Skipulag náms í kvikmyndatækni

Áfangar / fög eftir önnum

Smellið á áfanga til að sjá stutta námslýsingu.


1. önn 

Kvikmyndafræði 1

 • Kvikmyndasaga
 • Fræði kvikmynda
 • Kvikmyndalæsi 

Námsefni greinarinnar skiptist í kvikmyndafræði og kvikmyndasögu. Lögð er áhersla á helstu  tegundir kvikmynda og kvikmyndastíla.

Skoðuð eru vensl kvikmynda og bókmennta, mannkynssögunnar og menningarsamfélaga.

Ágrip af kvikmyndasögunni og helstu tegundir kvikmynda verða kynntar. Farið verður yfir uppbyggingu og eðli kvikmyndarinnar, atriðaskiptingu og sjónarhorn og hvernig hægt er að lesa kvikmyndir og gagnrýna á faglegan hátt.

Dæmi um mismunandi notkun kvikmyndamiðilsins eru höfð til hliðsjónar við verkefni sem nemendur vinna í öðrum áföngum annarinnar.

Kvikmyndagerð 1

 • Stuttmynd unnin af nemendum 
 • Handrit og leikstjórn
 • Grunnatriði myndmáls
 • Segja sögur með myndum
 • Auglýsing
 • Fréttainnslög

Nemendur hefja önnina á gerð stuttmyndar undir handleiðslu kennara þar sem nemendur kynnast öllum hliðum kvikmyndagerðar.

Farið er í helstu störf kvikmyndagerðar og lögð áhersla á ólíka þætti innankvikmyndageirans. Farið er í umhverfi og skilyrði í kvikmyndageiranum bæði hér heima og erlendis.

Farið í skipulag á tökustað, hvernig mismunandi deildir vinna saman og hvernig tökur eru skipulagðar út frá handriti.  Handrit verður brotið upp og farið yfir undirbúning á tökustað.

Nemendur taka upp og vinna auglýsingu og fréttainnslag í smærri hópum.

Farið er í grunnþætti og notkun kvikmyndatökuvélar. Einnig er farið í helstu atriði er varða lýsingu á tökustað, hljóðupptöku og aðra þætti.

Kvikmyndataka 1

 • Stuttmynd
 • Taka mismunandi verkefni
 • Lýsing

 

Fjallað er um kvikmyndatöku frá ýmsum sjónarhornum auk þess sem farið er í aðra tengda hluti s.s. umhverfi, lýsingu og auk þess sem skoðaðar eru vikmyndatökuvélar, gerð þeirra og uppbygging.

Fræði er varða ljóshita, ljósmælingar, ljós og lampabúnað ásamt öðru sem snýr að lýsingu eru skoðuð.

Nemendur munu gera verklegar æfingar með vélar í stúdíói til að tryggja að þeir öðlist færni í að nota og aðlaga vélarnar að þeim verkefnum sem þeir vinna að hverju sinni. 

Myndvinnsla 1

 • Klippiforrit
 • Innhleðsla (Load)
 • Skipulag og merking 

Farið er í helstu þætti eftirvinnslu/klippingar. Lögð er áhersla á hvernig efni er tekið inn í tölvu, flokkað og merkt. Farið er í mismunandi hljóð- og myndskrár. Farið er í grunnþætti klippivinnunnar og tæknileg atriði við klippingu kvikmyndar.

Lögð er áhersla á helstu þætti í að setja saman efnið/söguna í klippiborðinu.

Farið yfir  grunnatriði þess að vinna með titla og grafík í klippihugbúnaði.  Farið er í útkeyrslu kvikmyndar og gerð á sýningareintaki.


Rafmagnsfræði 1

 • Grunnur í rafmagnsfræði - aðlagað að þörfum kvikmyndagerðar

Áhersla er lögð á að nemendur skilji rafmagnsfræðilögmál Ohms og geti  reiknað spennu, straum eða viðnám út frá tveimur gefnum stærðum.

Nemandinn geri sér grein fyrir leiðni málma og efna, innra viðnámi.  Nemandinn læri um raunviðnám og riðstraumsviðnám (Z). Nemandinn læri um riðstraumsviðnám línu.

Nemandinn geri sér grein fyrir afli á hljóðlínu og þekki formúlu Watts um hlutfall spennu og straums í leiðara og hvernig aflið er reiknað.

Nemandinn viti muninn á dynamiskri upptöku (analog) og stafrænni upptöku og skilji muninn á þeim sem og hvaða gæðamunur felst í þessum tveimur aðferðum. Nemandinn þekki helstu rafeindaíhluti og hafi glögga hugmynd um virkni þeirra. 


2. önn

Hljóðvinnsla 1

 • Undirbúningur
 • Upptaka á setti
 • Flokkun
 • Backup

Í þessum áfanga kynnast nemendur helsta hljóðupptökubúnaði. Nemendur læra hvernig beita skal hljóðupptökubúnaði við upptökur. Gerðir og staðsetning hljóðnema fyrir mismunandi aðstæður kynntar sem og hvernig ber að stilla upptökutæki rétt til að hámarka hljóðgæði upptöku.

Farið er yfir hvernig hljóð berst um rými og hvernig má stýra því. Nemendur læra hvernig ber að merkja og flokka tökur til eftirvinnslu.  Nemendur læra hvernig beita má einföldum klippingum, hljóðeffektum og mixaðferðum við eftirvinnslu til að skila af sér viðunandi niðurstöðu hvað sync og skýrleika varðar.

Skoðuð eru áhrif hljóðs og tónlistar á áhorfandann. Nemendur kynnast helstu þáttum kvikmyndahljóðs.

Kvikmyndafræði 2

 • Kvikmyndasaga og fræði            
 • Umræður og vangaveltur            
 • Kvikmyndalæsi


Farið er yfir kvikmyndir og kvikmyndastíla út frá sýnishornum og rýnt í ákveðna leikstjóra, kvikmyndatökutjórar (DOP) og kvikmyndatökustíla.

Skoðuð eru vensl kvikmynda við ýmsa þætti út frá ákveðnum kvikmyndum og afmörkuðum viðgangsefnum.

Farið er í sálfræði kvikmyndanna, kvikmyndatöku, eðli myndmálsins og samspil hljóðs og myndar


Kvikmyndagerð 2

 • Handrit og leikstjórn              
 • Mismunandi form
 • Tónleikar, sjónvarpssalur, þáttagerð, heimildarmynd

Framhald af áfanganum kvikmyndagerð 1.  Farið er dýpra í handritslæsi og mismunandi form á kvikmyndagerð. 

Skoðaðir eru mögulegir miðlar fyrir efni og hver er líkleg þróun þar. Farið er í helstu tegundir sjónvarpsefnis, kvikmynda, stuttmynda, heimildamynda og ólíkar aðferðir við handritsskrif. 

Farið er í eðlisþætti handrita fyrir mismunandi miðla og áhersla er lögð á eðli myndrænna frásagna. Farið verður í tækniatriði eins og atriðaskiptingu, uppbyggingu atriðanna og samtala.


Kvikmyndataka 2

Í áfanganum er farið dýpra í efnisatriðin úr áfanganum kvikmyndataka 1. 

Farið er nánar í kameruhreyfingar og mismunandi aðferðir við að hreyfa myndavélina, s.s. á teinum, með dolly, fjaðurstoð (steadycam) og kranaskot svo eitthvað sé nefnt.


Nýjasta tækni verður skoðuð og hvaða áhrif ör þróun á tækjabúnaði hefur haft á kvikmyndatökur. Einnig verður einnig farið frekar í tengda þætti, s.s. filtera, ljósfræði og linsufræði og mismunandi búnaður af þessu tagi skoðaður.

Myndvinnsla 2

 • Klipping
 • Litagreining            
 • Myndbrellur            
 • Hönnun            
 • “Green screen”           
 • Tölvusamsetning

Farið er dýpra í helstu þætti eftirvinnslu og klippingar. Farið er í hvernig nota á myndbrellur og litaleiðréttingu.

Farið er í lokavinnslu myndarinnar, gerð titla og aðra grafíska vinnu.

Nemendur kynntir fyrir green screen upptökum og öðrum flóknari stafrænum samsetningum.


3. önn

Kvikmyndaframleiðsla 1

 • Uppbrot handrita
 • Tökuáætlun
 • Kostnaðaráætlun
 • Fjármögnun

Markvisst er farið í vinnuferlið við að koma handriti upp á hvíta tjaldið.

Farið er í uppbrot á handritum og gerð tökuáætlunar, skipulagsferlið ákveðið m.t.t. tökustaða, starfsfólks, leikara, aðstöðu o.s.frv.

Farið er yfir samspil allra þátta innan framleiðslunnar s.s. gerð kostnaðaráætlunar og fjármögnun út frá hverju lokaverkefni. Umsóknarferli í Kvikmyndasjóði kynnt.

Kvikmyndafræði 3


 • Kvikmyndastílar            
 • Kvikmyndatökustílar            
 • Vangaveltur            
 • Kvikmyndalæsi 

Nemendur hlýða á fyrirlestra og taka þátt í umræðum um kvikmyndaverk þar sem gestir er koma að gerð verksins fjalla um þau t.d. leikstjóri, kvikmyndatökustjório.s.frv. Nemendur greina kvikmyndaverk fjalla um þau í stuttu máli.

Kvikmyndagerð 3

 • Handrit og handritagerð skoðuð            
 • Handritaforrit kynnt            
 • Skrifað handrit að lokaverkefni            
 • Lokaverkefni undirbúið fyrir tökur            
 • Floorplön útbúin           
 • Storyboard útbúið
 • Lokaverkefni kvikmyndað

Dýpkun á skilningi á helstu eðlisþáttum kvikmyndahandrita. Dýpri nálgun á eðli myndrænna frásagna.

Áhersla er lögð á hagnýt tæknileg hjálpartæki við að færa sögu yfir í kvikmyndaformið. 

Nemandi fullvinnur handrit að lokaverkefni og teiknar upp myndræna útskýringu. Nemandi tekur upp sitt verkefni og klárar tökur fyrir lok annar svo vinna megi með efnið á lokaönn.

Rafmagnsfræði 2

 • Grunnur í rafmagnsfræði - aðlagað að þörfum kvikmyndagerðar
 • Framhald af áfanganum rafmagnsfræði 1

Áhersla er lögð á að nemendur skilji rafmagnsfræðilögmál Ohms og geti  reiknað spennu, straum eða viðnám út frá tveimur gefnum stærðum.

Nemandinn geri sér grein fyrir leiðni málma og efna, innra viðnámi.  Nemandinn læri um raunviðnám og riðstraumsviðnám (Z). Nemandinn læri um riðstraumsviðnám línu.

Nemandinn geri sér grein fyrir afli á hljóðlínu og þekki formúlu Watts um hlutfall spennu og straums í leiðara og hvernig aflið er reiknað.Nemandinn viti muninn á dynamiskri upptöku (analog) og stafrænni upptöku og skilji muninn á þeim sem og hvaða gæðamunur felst í þessum tveimur aðferðum. Nemandinn þekki helstu rafeindaíhluti og hafi glögga hugmynd um virkni þeirra. 

4. önn 

Kvikmyndafræði 4

 • Nemandi gæti tekið fyrir kvikmyndaverk og krufið það til mergjar og skilað eins konar riterð um það.           
 • Kvikmyndasaga og fræði            
 • Vangaveltur            
 • Kvikmyndalæsi

Nemandi tekur fyrir kvikmyndaverk í samráði við kennara og greinir það út frá stíl þess, menningarlegu samhengi o.fl. 

Nemandi flytur greininguna fyrir samnemendur sína, kennara og gesti á opnu húsi.

Kvikmyndagerð 4

Nemandi heldur áfram að vinna með upptökur sem gerðar voru í Kvikmyndagerð III.

Nemandi fullvinnur sitt verkefni til sýningar í lok annar. Í þessu felst öll eftirvinnsla, klipping, litgreining, hljóðvinnsla, titlar, grafík og allur annar frágangur.

Nemandi ber ábyrgð á útkomu verksins en er hvattur til að nýta sér kunnáttu annarra ef við á, s.s. kennara, samnemenda, tónlistarfólks o.s.frv.

Verkið skal standast kröfur iðnaðarins og teljast boðlegt til almennrar sýningar.

Rekstrarfæði 1

 • Almennt um fyrirtækjarekstur             
 • Stofunun fyrirtækja og mismuandi form
 • Virðisaukaskattur
 • Verktaka, lífeyrissjóðir, skattar og skyldur
 • Fjármögnun, sjóðir           
 • Rekstar- og fjárhagsáætlanir

Nemendur læri um rekstrarumhverfi kvikmyndaiðnaðarins. 

Nemendur fái innsýn inn í söguna, hvernig iðnaðurinn hefur byggst upp og skoðuð helstu fyrirtæki sem starfa í þeim iðnaði, erlendis sem á Íslandi. Nemendur kynnist helstu tækifærum í iðnaðinum, vandamálum sem iðnaðurinn stendur frammi fyrir og hvar líkleg tækifæri liggja. 

Tækniþróunin er skoðuð ofan í kjölinn og líkleg framtíðarþróun þeirra. 

Réttindamál eru skoðuð, reglugerðir og lög varðand höfundarrétt.  Samningamál og regluverk kvikmyndaiðnaðarins,. 

Viðskiptamódel iðnaðarins er reyfað innanlands sem utan. 

Framtíðin skoðuð og möguleikar við breytta aðferðafræði og fljótandi umhverfi. 

Fjármál og rekstur fyrirtækis skoðaður, farið í grunnatriði fjármálafræða, bókhald, rekstrarreikning, efnahagsreikning, sjóðsstreymi, áætlanagerð í excel / almennt, fjárhagsáætlun kvikmyndar gerð.