Skipstjórnarskólinn

Forysta – Þekking - Færni

Skipstjórnarskólinn er öflugur skóli sem býður upp á fjölþætt og vandað nám. Nám í Skipstjórnarskólanum hentar þeim sem vilja vera færir um að stjórna skipum og mannaskap, geta unnið sjálfstætt, tekið sjálfstæðar ákvarðanir og borið þá ábyrgð sem starfinu fylgir. Námið gefur möguleika á vel launuðum störfum við sjávarútveg, skipaflutninga og ferðaþjónustu.

Námið hentar nemendum af öllum aldri og er kennt bæði í dagnámi og dreifnámi (með staðlotum í verklegum áföngum). Nemendur geta því kosið að taka nám með vinnu, bæði alveg frá grunni og til að bæta við sig réttindum.


Aðstaða skólans

Tækniskólinn Sjómannaskólahúsinu Háteigsvegi

Dagnámskennsla í Skipstjórnarskólanum fer að mestu fram í Sjómannaskólanum Háteigsvegi, sjá grunnflatarmynd af húsnæði skólans. Staðlotur dreifnáms eru á sama stað.

Stúdentspróf

Nám til skipstjórnarréttinda D lýkur með stúdentsprófi.

Hlífðarbúnaður og öryggismál

Nemendur sem hefja nám í Skipstjórnarskólanum verða að koma með eigin öryggisskó, hlífðargleraugu og heyrnahlífar sem skylt er nota í verklegu véltækninámi skólans og við aðra vinnu þar sem kennarar krefjast þess að nemendur noti hlífðarbúnað. Einnig skal áréttað að nemendum er með öllu óheimilt að vinna við vélar og tæki nema í skipulögðum áföngum þar sem kennari er til staðar.

Störf að loknu námi

Skipstjórnarnám veitir réttindi til atvinnu um allan heim á skipum af öllum stærðum og gerðum, við fiskveiðar, flutninga eða á stærstu farþegaskipum.

 

Menntun fagkennara

Kennarar í skipstjórnargreinum hafi:

  • kennsluréttindi
  • lokið skipstjórnarprófi D (3. stig) samkvæmt STCW-95, II/1, II/2
  • gilt atvinnuskírteini skipstjórnarmanns (STCW-95)
  • ARPA skírteini
  • ECDIS-skírteini
  • GMDSS-GOC skírteini
  • helst lokið varðskipadeild (4. stig)

 

Kennarar í almennum greinum hafi:

  • kennsluréttindi
  • háskólagráðu á sínu fagsviði.

 

Með þessum kröfum uppfyllir skólinn þau skilyrði um menntun kennara, sem koma fram í STCW samþykktum IMO, sjá STCW Code, section A-I/6 (útg. 2011)


Kynningarefni

Kynningarbæklingur (pdf)

Nánari upplýsingar


Jón Hjalti Ásmundsson, skólastjóri Skipstjórnarskólans  
joh@tskoli.is 
Sími: -  gsm: 354 894 3834 
Skrifstofa þriðju hæð Sjómannaskólanum, Háteigsvegi