Nemendur og félagslíf

Nemendafélag

Í Tækniskólanum er öflugt og fjölbreytt félagslíf. Innan hvers skóla er starfandi nemendafélag sem heldur utan um félagslíf skólans, klúbba, keppni innan og utan skólans og aðrar uppákomur. Þannig hafa nemendur í skipstjórn á Háteigsvegi með sér félag sem heldur uppi félagslífi og í félagsherberginu er líf og fjör alla daga.

Nemendur sjá sjálfir um að móta, þróa og byggja upp þetta starf. Saman mynda nemendafélögin Nemendasamband Tækniskólans, NST.

Nemendafélagið á facebook.