Fréttir

Nám í símsmíði - innritun opin

9.5.2017

  • Símsmiðir að störfum.

Nám í símsmíði

Símsmiðir að störfum.

Símsmíði er gömul iðngrein sem hefur í áranna rás þróast verulega. Í dag eru símsmiðir ekki að gera við síma eins og nafnið gefur til kynna heldur eru þeir í lagningu og viðgerðum á fjarskiptastrengjum og uppsetningu og viðhaldi á endabúnaði.
Þetta er krefjandi vinna og útheimtir þekkingu og skiling á efnisþáttum, virkni og ytri aðstæðum þess búnaðar og strengja sem verið er að nota. 


SímsmiðurFjölbreytt vinna

Símsmiðir eru til dæmis að leggja ljósleiðara, setja upp endastöðvarnar og tengja við notendabúnað. Jafnframt þurfa þeir að geta gert við strengi jafnvel við erfiðar aðstæður. Það á við þegar stórvirkar vinnuvélar hafa rist kapla í sundur og ekki um annað að ræða en að skeyta jafnvel mjög flókna kapla saman. Þá er kunnáttu þörf til að bitastraumurinn rýrni ekki við viðgerðina. 

Nám í bland við vinnu á 2. 3. önn

Nám í símsmíði er 3 annir eftir að grunnnámi rafiðna lýkur. Nemendur eru í skóla fyrstu önnina en á 2. og 3. önn er námið í bland við vinnu á vinnustað.


Innritun á námsbrautina í símsmíði er hafin fyrir haustönn 2017 á menntagátt.is .

Um námið - grunnnám rafiðna og símsmíði.