Fréttir

Mentor Raftækniskólans fer í gang

9.2.2017

  • Mentor Hornið Raftækniskólinn

Nemendum Raftækniskólans gefst enn á ný tækifæri til að sækja sér aðstoð eldri nemenda við námið. Mentorhornið hefur göngu sína mánudaginn 13. febrúar og lýkur 28. apríl, að undanskildu páskafríinu.

Útskriftarnemar Raftækniskólans verða til aðstoðar þrisvar sinnum í viku og hjálpa við hvaðeina sem viðkemur náminu. Þeir aðstoða við handverk, stærðfræði, rafmagnsfræði, rafeindatækni eða annað sem yngri nemendur þurfa á að halda. Það getur verið þægilegt að tala við nemendur sem eru kannski nýlega búnir að glíma við verkefni grunnnámsins og geta komið með aðra nálgun en kennarinn á ýmis atriði. Þetta hjálpar líka eldri nemendum að rifja upp og skerpa sína þekkingu fyrir útskrift og sveinsprófin.

Mentorhornið er að venju í sal Raftækniskólans á Skólavörðholti. Nemendur eru hvattir til að nýta sér þetta sem mest.

Stundatafla

Mánudagur Miðvikudagur Fimmtudagur
15:10 - 16:30 14:30 - 15:50 12:30 - 13:50