Fréttir

Rafiðnnemar í námsferð til Þýskalands

5.5.2017

  • Nemendur sem fóru í starfs- og námsferð til Þýskalands.

Nám og starf í Þýskalandi

Í febrúar sl fóru fjórir nemendur til Þýskalands í starfs- og skólakynningu hjá Jobelmann Schule í Stade í N-Þýskalandi. Þetta er samstarfsskóli Raftækniskólans til ellefu ára og hefur samstarfið gengið mjög vel. Nemendurnir voru þeir Aron Máni, Axel Már, Matthías Mar og Sölvi Ólafsson. Helgi Pálsson kennari í rafiðngreinum var með þeim.

Samstarf við góða styrktaraðila

Nemendurnir tóku þátt í verkefnavinnu í skólanum en fóru einnig út í atvinnulífið og unnu hjá verktakafyrirtæki í rafiðnaði og voru nemendur þar á byggingarsvæði. Þeir fengu veglega styrki frá fyrirtækjunum Fossberg og Vinnukarl til að vera rétt klæddir á byggingarsvæði. Kennarar og nemendur Raftækniskólans kunna þessum fyrirtækjum bestu þakkir fyrir að styrkja nemendurnar í þessari ferð.

Nemendur í rafiðngreinum við nám í Þýskaldandi.