Fréttir

Erlent samstarf í Raftækniskólanum

6.4.2017

  • Hollenskir gestir Raftækniskólans skoða Reykdalsvirkjun.
  • Þýskir nemendur í tíma í Raftækniskólanum.

Hollenskir skólastjórnendur að kynna sér kennsluhætti í Raftækniskólanum.

Síðastliðinn mánudag fékk Raftækniskólinn góða gesti frá Hollandi. Um var að ræða stjórnendur frá hollenskum framhaldsskólum sem voru að kynna sér kennsluhætti og námskrár í rafiðngreinum. Þetta er seinni hlutinn af 40 manna hóp en fyrri heimsóknin var síðastliðið haust. Áhugavert er að nokkrir gestanna voru frá ROC skólanum sem Raftækniskólinn er að hefja samstarf við og munu 5 nemendur fara til ROC van Twente í skólaheimsókn í lok þessarar annar.
Hollendingarnir kynntu sér síðan Reykdalsvirkjun og sprotafyrirtækið Icewin.

Hollenskir gestir Raftækniskólans skoða Reykdalsvirkjun.Þýskir nemendur í skólanum

Undanfarnar þrjár vikur hefur Raftækniskólinn haft góða gesti frá Þýskalandi. Þetta eru nemendur frá Jobelmann-schule í Stade í Þýskalandi. Þeir hafa verið hér við störf hjá skólanum í ýmsum verkefnum samhliða því sem þeir hafa kynnt sér land og þjóð. Raftækniskólinn hefur undanfarin 11 ár verið í góðu samstarfi við Jobelmann-schule og fóru 4 nemendur frá Raftækniskólanum í heimsókn til Stade í enda febrúar s.l. ásamt kennara

Þýskir nemendur í tíma í Raftækniskólanum.