Nemendur og félagslíf

Nemendaráð

Í Raftækniskólanum er starfandi nemendaráð sem hefur það hlutverk að tengja stjórnendur skólans við nemendur og koma með athugasemdir og óskir um hluti sem betur mega fara. Jafnframt er nemendaráð tengiliður stjórnenda við nemendur. Fulltrúi nemendaráðs situr fundi með stjórnendum reglulega sem og fagráði skólans. 

Nemendaráð skipar nefndir til að sjá um félagslíf innan skólans og uppákomur.

Nemendur sjá sjálfir um að móta, þróa og byggja upp félagsstarf. Saman mynda nemendafélög innan Tækniskólans Nemendasamband Tækniskólans NST.