og farþegaskip að 3000 BT.
Réttindin fást að fullnægðum skilyrðum um siglingatíma, starfsþjálfun og öryggisfræðslu.
Meðalnámstími í skóla er sjö annir.

Skipstjórn, námsstig D

öll skip [SD] - 160 ein.
Markmið námsins er að nemendur öðlist þekkingu, færni og hæfni sem krafist er til skipstjórnarréttinda á flutninga- og
farþegaskipum af ótakmarkaðri stærð með ótakmarkað farsvið.
Réttindin fást að fullnægðum skilyrðum um siglingatíma, starfsþjálfun og öryggisfræðslu.
Meðalnámstími í skóla er átta annir.