Störf innan rafiðnaðar

Störf og tækifæriRafiðnaðurinn - fjölbreytt störf


Störf rafiðnaðarmanna eru margvísleg. Allt frá því að leggja háspennulínur og í samsetningu á örmerkjum fyrir dýr. Rafiðngreinar skiptast í nokkrar greinar og er rafvirkjun fjölmennasta greinin en þar á eftir kemur rafeindavirkjun og síðan rafveituvirkjun og rafvélavirkjun. Sjá má skemmtileg myndbönd um störf í rafiðngreinum á vefnum straumlína.is.


Rafiðnaðurinn - fjölbreytt störfRafvirkjar vinna mjög fjölbreytt störf í rafiðngeiranum. Þeir leggja rafmagn í nýbyggingar, setja upp rafmagnstöflur, dósir, tengla og rofa og lýsingu ásam netkerfum. Þar sem tölvustýrð kerfi eru forrita þeir jafnframt kerfin. Rafvirkjar vinna mikið í iðnaði við rafvélar og stýringar, bæði við uppsetningar og viðhald.

Rafiðnaðurinn - fjölbreytt störfRafeindavirkjar eru mikið í tölvugeiranum en einnig er mikið í að gera við tæki eins og hljómtæki, flatskjái, öryggiskerfi, lækningatæki, símkerfi, fjarskiptatæki hverskonar og radarbúnað. Jafnframt læra rafeindavirkjar mikið um örtölvur, forritun þeirra og tengingu við vélbúnað hverskonar.

Rafiðnaðurinn - fjölbreytt störf

Rafveituvirkjar eru í mest í háspennutækni. Þeir setja upp tengivirki, leggja háspennulínur og setja upp spennistöðvar. Mörg rafverktakafyrirtæki hafa rafveituvirkja í vinnu.


Rafiðnaðurinn - fjölbreytt störf

Rafvélavirkjun snýst um að þjónusta rafmótora og rafala. Uppsetning og viðgerðir á rafvélum hverskonar. Rafvélar eru mjög víða notaðar og nú fer að aukast þörfin fyrir þessa þekkingu þegar rafbílum fjölgar mikið. Rafvélavirkjar vinna mest á verkstæðum.

Rafiðnaðarmenn eru gjarnan í ýmisskonar tölvustörfum, uppsetningu hljóðkerfa og ljósabúnaðar.

SímsmiðurSímsmíði / fjarskiptalagnir 
Símsmíði er iðngrein þar sem starfsviðið hefur tekið verulegum breytingum undanfarin 30 ár. Í dag vinna símsmiðir við fjarskiptalagnir hverskonar. Þeir vinna við stóra fjarskiptastrengi hvort sem um er að ræða samása kapla, koparstrengi eða ljósleiðara. Þeir tengja og ganga frá endabúnaði sem tengist síðan notendabúnaði. Uppsetningar og viðhald fjarskiptamastra er í þeirra verkahring sem og bilanaleit, viðhald og viðgerðir.


Fræðsla um störf rafiðnaðarmannaFjarskiptamastur.

Hægt er að sjá forvitnileg myndbönd um störf rafiðnaðarmanna á straumlina.is

Félög

Rafiðnaðarmenn eru flestir félagar í Rafiðnaðarsambandi Íslands. Sambandið hefur eftirlaunasjóð og öflugt eftirmenntunarbatterí sem Rafiðnaðarskólinn er.  Fræðsluskrifstofa rafiðnaðarins heldur utan um námssamninga og rafbok.is sem er safn námsbóka á netinu sem notaðar eru við kennslu í rafiðngreinum. Markmið Fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins er að innan skamms verði allar bækur sem notaðar eru við kennslu í rafiðngreinum ókeypis á netinu og er sú þróun mjög langt komin.

Námið

Námi í rafiðngreinum er skipt í tvennt. Annarsvegar er Grunnnám rafiðna sem er 4 annir til undirbúnings undir fagnám. Síðan kemur fagnámið þá annaðhvort rafvirkjun eða rafeindavirkjun. Þeir sem ætla sér í rafvélavirkjun eða rafveituvirkjun bæta því ofan á rafvirkjanámið.Rafiðnaðurinn - fjölbreytt störf

Hægt er að fara tvær leiðir í fagnámi í rafvirkjun. Annarsvegar samningsleið sem þýðir 6 annir í skóla og 2 annir á samningi hjá meistara eða 48 vikur. Hin leiðin er svokölluð verknámsleið en þá klára nemendur 7 annir í skóla og eina önn á viðurkenndum vinnustað. Það eru 24 vikur. Að loknu námi og afstöðnum samningstíma hefur nemandi öðlast rétt á að þreyta sveinspróf. Að því loknu fær hann sveinsbréf afhent.


Rafiðnaðurinn - fjölbreytt störf

Í rafeindavirkjun er bara ein leið í boði en hún er 7 annir í skóla sem lýkur með sveinsprófi. Síðan geta nemendur klárað samningstíma upp á 24 vikur og eftir það fá þeir afhend sveinsbréfin. Rafeindavirkjanámið byggir á almennri rafeindatækni, mekatrónik og forritun en einnig fjarskiptatækni og nettækni plús teikni og smíðaáfangum.

Nemendur geta byrjað að vinna upp í starfsþjálfunartímann strax að lokinni annarri önn í grunnnámi rafiðna. Margir rafvirkjanemar nýta sumarið vel og ná þá jafnvel að fara beint í sveinspróf að loknum skóla.


Hljóðtækni og kvikmyndatækni

Raftækniskólinn býður upp á nám í samstarfi við stúdíó Sýrland hljóðtækni og kvikmyndatækni  Hljóðtækninámið er þrjár annir og útskrifast nemendur sem hljóðtæknimenn. Um er að ræða eiginlegt rafiðnnám og eru hljóðmenn gjarnan félagar í Félagi tæknifólks í rafiðnaði sem heyrir undir Rafiðnaðarsamband Íslands. Kvikmyndatækninámið er fjórar annir og hefst alltaf á haustönn. Nemendur læra um kvikmyndatöku, klippingu, kvikmyndagerð og sögu og fá mikla þjálfun í gerð stuttmynda.Rafiðnaðurinn - fjölbreytt störf

Stúdent og háskóli

Margir nemendur fara í gegn um iðnnám áður en haldið er í framhaldsnám á háskólastigi. Hægt er að velja námsbraut eins og Náttúrufræðibraut rafmagns og klára þannig stúdentspróf. Þá er leiðin greið í háskólanám annaðhvort erlendis eða hérlendis.

Fyrir nemendur sem komnir eru með stúdentspróf er hægt að taka grunnnám rafiðna – hraðferð og klára þannig grunnnámið á 2 önnum í stað fjögurra. Með samningsleið er þá hægt að klára nám í rafvirkjun á 4 önnum eða tveimur árum. Verknámsleið í rafvirkjun og rafeindavirkjun er þá hægt að klára á 5 önnum.