fbpx
en
Menu
en

Innsýn í námið

Siglum um heimsins höf

Skipstjórnarnámið skiptist í réttindastig sem hvert um sig veitir réttindi til starfa um borð í skipum af mismunandi stærð og gerð. Námið er skipulagt sem samfellt tveggja til átta anna nám, eftir réttindastigum. Nám til stúdentsprófs er sjö annir.

Námið felst bæði í bóknámi og verknámi. Verknámið fer fram í Sjómannaskólanum á Háteigsvegi. Bóknámið er bæði hægt að taka í dagskóla og dreifnámi.

Eingöngu er opið fyrir umsóknir í dagnám fyrir haustönn en opið er fyrir umsóknir í dreifnám báðar annir.

Þeir sem hafa náð 23 ára aldri og hafa 3 ára starfsreynslu í faginu geta sótt um að fara í raunfærnimat.

Námsbrautir

Námssamningur

Starfs­rétt­indaþjálfun kadetta byggir á því að veita nem­endum um borð í skipum viðeig­andi leiðbein­ingar og kennslu í sjó­mennsku, skip­stjórn og vél­stjórn, eftir því sem við á, á skiplagðan hátt af reynslu­miklum fag­mönnum sem eru um borð í skip­unum.

Nánar um kadettakerfið og starfréttindaþjálfun.

 

Velkomin

Velkomin í Skipstjórnarskólann

Víglundur Laxdal Sverrisson

Skipstjórn er lifandi og skapandi starf

- Kveðja frá skólastjóra

Námið í skólanum gerir nemendur færa um að stjórna skipum og mannskap. Menntunin er tæknileg en líka fjölbreytt.

Að klára námið hjá okkur veitir fjölbreytta framtíðarmöguleika sem geta gefið góðar tekjur.

Verið öll velkomin í réttindanám sem stendur á traustum grunni.

Víglundur Laxdal Sverrisson

  • Skólastjóri Véltækniskólans og Skipstjórnarskólans

FAQ

Spurt og svarað

Hvar fer kennslan fram?

Dagnámskennsla í Skipstjórnarskólanum fer að mestu fram í Sjómannaskólanum Háteigsvegi.

Er hægt að taka stúdentspróf?

Námi til skipstjórnarréttinda C og D lýkur með stúdentsprófi.

Þarf að eiga einhvern sérstakan búnað?

Nemendur sem hefja nám í Skipstjórnarskólanum verða að koma með eigin öryggisskó, hlífðargleraugu og heyrnahlífar sem skylt er nota í verklegu véltækninámi skólans og við aðra vinnu þar sem kennarar krefjast þess að nemendur noti hlífðarbúnað.

Áréttað skal að nemendum er með öllu óheimilt að vinna við vélar og tæki nema í skipulögðum áföngum þar sem kennari er til staðar.

Ég er með stúdentspróf, fæ ég það metið og hvað er námið þá langt?

Þú færð almennar greinar metnar og því styttist námið um allt að fjórðung.

Er hægt að fá áfanga metna í raunfærnimati?

Já, þeir sem hafa náð 23 ára aldri og hafa 3 ára starfsreynslu í faginu geta sótt um að fara í raunfærnimat, en það nær fyrst og fremst til fyrstu áfanga (kenndir á A, B og mögulega C stigi). Sjá nánar hér.

Er námið lánshæft hjá LÍN?

Menntasjóður náms­manna veitir allar upp­lýs­ingar um láns­hæfi náms á menntasjodur.is

Eru einhver styttri námskeið í skipstjórnargreinum?

Já Endurmenntunarskóli Tækniskólans er reglulega með fjölbreytt námskeið í boði og mörg í skipstjórnargreinum. – sjá lista yfir námskeið í skipstjórn.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!