Skipstjórnarskólinn

Kynningarbæklingur (pdf)

Forysta – Þekking - Færni

Skipstjórnarnámið skiptist í fimm réttindastig sem hvert um sig gefur i réttindi til starfa um borð í skipum af mismunandi stærð og gerð. Réttindastig A, B og C varða störf á fiskiskipum og öðrum skipum og miðast réttindi A og B við lengd. Réttindastig D veitir ótakmörkuð réttindi á öll skip, nema varðskip. Réttindastig E er fyrir skipherra á varðskipum. Öll réttindi nást að fullnægðum skilyrðum um siglingatíma og starfsþjálfun.

Inntökuskilyrði

Um skilyrði til innritunar á námsbrautir skipstjórnarnáms gilda almenn ákvæði gildandi reglugerðar um innritun
nemenda í framhaldsskóla. Þó er gert ráð fyrir að umsækjendur um skipstjórnarnám A (<24 m skiptjórnarréttindi) hafi náð 18 ára aldri við innritun, en þau skilyrði eiga einungis við um svokallaða A hraðferð.
Ekki er gerð krafa um sérstök inntökuskilyrði í nám til skipstjórnarréttinda á skip sem eru styttri en 12 metrar að
skráningarlengd.

Skilyrði ráðningar kennara Skipstjórnarskólans

Umsækjandi hafi:

  • kennsluréttindi
  • lokið skipstjórnarprófi D (3. stig) samkvæmt STCW-95, II/1, II/2
  • gilt atvinnuskírteini skipstjórnarmanns (STCW-95)
  • ARPA skírteini
  • ECDIS-skírteini
  • GMDSS-GOC skírteini
  • Æskilegt að viðkomandi hafi lokið Varðskipadeild (4. stig)

Skólastjóri Skipstjórnarskólans:
Jón Hjalti Ásmundsson,  joh@tskoli.is

Sími: -  gsm: 354 894 3834
Skrifstofa þriðju hæð Sjómannaskólanum, Háteigsvegi

Adalnamskra_skipstjorn_2009