Nám í kvikmyndatækni

Hljóðtækni og kvikmyndatækni á tónleikum.Kvikmyndatækni er metnaðarfullt nám þar sem áhersla er lögð fyrst og fremst á tæknistörf við kvikmyndagerð, við undirbúning, tökur og eftirvinnslu.

Kynningarmyndband um námið.

Samstarf við atvinnulífið

Námið er byggt upp í góðu samstarfi við atvinnulífið. Kennarahópurinn er skipaður fagfólki úr kvikmyndabransanum.

Hver nemendahópur vinnur eins og framleiðslufyrirtæki og vinnur við allar hliðar kvikmyndagerðar.

Fjölbreytt verkefni sem:

  • tökumenn
  • klipparar
  • ljósamenn
  • gripparar
  • nemendur fá að kynnast „hands on“ vinnu við hvert skref.

Framleiðslan felur í sér vinnu við bíómyndir, sjónvarpsefni, tónlistarmyndbönd, auglýsingar, fréttir og beinar útsendingar.

Inntökuskilyrði

Að fafa lokið 43 einingum úr framhaldsskóla. Þar af 30 einingum í íslensku, ensku og stærðfræði á öðru þrepi. Reynsla úr atvinnulífinu er einnig metin við innritun.

Lengd náms

Með stúdentsprófi er námið 3 - 4 ár(7 annir) en mismunandi eftir stöðu nemanda. Ef nemandi hefur lokið stúdentsprófi þá er lengd námsins 4 annir.

Námsskipulag - fög/áfangar eftir önnum.

Námskrá - Kvikmyndatækni 2015
Námsskipulag - Kvikmyndatækni

Nám í kvikmyndatækni í Tækniskólanum.

Skólagjöld eru 295.000 pr. önn.

Nemendafjöldinn í hverjum árgangi verður takmarkaður.

Umsóknir um námið fara fram í gegnum menntagatt.is

Nánari upplýsingar um námið veitir Þorgeir Guðmundsson – toggi@syrland.is